Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 28

Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 28
FLOAMARKAÐUR I KJALLARANUM AÐ HAFNARSTRÆTI 17 „Eg flnn fyrir líkamlegum sársauka þegar ég heyri fólk segjast henda dóti. Mér flnnst svo sjálfsagt að gefa það sem ég get ekki notað og það virðist vera smitandi þvi að fólk sem ég kynnist fer yflrleitt fljótlega að gefa okkur á flóamarkað- inn", segir Jórunn Sörensen formaður Sambands dýra- verndunarfélaga íslands. Ágóðinn af flóamarkaðnum sem samböndin reka í kjallara hússins við Hafnarstræti 17 eru einu tekjur þeirra. „Ef við hefðum hann ekki væru okkur allar bjargir bannaðar. íslensku dýravernd- unarsamtökin er eina dýra- verndunarfélag sem ég þekki til sem ekki nýtur opinberra styrkja, heldur vinna félagar þess fyrir hverjum eyri. Það er í rauninni rugl, því að við höfum svo margt annað að gera. En flóamarkaðurinn er nauðsynlegur bæði vegna dýr- anna og kúnnanna. Við eigum stóran hóp af föstum við- skiptavinum sem þarfnast okkar. Og hér er unnið af mikilli ánægju því að við vitum að við erum að gera gagn. Þessi markaður er svo stór hluti af samtökunum og þess vegna vil ég halda áfram að standa hér einu sinni í viku og afgreiða", segir Jórunn. Flóamarkaðurinn er opinn milli klukkan tvö og sex á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Þá er tekið við gjöfum, en einnig er hægt að hringja og biðja um að þær séu sóttar. Auk þess má skilja þær eftir á Borgarbílastöðinni, en bílstjórarnir eru svo almenni- legir að taka við þeim og geyma þær. „Okkur berst alltaf talsvert af gjöfum, en mikið vill meira" segir Jórunn og vill koma þvi á framfæri við þá lesendur Veru sem eru að taka til í skápunum sínum fyrir jólin að fleiri taki 28 fegnir við gömlu dóti en rusla- haugarnir. Pað eru tólf ár síðan Samband dýraverndunarfélaga opnaði markaðinn. Hann var fyrsti flóamarkaður hér á landi sem hafði opið reglulega — eldri en sjálf Flóin. Yflrleitt hafa fjórar til flmm konur staðið þar við afgreiðslu í sjálfboðavinnu. Þær hafa sína föstu daga og föstu kúnna, kalla sig Flær og kenna sig við dagana. „Þessar konur eru alveg meiri háttar", segir Jórunn. „Þær eru allar í vinnu annars staðar, en reka markaðinn eins og hann sé þeirra einka- fyrirtæki. Þriðjudagsflóin vann einu sinni annars staðar, auk þess að afgreiða á markaðnum á þriðjudögum. Svo fannst manninum hennar að hún ætti að fara að vinna við heildsölu sem þau áttu. „Allt í lagi, góði minn, en ekki á þriðjudögum", sagði hún. Öðru hverj'u setjast kon- urnar niður til að ræða málin og verðleggja vörurnar. En oftast hækka þær ekki verðið mánuðum og árum saman. Mest ber á fatnaði á flóamark- aðnum, enda seljast hörðu hlutirnir strax. Og fötin eru ódýr — hægt er að fá flíkur fyr- ir hundrað krónur! Ef vel liggur á afgreiðslustúlkunum má reyna að prútta við þær og svo veita þær þeim afslátt sem kaupa mikið. Þeir eru margir sem kaupa notaða hluti, en Jórunn hugsar sig lengi um þegar hún er spurð að því hvort hún verði vör við fátækt. „Svei mér þá, ég held að það sé hægt að orða það svo", segir hún að lokum. „Við verðum miklu meira varar við fátækt núna en þegar við byrjuðum. Þá var meira áberandi að hingað kæmi menntaskólalið og svo fólk sem hafði kynnst flóamörkuðum erlendis. Það fer vaxandi að fólk versli hjá okkur vegna þess að það þarf að gera það. Við verðum til dæmis varar við að fólk kaupi hér jólagjaflr og jólaföt. Svo Ljósmynd: Kristín Bogadóttir koma hingað þessar ótrúlega duglegu konur sem breyta og bæta, pils verður að áklæði í höndunum á þeim og áklæði að pilsi. Ég hélt bara að þetta væri útdauður þjóðflokkur síðan ég hætti þessu sjálf. Og svo koma hingað áhuga- manna- og nemendaleikhúsin, sem ég kalla öreigaleikhúsin. Ég er viss um að við erum betri en enginn að styðja við slíka menningarstarfsemi." Jórunn dregur upp þessa svip- mynd af viðskiptavinum markaðarins: „Um daginn komu hingað nokkrir leðurklæddir pönkarar með keðjur og gadda, einn var með keðju um hálsinn sem læst var með hengilás. Þeir voru að skoða buxur og peys- ur. Þá var hér fyrir miðaldra kona sem hafði verið í róleg- heitum í nokkra klukkutíma að máta. Svo kom inn eldri kona í ullarkápu með prjóna- húfu og fór líka að máta. Þá kom maður sem var á þvi stigi

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.