Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 27
HLAÐVARPINN
VARPINN
Fyrir sex árum mátti sjá aug-
lýsingar um allan bæ þar sem
konur voru hvattar til að
kaupa hlutabréf í Hlaðvarpan-
um. Konur ætluðu að kaupa
hús sem átti að verða miðstöð
kvenlegrar sköpunar og hug-
vits. Þar sem konur gætu látið
drauma sína rætast, sýnt verk
sín, troðið upp með Ieíksýn-
ingar eða ljóðalestur, átt at-
hvarf til að lesa bækur og
skrifa þær, eða stundað fræði-
störf, því í Hlaðvarpanum er
hægt að fá leigð „sérherbergi".
Það hefur verið á brattann að
sækja hvað varðar fjármögnun
húsakaupanna, þvi eins og
allir vita eiga konur nóg af öllu
nema peningum. En með mik-
illi elju og útsjónarsemi sér
loks fyrir endann á húsa-
kaupabaslinu og þá er svigrúm
til að endurnýja húsakostinn,
nú er verið að skipta um þök á
hluta húsanna og ýmsar aðrar
viðamiklar viðgerðir standa
fyrir dyrum.
Það er óhætt að segja að með
kaupum á Hlaðvarpanum hafi
draumurinn um kvennahús
ræst. Starfsemin þar, sem frá
upphafi hefur verið bæði öflug
og fjölbreytt, snýst um konur
og er rekin af konum. Ymsir
hópar sem starfa að málefnum
kvenna hafa aðstöðu á Vestur-
götunni, Kvennaráðgjöfin,
Kvennaathvarfið og Stígamót
eru t.d. þarna með skrifstofu. í
Hlaðvarpanum eru líka versl-
anir og verkstæði rekln af
konum. í Spútnik er hægt að fá
alls konar „öðruvísi" fatnað,
notaðar Levfs 501, ódýra leð-
urjakka og „sixties" föt. Fríða
frænka er löngu orðin þekkt
antíkvöruverslun og þarna er
líka gullsmíðaverkstæðið Gull-
smiðjan sem rekin er af Önnu
Maríu Sveinbjörnsdóttur. í
bakhúsunum hefur einnig ver-
ið rekin fjölbreytt starfsemi. í
haust hefur verið leikið i
kjallaranum, nýtt kaffihús er
að finna á miðhæðinni ásamt
listmunamarkaði og á annarri
hæð er fundarsalur sem hægt
er að fá leigðan út og hentar vel
fyrir ýmiskonar samkomur og
sýningar. Alþýðuleikhúsið
sýndi Undirleik við morð í
kjallaranum í haust við góðar
undirtektir, en nú er sýningum
lokið og þar er nú starfræktur
jólamarkaður. Þær Þóra Har-
alds og Elín Traustadóttir reka
kaffihúsið sem þær nefna Lyst
og Iist, með miklum myndar-
brag. Kaffið er sterkt og gott,
kökurnar ljúffengar og auk
þess er boðið upp á smárétti á
vægu verði í hádeginu. Ég
mæli með rjómalöguðu
sveppasúpunni, hún er mörg-
um gæðaflokkum fyrir ofan
þessar venjulegu hveitisúpur
sem alls staðar fást. Þær
stöllur hafa haft opið á kvöldin
í tengslum við leiksýningarnar
í kjallaranum og einnig taka
þær á móti hópum sem vilja
snæða saman í hádegi eða um
kvöld, til dæmis fá þær konur
úr Netinu (samtök kvenna í
atvinnulífinu} i mat til sín
fyrsta föstudag í hverjum
mánuði.
Ljósmynd: Kristín Bogadóttir
Pær konur sem fá útrás fyrir
sköpunarþörfina í handverk-
inu hafa líka athvarf í Hlað-
varpanum. Á Listmunamark-
aðnum, sem nú hefur verið
starfræktur í á þriðja ár, er að
finna muni eftir rúmlega tvö
hundruð konur og nokkra
karla. Konurnar hafa ólíkan
bakgrunn og menntun og ber
vöruúrvalið þess glöggt merki,
en það er vægast sagt mjög
fjölbreytt. Nokkuð er um það
að konur af landsbyggðinni
notfæri sér aðstöðuna í Hlað-
varpanum, það hlýtur að vera
gott að hafa aðgang að markaði
á Reykjavíkursvæðinu fyrir
vörurnar sínar. Markaðurinn
er rekinn með umboðssölu og
eflaust ærinn starfi fyrir hana
Kristínu umsjónarkonu að
halda utan um bókhaldið. Á
listmunamarkaðnum er að
finna allt frá handmáluðum
silkijökkum til handprjónaðra
barnahúfa. Ýmislegt skart er
áberandi, eyrnalokkar, nælur
og hálsfestar, en einnig er þar
að finna fallegt keramik, bolla
og tekatla, kertastjaka, skálar
og skrautmuni, alls konar
fatnað, peysur og púða, barna-
föt og handgerð leikföng. Svo
eru þarna munir komnir
lengra að, til dæmis rakst ég á
hræódýr hengirúm frá Mexikó.
Þær markaðskonur gleyma
ekki andanum þvi þarna eru
einnig til sölu ljóðabækur,
skáldsögur og tímarit. Svo eru
auðvitað til kort af öllum
stærðum og gerðum sem nota
má við hin ýmsu tækifæri.
Verðlagið er jafn misjafnt og
úrvalið er fjölbreytt, sumt
kostar marga þúsundkalla og
annað einungis nokkra hundr-
aðkalla, en yfirleitt er verðið
mjög sanngjarnt miðað við
gæði og hægt er að gera góð
kaup.
I jólamánuðinum verður mikið
um að vera hjá þeim Hlað-
varpakonum. Þær eru búnar
að skipuleggja alls konar
uppákomur, skáld koma og
lesa upp úr verkum sínum,
listamenn og músíkantar troða
upp, það verður boðið upp á
jólaglögg á kaffistofunni og
eflaust verður eitthvað við hæfi
yngstu kynslóðarinnar. Það er
þvi hægt að slá margar flugur í
einu höggi með því að heim-
sækja Hlaðvarpann í desem-
ber. Þar verður hægt að fá allt
sem þarf til að halda jól (nema
ef til vill matvöru). Jólakort og
kúlur, jólapappír og jólagjafir,
jólatré verða seld í portinu og
svo mætti lengi telja. Það er
líka hægt að taka sér frí frá
amstrinu og setjast inn á
kaffistofuna, drekka gott kaffi,
kíkja í blöðin og tímaritin sem
liggja þar frammi og njóta þess
bara að vera í kvennahúsinu
sem komið var á fót fyrir
atorku og eljusemi svo margra
kvenna. Konur sem vilja taka
þátt í þessari blómstrandi
starfsemi kaupa auðvitað
hlutabréf í Hlaðvarpanum og
svo eru þau líka tilvalin til
jólagjafa og annarra tæki-
færisgjafa!
DHK
27