Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 6

Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 6
L E S E N A B R E F sem karlahugsun beindist frekar að yfirsýn og sértekningu. Konur vildu ala líf og viðhalda þvi, körlum væri eðlislægt að vilja berjast, sjáið bara hvernig jafnvel hornsíli, hirtir og önn- ur karldýr berjast um yfir- ráðasvæði og um kvendýr. Það er ekki hægt að efast um, að reynsla höfundar móti listaverk hans eða hennar. En í sama mæli sem hefðbundinn „reynsluheimur kvenna" er vegsamaður, er reynt að binda þær á þann bás. Miklu skrautlegri eru þó líkamlegar kenningar um kveneðli í listum. Þær ganga að sjálfsögðu út frá því sem aðgreinir líkama kvenna frá líkömum karla, og ekki er þá stöðvast við augljósa mýkt- ina og íbjúg form, heldur eiga kvennabókmenntir að ein- kennast af einhverju þröngu og myrku, og flæði, allt fram streymir. Sérstaklega á þó hugsun sannra kvenna „að fara í hring", af augljósum líf- fræðilegum ástæðum. En þetta var áður hið mesta skammaryrði, að segja að hugsun manns færi í hring. Hér er mest sótt til fræðakon- unnar frönsku, Héléne Cixous. Mér finnst þessar kenningar bæði loðnar, þröngar og myrkar. En það er kannski bara vegna þess að mér er meinað að skilja lífrænan hugsunarhátt sakir kynferðis mins. Hvernig skyldi nú ganga að finna þessum kenningum stað í listaverkum kvenna? Svarið er að kenningarnar eru óhrekjanlegar. Þegar af þeirri ástæðu, að svo afströkt hugtök sem hringrás og flæði má sjá í nánast hverju sem er, og í annan stað vegna þess, að þyki þetta ekki vera neitt megineinkenni á verk- inu, þá liggur það svar beint við, að verkið hafi bara aldrei verið rétt skilið fyrr en ein- mitt núna. Loks er þess að gæta að þessir kenninga- smiðir sannprófa aldrei túlk- anir sínar með því að bera þær saman við aðrar túlkanir sömu verka, og rökræða hver hæfi best, og er þvi hægt um vik að túlka að eigin vild. En þrjóti þetta allt, og ágætu listaverki konu verði ekki komið heim og saman við þessar kenningar, þá er það barasta af því að hún er „karlkona". Reynist listaverk karla sýna einhver framan- greind einkenni kveneðlis, þá er það stundum skýrt með því að viðkomandi sé líkleg- ast bara hommi, en oftast með hinu að listamannseðlið sé í sjálfu sér kvenlegt. Nú kynni einhverjum að sýnast svo sem undir kjör- orðinu „kvennamenning" hafi forystukonur kvenna- hreyfingar tekið upp og hafið til vegs alla heimskulegustu fordóma sem til eru um kon- ur, einkanlega þó þá, að kon- ur geti ekki hugsað rökrétt, hvað þá hlutlægt, þær láti bara ráðast af tilliti til síns nánasta umhverfis. Lengi mætti leita í mannkynssög- unni að annarri eins koll- steypu. En það væri nú bara að taka undir slíka fordóma, ef maður ætlaði að gera konur almennt ábyrgar fyrir öllu því sem einhverjum áberandi konum hefur dottið í hug. Nei, ekki virðist annað hægt að álykta af framansögðu en hin fleygu orð prófessors Bjarna Guðnasonar: „Konur hafa alltaf verið með öllu móti allstaðar". Skál fyrir því. Minni kvenna flutt á þorrablóti í Kaupmannahöfn 16. febrúar 1991 óskast birt í Veru. Örn Ólafsson Kœra VERA Mig langar til að bæta örlitlu við umfjöllunina um Marge Piercy sem birtist í síðasta blaði VERU. Marge Piercy er nefnilega ekki „bara" kven- réttindakona og höfundur „kvennabóka", Piercy er mik- il sögukona. Eins og segir í greininni um hana, hefur hún sent frá sér margar met- sölubækur, þar á meðal Fly away home, sem kom út 1984 og Gone to soldiers frá 1988. Þessar bækur eru ekki síður þekktar en Women on the edge oftime, og aðgengi- legar fyrir fleiri lesendur. Ég læt fylgja með smápistil um hvora fyrir sig. Fly away home. Bókin er um Dariu, efnaða miðaldra móður tveggja dætra, sem er að eigin dómi ákaflega vel gift. Maðurinn hennar er glæsilegur, kurteis og í góðri stöðu, „lífsrétt- læting" hennar gagnvart for- eldrum og systkinum. Daria er þó svo heppin að hafa skapað sér atvinnu. Hún býr til mataruppskriftir og held- ur fyrirlestra, skrifar bækur og hefur sjónvarpsþætti um þau mál. Þegar bókin hefst er Daria i flugvél á leið heim úr fyrirlestraferð og hlakkar til að vera heima á 43 ára afmælisdaginn sinn, sem er daginn eftir. Það verður þó ekki eins gaman og hún á von á, þvi eigmmaðurinn er greinilega í slæmu skapi. Næstu mánuðirnir eru henni mjög erfiðir því eiginmað- urinn fjarlægist stöðugt og fleiri og fleiri undarlegir hlutir gerast. Og allt í einu er hann bara farinn, heimtar skilnað og allar eignirnar líka. Sagan segir síðan frá Dariu, baráttu hennar og basli, dugnaði og þraut- seigju. Hún eignast ýmsa vini og vinátta skiptir miklu máli í sögunni. Þessi saga er mjög spennandi og skemmtileg. Hún er auðvitað kven- réttindasaga að vissu leyti, en höfundur notar sér tækni glæpasögunnar og það er létt yfir frásögninni þrátt fyrir svik, pretti og illvirki eigin- mannsins. Daria vex við hverja raun - og sigrar með hjálp vina sinna. Gone to Soldiers. Það hefur mikið verið skrifað um seinni heimsstyrjöldina, skáldsögur og hasarbækur, sagnfræði, teiknimyndasög- ur og ævisögur svo eitthvað sé nefnt. Það mætti þvi ætla að það væri að bera í bakka- fullan lækinn að bæta þar við. Skemmst er þó frá að segja að þessi bók er að mínum dómi langbesta bók sem ég hef lesið um þetta tímabil og hef ég þó lesið talsvert. Þessi bók er líka allt öðruvísi en allar hinar, sem er e.t.v. vegna þess að hún er eftir konu? Þetta er fjöldasaga (koll- ektiv roman). Aðalpersónur hennar eru tíu, konur, karlar og börn, Frakkar, Banda- ríkjamenn og Gyðingar. Allar sögupersónur eiga það sam- eiginlegt að stríðið hefur afgerandi áhrif á líf þeirra. Og frá öllu þessu fólki er sagt þannig að það snertir mann djúpt. Bókin er byggð upp á mörgum köflum. Sagt er frá hverri persónu sérstaklega og skiptast á kaflar um per- sónurnar þannig að við fylgjumst með þeim öllum í nokkurn veginn réttri tíma- röð. Smátt og smátt koma svo í ljós innbyrðis tengsl sögupersóna. Þetta er bók sem maður leggur ógjarna frá sér eftir að vera kominn vel af stað með hana, og maður lifir og hrærist í henni lengi eftir að lestri er lokið. Að lokum þó ein aðvörun: það tekur svona u.þ.b. þrjá fyrstu kaflana að komast almennilega á leið í bókinni - en það margborgar sig. Bókin er 854 síður. Báðar þessar bækur eru til á bókasöfnun í Reykjavík og nágrenni, auk þess að hafa fengist í bókabúðum. Þær hafa einnig sést öðru hvoru í fornbókaverslunum. Helga K. Einarsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.