Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 25

Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 25
JÓLIN • EINFALT MÁL Það er sjálfsagt að endurbirta uppskriftina af jólasmákökunum hennar Kristínar Einarsdóttur úr jóla-Verunni í fyrra. Smákökurn- ar eru mjög góðar og auk þess er einfalt og skemmtilegt að baka þær. Grunndeig: 750 g hveiti 600 g smjörlíki 200 g sykur Þetta er hnoðað saman og sett í ísskáp í a.rn.k. eina klukku- stund. Deiginu er síðan skipt í jafn marga parta og sortirnar eiga að vera. Hæfllegt er að skipta einni uppskrift í fjóra hluta og fá t.d.: ■ Finnsk smábrauð: Rúlla deiginu í lengjur, u.þ.b. langa- töng á þykkt og skera þær í 3 cm löng stykki. Pensla stykkin með hrærðu eggi og setja muldar möndlur og perlusykur ofaná. Bakað í 10-15 mín. ■ Súkkulaðikökur: Suðu- súkkulaði brytjað smátt og hnoðað saman við. Einnig er gott að setja riflnn appelsínubörk með. Búnar til litlar kúlur sem settar eru á plötuna og ýtt ofan á með gaffli. Bakað í 8-10 mín. ■ Kókoskökur: Kókosmjöli hnoðað saman við. Búnar eru til kúlur sem eru flattar út t.d. með spaða eða skeið þegar þær eru komnar á plötuna. Penslað með eggi og perlusykur settur ofan á. Bakað í 8 mín. ■ Hnetukúlur: Valhnetukjarn- ar hakkaðir og hnoðaðir saman við. Búnar til kúlur. Bakað í 8 mín. - Allt er bakað við 200 gráður. Einnig má setja rúsínur, marsi- pan eða núggat í deigið. Mögu- leikarnir eru óþijótandi, en gætið þess að móta tegundirnar á mis- munandi vegu. Sykurkringlur Þessar kringlur eru með ein- faldari og bragðbetri smákökum. Þær eru gerðar úr smjördeigi sem hægt er að kaupa frosið i flestum stórmörkuðum. Þetta þarftu í 20 kringlur: 2 plötur ftyst smjördeig, ca 1 dl strásykur 1. Þýddu smjördeigsplöturnar. Stilltu ofninn á 250 gráður. Stráðu hveiti á borðið og breiddu deigið út með köku- kefli þar til plöturnar verða u.þ.b. 25 cm að lengd. 2. Skerðu plöturnar langsum í u.þ.b. sentimetra breiðar ræmur. Þú færð 10 ræmur úr hvorri plötu. Búðu til kringlur úr ræmunum. 3. Helltu köldu vatni í skál og sykri á disk. Dýfðu kringl- unum örstutta stund í vatnið, hristu af þeim mestu bleytuna og dýfðu þeim í sykurinn. 4. Settu þær á plötu með bökun- arpappír. Bakað í miðjum ofni í 6-7 mínútur. Kringlurnar geymast í margar vikur í lokuðu íláti. JÓLASÆLGÆTI Það sem til þarf: marsipanmassi (sá ódýri er mjög góður), rúsínur, hnetur, möndlur, núggat og hjúpsúkkulaði. Gott er að leggja rúsínur í bleyti daginn áður t.d. í koníak, sherry eða romm. Marsipanbrauð 300 g marsipan 125 g núggat 25 g pistacio kjarnar eða heslihnetur 1-2 msk koníak 100 g hjúpsúkkulaði Marsipanrúllan skorin í tvo hluta, hverjum hluta rúllað út í lengju. Núggatið skorið í passleg stykki og sett í miðjuna og bleytt með koníaki, pistacio hnetur eða rúsinur þar ofan á. Hinn helm- ingurinn af marsipaninu er settur ofan á, þrýst saman, búið til brauð. Penslað með hjúp- súkkulaði, byrjið á botninum, látið hann þorna, hjúpið þá efri hlutann. Skreytið eftir smekk. Hægt er að frysta brauðið. Þegar brauðið er borið fram er það skorið í sneiðar. Marsipankúlur Rúsínum eða möndluspænum hnoðað saman við marsipan og búnar til litlar kúlur. Hjúpaðar með súkkulaði. Núggatsnittur Marsipan og núggat skorið i sneiðar. Núggatið, sem er haft þykkara, sett á milli marsipan- sneiða, þrýst saman, hjúpað. Konfektrúsínum dýft i hjúp- súkkulaði. Marsipanmassi fæst i mörgum bakaríum. Hann er tilbúinn til baksturs og þarf aðeins að móta kransakökurnar... 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.