Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 23

Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 23
LISTRÆN LJOSMYNDUN því að taka ljósmyndir sem fylgja viðtölum og greinum. Mig langar að vera eitthvað áfram hér í New York og þreifa frekar fyrir mér með mögu- leika á sýningum. Þetta er áhlaupaverk því að á þessu sviði er gífurleg samkeppni, rétt eins og hjá öðru listafólki hvort sem það eru málarar eða myndhöggvarar. Spurningin er ævinlega sú sama: Vill einhver kaupa verkin mín. Það er í raun mun auðveldara að fá sér vinnu í öðrum greinum ljósmyndunar eins og aug- lýsinga- og fréttaljósmyndun svo dæmi séu tekin. Flestir sem leggja listljósmyndun fyrir sig selja engin verk til að byrja með, í raun ekki fyrr en þeir hafa skapað sér nafn. Þetta er svo mikill viðskiptaheimur að það liggur við að bisnessinn skipti meira máli en listrænt gildi verkanna sjálfra. EIN KLASSÍSK AÐ LOKUM, HVAÐ MEÐ FÓSTURJÖRÐINA? - Mig langar til að setja upp vinnustofu á íslandi. Draum- urinn er að geta unnið heima hluta úr árinu og hinn hlut- ann í útlöndum jafnframt því að halda sýningar erlendis. Ég held að ég muni alltaf sækja á önnur mið til að fá innblástur, ísland er jú svo smátt og eins- leitt í menningarlegu tilliti. Hér í New York mætast hins vegar menningarstraumar úr öllum áttum og borgin telur jafnmarga ef ekki fleiri útlend- inga en Ameríkana. Mér finnst þetta fjölbreytta mannlíf vera einhver stærsti sjarmi borgar- innar. Þessi reynsla, eins og öll önnur reynsla, hlýtur alltaf að skila sér í einhverju formi í verkum manns. Þö ef til vill sé ekki hægt að benda á eitt fremur en annað þá er næsta óhugsandi að halda áhrifa- völdum úr umhverfinu að- skildum frá listsköpun manns. Eg þakka Björgu fyrir skemmti- legt spjall, við yfirgefum kaffi- húsið og göngum saman út í Austurþorpið sem iðar af fjölskrúðugu mannlífi. New York í október Hallfriður Þórarinsdóttir ¦ 23

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.