Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 34

Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 34
BÓKADÓMUR GÚMMÍENDUR SYNDA EKKI EIGINKONUR ALKÓHÓLISTA SEGJA FRÁ Súsanna Svavarsdóttir ForlagiS 1991 Þjáningarfíknin Jólabókaílóðið er víst að byrja. Þá fá „allir eitthvað við sitt hæfi“ er sagt í auglýsingunum og vist er um það að í því fræga flóði má finna margs konar lesningu. Þeir sem sækjast eftir „sönnum sögum“, sem er föst deild í flóðinu, fá í þessari bók eitthvað sæmilega krass- andi, því hér segja niu íslensk- ar konur frá reynslu sinni af því að vera eiginkonur alkóhó- lista. • . Ég mun í þessari stuttu umfjöllun reyna að gera grein fyrir bókinni og voga mér að gagnrýna verk gagnrýnandans margfræga Súsönnu Svavars- dóttur. Að sjálfsögðu er í þess- ari bók ekki um neinar fagur- bókmenntir að ræða, heidur skrásetningu á frásögnum kvennanna, ásamt inngangi þar sem Súsanna gerir nokkra grein fýrir alkóhólisma sem fjölskyldusjúkdómi, hlutverki fjölskyldumeðlima í þeim leik öllum og þá aðaliega „stuðn- ingsmannsins“, sem oftast er þá makinn. Þetta gerir Sús- anna með tilvísunum í sitt eigið líf, sem mér þótti snjallt af henni, því þannig „berar“ hún sína reynslu en felur sig þó. (Sérstaklega fýrir þeim sem sleppa alltaf inngangi til þess að komast strax í eitthvað „skemmtilegt“.) ínngangurinn er ágætis undirbygging fýrir frásagnirn- ar sem á eftir koma, þannig að þær verða ekki eins „hráar“ og ofL vill verða í svona lífs- reynslusögubókum. Reyndar veður höfundur þar aðeins úr einu í annað, vill sýnilega koma mikiu að og gerir það og tekst vel upp á köflum. Ör- vinglan stuðningsmannsins verður átakaniega ljós og það kemur mjög skýrt fram hvern- ig dómgreind hans skerðist jafnt og aikóhólistans sjálfs og öll þolmörk þenjast út: „Þeir segjast ekki munu þola vissa hegðun frá öðru fólki. Smám saman eykst þolið, þar til þeir eru farnir að þola og gera hluti sem þeir sögðust aldrei mundu þola. Þeir leyfa öðrum að særa sig og halda þvi áfram. Síðan skilja þeir ekkert í því hvers vegna þeir eru alltaf svo sárir. Þeir kvarta, ásaka og reyna að stjórna eins lengi og þeir geta staðið uppréttir. Þá fýllast þeir heift og verða algerlega óþol- andi.“ (bls. 20) Við lestur frásagna kvenn- anna sjálfra fannst mér oft áherslan verða heidur mikii á þá, karlana, alkóhólistana, hvað þeir sögðu og gerðu og hvað þeim fannst um þetta og hitt. T.d. er „Birna" talar um blaðamennskuna. Hvað fannst henni sjálfri? Það mætti segja mér að þó svo konurnar væru „rankaðar við sér“ er þær segja frá, þá hafi þær, við ferðalagið aftur í tímann farið dálítið í gamla farið að þessu leyti. Reyndar flnnst mér þetta aðdáunarvert hugrekki af kon- unum, í jafn litlu samfélagi og okkar er og þá sérstaklega hjá „Helgu“ í plássinu úti á landi, en hinsvegar gat ég ekki varist því að velta fyrir mér börnum þessara kvenna: Ráða þau við að mæður þeirra tjái sig svona berort og opinberlega um þetta sjúka fjölskyldulíf ef engu er breytt nema nöfnunum? Rúsínan í pylsuendanum fannst mér frásögn síðustu konunnar, því hversu margar- /margir skyldu ekki hafa af- sakað og falið sína eigin drykkju í skjóli þess að „eigin- maðurinn/eiginkonan er auð- vitað hið raunverulega vanda- mál!“!! Síðasta frásögnin gerir líka einna best grein fyrir því hvað gerðist, þ.e. leiðinni út úr ógöngunum, það fannst mér vanta meira í hinar frásagn- irnar, því fyrstu skrefln í þessum félagsskap aðstand- enda, Ad-Anon, hafa sjálfsagt verið mögnuð og ekki þrauta- laus. En af hveiju valdi Súsanna eiginkonur alkóhólista? hugs- aði ég í byrjun, konur geta líka verið alkóhólistar og átt þá sína maka. Og þó, einhvers- staðar heyrði ég tölur um að af hveijum tíu konum sem væru aikóhólistar yfirgæfu niu eigin- menn þær, en af hverjum tiu karlalkóhólistum hinsvegar væri aðeins einn yfirgeflnn af spúsu sinni. Af hveiju er þetta svona? Er hægt að kenna hinu hefð- bundna uppeldi á kvenþjóð- inni um? þ.e. að þær megi þakka fýrir að eignast mann, þær séu veikara kynið o.s.frv., sem síðan er svo styrkt með launamisrétti og klúðri í sam- bandi við fæðingarorlofið sem gerir það að verkum að konur verða oftast háðari mönnum sínum fjárhagslega en þeir þeim? Eða er þetta „trygglyndi" konunnar sem svo vel kemur fram í bókinni í eðli okkar kvenna? Ég hætti mér ekki lengra út á þessar brautir heldur hvet þær/þá sem hafa áhyggjur af áfengis- eða vimugjafaneyslu einhvers i kringum sig til að lesa þessa bók sem og auðvitað alkóhólistana sjálfa, „virka" eða „óvirka", holl lesning! Einnig þá/þær sem eru fyrr- verandi makar alkóhólista, því þó fólk hafi haft rænu á að rifa sig út úr sjúku ástandi, þá sýna frásagnir bókarinnar ber- lega, að það er ekki nóg, því aðstandandinn situr eftir með sársaukann, heiftina, „mynstr- ið“, botnar ekki neitt í neinu og gengur svo í sömu björgin á ný. Þarna er þá ef til vill kom- inn tilgangur bókarinnar? Að ná til og reyna að vekja þær konur sem enn sitja fastar í sinni þjáningu. Því hvað hrist- ir meir upp í okkur en að heyra í einhverjum sem hafa gengið í gegnum sömu erfiðu reynslu og við sjálf og komist út? Bókin er nefnilega harla góð á þann hátt, svo langt sem hún nær, þó eftir sitji spurn- ingin um það hvers vegna fólk ánetjist þjáningunni svona - og að því er virðist - sérstak- lega konur. Er það ekki eins konar fikn? En þannig eiga víst góðar bækur að vera, vekja upp spurningar og umhugsun. Smá tittlingaskítur samt: Af hverju ekki að íslenska alveg og skrifa alkóhólisti í stað alkohólisti? Kápan er óvenju falleg af lífsreynslusögubók að vera, mjúk og vönduð. Og af því að þetta á nú að birtast í blaði um konur og kvenfrelsi, þá langar mig að benda á að mér fannst ég sjá samsvörun í frásögnum þess- um við hina svokölluðu kvennabaráttu sem kannski mætti fremur nefna sjálfstæð- isbaráttu kvenna, þvi ég trúi því, að meðan við erum upp- teknar af því að flnna söku- dólga fýrir okkar stöðu og benda á kúgarana, þá miðar okkur ekkert. Við getum breytt sjálfum okkur, ekki öðrum. Förum þvi eins að og viðmæl- endur Súsönnu: hættum þess- um hetju- og fórnarlambs- hlutverkum og eilífu söku- dólgaleit, þá flnnum við frelsið! Að lokum: Viljirðu gera góðverk á jólunum, skaltu gefa þeirri/þeim sem þig grunar að búi við alkóhólíska áþján þessa bók í jólagjöf, þvi í heild er hún þörf og góð. Aðfaranótt 14. nóvember 1991, í eldhúsinu með barnið hangandi á brjóstinu, Elín Vigdís Ólafsdóttir PENNAVINKONA Þýsk kona óskar eftir íslenskri pennavinkonu. Áhugamál: Lestur, bréfaskrlftir, stjórnmál og ferðalög. Christel Súmnich 32 Friedrich-Ebert-Str. 23 D-W-4630 Bochum 6, Germany 34

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.