Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 4

Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 4
LESENDABREF „La donna e mobile" segir í frægri óperu en það þýðir eins og allir vita; „hverflynd er kvensan". Reyndar er þetta sungið af karli, sem sjálfur er öllum hverflyndari, og má vera að skáldið sé að hæðast að honum. En þetta hafa þó margir eftir, þeirra á meðal vinur minn einn og kollega út í hinum stóra heimi og segir að við tveir séum af þeirri kynslóð karla sem einna verst hafi orðið fyrir barðinu á hverflyndi kvenna. Þá á hann raunar ekki við hverflyndi í ásta- málum, heldur í skoðunum, einkanlega þó í hugmyndum kvenna um sjálfar sig og hvernig karlmenn séu, og einkum hvernig þeir eigi að vera. Við ólumst upp við það, að matur kæmi af sjálfu sér á borð á réttum tíma, að íbúðir héldust hreinar, og að föt þvægjust og færðust í lag. Þegar við svo urðum fullorðn- ir, kom auðvitað í ljós að svona einfalt var þetta ekki, einkennismerki einhleypra karla voru götóttir sokkar og skyrtur sem vantaði tölur í, flibbinn þoldi ekki skoðun. Og nú var annaðhvort að vinna sjálfur ýmis tímafrek leiðindastörf sem maður hafði aldrei lært, eða taka saman við einhverja, sem var þetta allt í blóð borið. Og til þess langaði mann nú hvort eð var, af öðrum ástæðum, svo það leit allt vel út. En þá voru upp runnir þeir tímar, að hin heittelsk- aða ummyndaðist skyndilega í kröfuharðan kennara, sem áleit að maður hefði bara gott af því að geta bjargað sér sjálfur. Og það varð upphafið að margra ára baráttu við mataruppskriftir, stoppunál, bleyjur og viðkvæman ullar- þvott. Ég ætla ekkl að rekja þá alkunnu sögu hér. Sjald- an þóttu karlar ná sama yndisþokka við þessi störf og einkenndi konur, ég man t.d. að nemendur mínir töldu mig hafa slegið öll hraðamet á barnávagni upp Laugaveg- inn. En þegar hér er komið sögu, þrútna ýmsir karlar af FOSTURLANDSIN S FREYJA bræði yfir brigðlyndi kvenna. Ekki voru þeir fyrr búnir að læra öll þessi kvennastörf - já, og sumir jafnvel farnir að reyna að geta sýnt tilfinn- ingar sínar, eins og konur, fyrr en þessi nýja manngerð, „mjúkur maður" þótti vera hallærislegur aumingi. Nú vildu konur ekkert nema stóra og feita svola, kafloðna á brjósti og örmum, sem þömbuðu bjór og höfðu helst áhuga á fótbolta og lottó. Raunar má vera að smekk- urinn sé misjafn í þessu eins og öðru og að ekki verði eitt látið yfir allar konur ganga. En húsverkahetjan svikna með svuntu og uppþvotta- bursta á lofti getur sjálfum sér um kennt, svikin voru hans sjálfs, að aðlaga sig að ætlunum annarra í stað þess að rækta garðinn sinn. Fyrir tuttugu árum krafð- ist kvennahreyfingin umfram allt frelsis fyrir konur til að takast á við hverskonar verk- efni, leita að því hvað þeim hentaði, en hafna stirðnuð- um hugmyndum um að meðfætt kveneðli orsakaði hefðbundið hlutskipti kvenna, svo að húsverk og barnauppeldi væru konum nánast meðfædd. Ég man hve tímaritið Forvitin rauð hæddist að skólastjóra nokkrum, sem sagði konum að fara heim af vinnumark- aðinum, rokkarnir biðu. En skyndilega var þetta orðinn boðskapur kvennahreyfing- arinnar undir kjörorðinu „kvennamenning". Það virð- ist hafa borist til íslands fyrir hálfum öðrum áratug, líklega héðan úr Danmörku eða úr Noregi. Þetta virtist spretta upp af þörf fyrir jákvæða sjálfsmynd. Þessar kenning- ar um kvennamenningu voru auðvitað í ýmsum útgáfum. Ein var menningarleg, spratt af löngun kvenna til að þekkja til formæðra sinna, finna sérkenni kvenna í fortíðinni og leiðrétta þá mannkynssögu sem karlar höfðu skrifað, eða réttara sagt, sem ballræðismenn höfðu falsað, af öfugsnúnum áhuga á karlabelgingi. En einnig blandaðist við þetta dulspekistraumur, og fylgdi stórauknum áhuga á stjörnuspádómum og öðru kukli, einmitt fyrir um tutt- ugu árum. Sameiginleg var trú á að heimurinn sé í grundvallaratriðum óbreyt- anlegur. Nú komust nornir í tísku, því konur sáu þær sem sér- fræðinga í kvennafræðum, einkum grasalækningum, og grunaði að þær hefðu verið ofsóttar þess vegna. Hér komu líka til miklar grun- semdir um að rökhyggja sú sem ríkti í vestrænni menn- ingu, væri á einhvern hátt grundvöllur karlveldis, þar sem konur aftur á móti vissu hluti af eðlisávísun. Og þar með voru kvenréttindakonur farnar að segja það sama sem karlrembusvínin höfðu alltaf sagt, að konur gætu ekki hugsað rökrétt. En ekki nóg með það, ef konur áttu nú að hlýða á rödd hjartans, og urðu ekki á eitt sáttar, hvernig átti þá að vita hvað væri fordómar sem karlveldið hefði innrætt þeim - mikið er um líkar ásakanir - og hvað væri raunveruleg eðlisávísun kvenna? Svör fengust við því, einkum frá þeim sem stund- uðu rannsóknir á bókmennt- um eftir konur og á öðru sköpunarstarfi þeirra. Það starf var þá oftast talið merkilegt í þeim mæli sem það mótaðist af kveneðli, en það eðli var af sumum leitt út af hefðbundnum kvenna- störfum, en aðrar leiddu það af sérkennum líkama kvenna. Útkoman varð býsna fjölskrúðugar kenningar. Þegar kveneðlið var talið mótast af húsverkum, barnauppeldi, grasa- lækningum, vefnaði og fleira því um líku, þá átti það að einkennast af áhuga á hinu smágerða og nærtæka, þar

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.