Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 14

Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 14
ÞINGMÁL fyrirhugaðar voru á því. Á þetta ekki síst við um skólakerfið og dagvistarkerfið. Lenging skóla- dagsins á ekki að koma til framkvæmda né heidur þau markmið sem sett eru í nýjum leikskólalögum. Fæðingar- heimilið í Reykjavík er undir niðurskurðarhnífnum og ef hugmyndir heilbrigðisráðherra í sjúkrahúsmálum ná fram að ganga mun álagið á kvenna- deild Landspítalans aukast til muna - svo fátt eitt sé nefnt. Þá má ekki gleyma hugmynd- um ríkisstjórnarinnar um að herða tökin á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Nái þær tillögur sem nú liggja fyrir fram að ganga, þýða þær að greiðslubyrði af námslánum eykst verulega hjá þeim sem lægst hafa launin að námi loknu. Þarf varla að hafa mörg orð um hvernig það kemur við konur. í þriðja lagi ætlar hún að auka einkavæðingu í velferðar- kerfinu sem þýðir með öðrum orðum að hinn frjálsi markaður á að taka að sér aukin félagsleg verkefni. í þessu sambandi er vert að hafa í huga að hingað til hefur ekkert komið i veg fýrir að hinn frjálsi markaður léti að sér að sér kveða á þessu sviði. Staðreyndin er hins vegar sú að hann hefur ekkl getað boðið viðunandi þjónustu á viðunandi verði. Sú arðsemis- krafa sem þar er gerð fellur illa að eðli félagslegrar þjónustu. Það þarf þvi að ríkisstyrkja hinn fijálsa markað til að hann fái þrifist á þessu sviði. Hugmyndir um einkavæðingu hafa verið gagnrýndar talsvert en sú spurning er auðvitað áleitin hvort það megi ekki einu gilda hvort það er rikið eða hinn frjálsi markaður sem veitir þjónustuna, svo lengi sem hún er fyrir hendi? Drude Dahlerup, sem um langt árabil hefur stundað kvennarannsóknir á Norður- löndum, er ekki þeirrar skoð- unar. Hún segir að sá sé mun- urinn að lýðræðið hafi mun minni vikt á hinum fijálsa markaði. Þar eigi konur um það eitt að velja að kaupa þjónustuna eða sleppa þvi. Rikisrekstur hafi þann kost að konur geti haft áhrif á hann og hafi sífellt verið að auka hlut sinn í þeim stofnunum sem þar komi við sögu. Á málþingi sem nýlega var haldið í Árósum og fjallaði um stöðu kvenna í Austur- og Vestur- Evrópu, sagði Drude að konur yrðu að líta á samband sitt við ríkið eins og skynsemishjóna- band. „Það er ekki vist að þú elskir hann „ríkið“. En þú hefur þörf fyrir hann og þess vegna verður þú að læra að lifa með honum." Hún og aðrar konur frá Vestur-Evrópu, sem töluðu á málþinginu, vöruðu konur í Austur-Evrópu við þvi að binda of miklar vonir við að hinn fijálsi markaður myndi leysa hvers manns vanda. Auk fyrrtalinna breytinga á velferðarkerfinu hyggst ríkis- stjórnin beita sér fyrir „aukinni f'ramleiðni" í rikisstofnunum. Þetta mun væntanlega ná til velferðarstofnana en þó eru áhrif framleiðniaukning- arinnar á almenna velferð fjöl- skyldnanna mun meiri en breytingar á stofnunum segja til um. Það er kunnara en frá þurfi að segja að fjölmargar konur fjarstýra börnum sínum og heimili frá vinnustað. Þær - og reyndar á þetta í æ ríkara mæli við um karla líka - þurfa þar að auki að stelast til að sinna ýmsum þörfum Ijöl- skyldunnar í vinnutímanum; mæta á foreldrafund í skólan- um, fara með börnin til læknis, flytja þau úr einni vist í aðra í hádeginu, komast til að kaupa í matinn, venja börn við nýja dagvistun, vera heima þegar þau eru veik og svona mætti lengi telja. Allt á þetta rót sína að rekja til þess hve velferðarkerfið er vanþróað og atvinnulífið illa lagað að þörfum fjölskyldn- anna. Fólk sem svona hagar til hjá má illa við auknum kröfum um framleiðni að öllu öðru óbreyttu. Þeir kæmu best út úr slíkri hagræðingu og þeirri launauppbót sem lofað er í staðinn, sem engar búsorgir hafa - ýmist vegna þess að þeir eiga ekki börn eða vegna þess að þeir láta eiginkonur sínar um áhyggjurnar og ábyrgðina. Eins og færð hafa verið rök fyrir hér að framan gerir staða kvenna i fjölskyldunni og á vinnumarkaðnum það að verk- um að konur eru mun háðari velferðarkerfinu en karlar. Engu að síður er ójöfn staða kynjanna að mörgu leyti inn- byggð í þetta kerfi. Skýrasta dæmið um þetta eru þær reglur sem gilda um útreikning skaðabóta vegna líkamstjóns sem greiðast af vátrygg- ingafélögum. Öil greiðum við sama iðgjald til tiyggingar- félaganna en ef við lendum í slysi eru bætur til karla að jafnaði mun hærri en til kvenna. Ástæðan er sú að við mat á bótum er áætlað tekjutap einstaklingsins lagt til grundvallar og karlar eru í langflestum tilvikum tekju- hærri en konur. Réttur heima- vinnandi húsmæðra til slysa- trygginga er verulega skertur og ef 16 ára skólastúlka lendir í slysi fær hún í bætur aðeins 75% af þvi sem 16 ára piltur fengi í sama tilviki. Bætur til þeirra eru reiknaðar út frá meðaltekjum kvenna annars vegar og karla hins vegar. IConur hljóta því að leggja áherslu á að gerðar verði breytingar á velferðarkerfinu sem stuðli að aukinni tekju- jöfnun og lagi kerfið betur að veruleika kvenna en nú er. Til þess að það geti orðið þurfa konur bæði að fá aukin völd í ríkiskerfinu og sem neytendur og veitendur velferðarþjón- ustunnar. í stað þess að einka- væða þarf að draga úr miðstýringu velferðarkerfisins og auka sveigjanleika þess s.s. í skóla- og dagvistarmálum og hvers kyns heilsugæslu. Nýrra úrræða er þörf á mörgum sviðum og konur verða að eiga frumkvæði að því að leita þeirra. Réttlát tekjutenging, sem byggist á þvi að flytja fjármuni frá þeim tekjuhæstu til hinna tekjulægstu, hlýtur líka að vera konum til hags- bóta. Það er hins vegar tæpast hægt að ljá máls á tekju- tengingu þegar að völdum situr ríkisstjórn sem virðist ætla að nota slíka tengingu til þess eins að skera niður útgjöld ríkisins en ekki til að auka jöfnuð. Konur um allan heim tala nú um „kvengervingu“ fátækt- arinnar sem á mannamáli þýðir að konur eru í miklum meirihluta meðal þeirra sem teljast fátækir i hverju sam- félagi. Á þetta sérstaklega við um gamlar konur og konur sem þurfa einar að sjá um framfærslu fjölskyldunnar. Þetta er kannski órækasti vitnisburðurinn um það að velferðarkerfið hefur brugðist konum. En í allri umræðunni um velferðarkerfið megum við ekki gleyma þvi að það getur ekki og á ekki að koma í staðinn fýrir það sjálfsagða réttlæti að konur njóti arðsins af vinnu sinni í formi launa sem hægt er að lifa af. Grund- vallarkrafa kvenna hlýtur því að vera sú að þeim sé gert kleift að vera efnahagslega sjálf- stæðir einstaklingar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ljósmynd: Þórdís Ágústsdóttir 14

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.