Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 3

Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 3
RITSTJÓRARAUNIR Það hringir kona hingað á skrifstofu Veru og kvartar undan því að aldrei sé neitt skrifað í blaðið um sameiginlegt áhugamál allra kvenna — börnin. Næsta dag hringir önnur kona og segir blaðinu upp af því það sé eintóm lofgjörð til móðurhlutverksins. Ein kona lætur okkur vita að blaðið sé svo þungt, ekkert nema teoría og aldrei skrifað um venjulegar konur. Annarri finnst vanta fræðigreinar en allt of mikið vera skrifað um misáhugaverðar konur úti í bæ. Ein kvartar undan því að í blaðinu sé aldrei neitt nýtt, önnur segir umræðuna vera svo ferska að hún kasti sér yfir blaðið um leið og það kemur. Ein eys hástemmdu lofi yfir forsíðuna og önnur segir að lengra verði ekki komist í lágkúrunni en að birta slíka forsíðu. Getur verið að allar þessar konur hafi séð sama blaðið? Stundum dettur mér í hug að einhver athafnasamur ættingi prentvillu- púkans laumist í blaðið í prentsmiðjunni og sjái til þess að engin tvö eintök af sama tölublaði verði eins. En mikið finnst mér samt jákvætt að islenskar konur skuli ekki allar vera steyptar í sama mótið. Áður en ég byrjaði að vinna á Veru hef ég sjálfsagt verið haldin öllum algengustu fordóm- unum í garð kvennahreyfingarinnar. Sennilega hef ég haldið að lesendur blaðsins væru einsleitur hópur kvenna í vaðmáli og sauðskinnsskóm. Ég hélt að ég þyrfti bara að skrifa innan ákveðins ramma og þá yrðu allir ánægðir. En nú veit ég að til eru feministar fylgjandi klámi og feministar á móti klámi, kven- réttindakonur með og á móti snyrtivörum, jafnréttissinnar and- vígir og fylgjandi barneignum og allar hugsanlegar aðrar skoðanasamsetningar. Þetta er jákvæða hliðin á kvennahreyfing- unni sem ég hef kynnst gegnum veru mína á Veru. Okkur í ritnefndinni langar að þessi fjölbreytileiki berist inn á síður blaðsins. En ég hef líka uppgötvað dálítið leiðinlegt. Ég hef komist að þvi að ég var síljúgandi árin sem ég bjó í útlöndum. Þá var ég nefnilega iðin við að dásama samtakamátt islenskra kynsystra minna. Ég sá að sænskar konur höfðu betra kaup, unnu minna og stóðu betur að vfgi félagslega og lagalega, en samt gerði ég heilu útvarps- og sjónvarpsþættina um það hversu gott og gaman það er að vera íslensk kona. En eftir að ég flutti heim flnnst mér það ekkert sérlega gaman. Hvar er hinn rómaði samtakamáttur? Hvar er umburðarlyndið? Hvers vegna geta sumar konur ekki séð að leiðirnar að markinu eru margar og markmiðin misjöfn? Af hverju einblína margar konur á eigin lausnir og fordæma allar aðrar? Guðrún Agnarsdóttir sagði einu sinni í Veruviðtali: „Við konur erum sjálfar að biðja um að okkar „öðruvísileiki" sé metinn jafngildur og það er jafn mikilvægt fyrir okkur að muna eftir því hver gagnvart annarri". Vera er fjölmiðill. Eðli fjölmiðils er að miðla sem flestu til sem flestra. Hlutverk Veru hlýtur að vera að miðla sem flestum sjónarmiðum um kvenfrelsismál til sem flestra kvenna og karla. „Já, en af hverju skrifið þið aldrei um brjóstastækkanir, fæðing- arþunglyndi, dauðann og dýravernd...? Af hverju birtið þið allt innsent efni, hafið þið enga ritstjórnarstefnu? Af hverju birtið þið ekki ljóðið sem ég sendi? Af hverju er greinin mín á blaðsíðu 39? Af hverju eru allar konur hrukkóttar á ljósmyndum í Veru? Af hverju, af hverju...?" Hvers vegna er Vera stöðugt undir smásjá? „Það stafar af því að kvennahreyflngin er komin í hugmyndafræðilegt þrot og vonbrigðin bitna á Veru", segir ein vinkona mín. Það má vel vera, en mikið íinnst mér nú samt notalegt að finna að fólki er ekki sama hvernig blaðið er. Þvi ekkert er verra en afskiptaleysi. Björg Árnadóttir, nýhætt á Veru. V E R A DESEMBER ¦ iunda starfsári Veru er að ljúka. Við áramót er gjarnan litið um öxl og atburðir líðandi árs rifjaðir upp og litið fram á veg. Um mitt árið fóru fram miklar umræður um framtið Veru, því eins og allt of mörg íslensk fyrirtæki stendur Vera ekki undir sér. Þó uppi hafi verið raddir um að hætta útgáfunni varð niðurstaðan sú að halda ótrauðar áfram því að í raun hefur staða blaðsins aldrei verið betri þó herslumun vanti á að Vera sé efnahagslega sjálf- stæð. Vera er fátækur fjölmiðill þótt ýtrustu spar- semi sé gætt i hvívetna. Nú vinna tvær konur í hlutastarfi við blaðið og aðrar tvær sjá um að setja og útlitshanna það. Það er ekkert launungamál að Vera er rekin meira og minna í sjálfboðavinnu. Á árinu skrifuðu rúmlega þrjátíu konur í blaðið, meðal annars um skólamál, umhverfismá], erótík, fjölskyldumál, skapandi konur, bókmenntir og listir. Vera er skrifuð af konum fyrir konur. Konur prófarkalesa, teikna, taka myndir, hanna forsíðu, afla áskrifenda og safna auglýsingum. Og konur eru í miklum meirihluta áskrifenda. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bendir á í grein sinni um velferðarkerfi karla fyrir konur, að konur eru ekki efnahagslega sjálfstæðir einstaklingar vegna þess hve laun þeirra eru lág. Blankheit kvenna bitna m.a. á Veru þvi að margar konur segjast ekki geta leyft sér að kaupa blaðið. Það verður að snúa vörn í sókn, Vera þarfnast fleiri áskrifenda. Framtíð blaðsins ræðst af því. Ef þú lesandi góður hefur ekki efni á að kaupa blaðið hvernig væri að setja áskrift að Veru á jólagjafaóskalistann? RV I ÞESSARI VERU: STÆLTAR STELPUR STENDUR GÓÐMENNSKAN ÞÉR FYRIR ÞRIFUM VELFERÐARKERFI KARLA FYRIR KONUR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 10 12 16 NU VILJUM VIÐ FARA AÐ RAÐA OG STJÓRNA Borgarmálahópur Kvennalistans tekinn tali LISTRÆN LJOSMYNDUN Viötal viö Björgu Arnarsdóttur JÓLIN - EINFALT MÁL ... og margt fleira 20 24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.