Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 7
LESENDABREF
Kæra Vera
Tilefnl þessa bréfs er m.a. að
þakka þér fyrir tvö síðustu
blöð, sem mér þóttu afar
athyglisverð. í þessum heft-
um er fjallað um málefni sem
hafa verið mér lengi hugstæð
og ég hef rætt í hópi kven- og
karlvina en lítið sem ekkert
séð talað um opinberlega.
Þessi mál varða annars
vegar uppistöðuna í sjálfs-
mynd kvenna sem meðvitaðs
hóps, með skilgreiningu
Kvennalistans í fararbroddi í
íslenskum veruleika - og
hins vegar mína eigin sjálfs-
ímynd eða sjálfsvitund sem
konu og átökin þarna á milli.
Þvi eins og stöðu minni er
háttað i dag er samsömun
minni við reynsluheim
kvenna (sem Kvennalistinn
talar um) og það sem „gerir
konur að konum“ takmörk
sett. Átökin markast af fé-
lagsstöðu minni sem flokk-
ast: ógift og barnlaus og
samræmist ákaflega illa
rómantíseringu íslenskra
femínista á móðurhlutverk-
inu eða svokallaðri „mæðra-
hyggju". í siðustu heftum
Veru hefur verið bryddað á
þessum málum. Ragnhildur
Vigfúsdóttir ritstjóri Veru
skrifaði athyglisverða grein
um reynslu sína sem „ein-
hleyp og barnlaus" í íslensku
samfélagi. í vtðtali RV við
Ingu Dóru Björnsdóttur
mannfræðing, sem nefnist
Fjallkonan og íslensk þjóð-
ernisvitund, kemur Inga
Dóra inn á mæðrahyggju
Kvennalistans. Auk þess
hafa mér borist nokkur ein-
tök frá vinum og vanda-
mönnum af tímaritinu
Mannlííi, þar sem Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir fyrr-
um þingkona viðrar m.a.
skoðanir sínar á mæðra-
hyggju Kvennalistans.
Þessi mæðrahyggja sem
svo hefur verið kölluð, eða
það sem ég kallaði lengstum
mömmuhjal og hefur verið
miðlæg í pólitiskri umræðu
Kvennalistans, hefur angrað
mig í fleiri ár.
Ég er kona eða kvenkyns
ERU BORN OG MAKI
NAUDSYNLEG TIL AD GEFA TILVIST MINNIGILDI?
og að svo miklu leyti sem sú
tilvist er óháð því að eiga
börn og vera gift eða í sam-
búð (þ.e.a.s. að tilheyra ekki
flokknum „fráskilin'j get ég
samsamað mig við rejmslu-
heim kvenna. En ef þessi
reynsla afmarkast af
barneignum, móð
urhlutverki og
húsmóður, þá
hef ég bara alls
enga reynslu
af því að vera
„kona" (eða
reynsla mín er
barasta „nó
gúdd"). Það er
einmitt hér sem
hnífurinn stendur í
kúnni hvað sjálfri mér
viðkemur. Ég hef nefnilega
átt erfltt með að skilja
hvernig hægt er að beijast
fyrir kvenfrelsi á sama tíma
og ríghaldið er í móðurhlut-
verkið og það dásamað og
upphaflð á alla kanta.
Samkvæmt mínum skiln-
ingi felst kvenfrelsi ekki hvað
síst í þvi að bijótast útúr
þeim viðjum sem karlveldið
hefur sett konum. Sú sjálfs-
mynd sem karlveldið tróð
upp á konur og þær trúðu til
skamms tima afmarkaði
konur við börn og bú, það var
þeirra náttúrulegi bás, guðs
eigin vilji og hana nú og
málið útrætt.
Án þess að ætla mér að
fara ofan í saumana á ís-
lenskri kvennabaráttu síðari
tíma þá hefur hún eins og
kvennabarátta almennt snú-
ist um endurskilgreiningu á
sjálfum okkur sem hóp, leit
að nýrri sjálfsmynd sem
kemur að innan, frá hópnum
sjálfum, og byggir væntan-
lega á reynslu sem getur
verið samnefnari fyrir allar
konur. Vissulega geri ég mér
grein fyrir að langflestar
konur eignast börn og bú
einhverntíma á ævinni en er
sú reynsla endilega þunga-
miðjan í lífl sérhverrar konu,
sem yflrskyggir alla aðra
reynslu? Ef svo er erum við
þá ekki að renna stoð-
um undir þessa
gömlu karlgerðu
kvenímynd sem
fjötraði okkur?
Konur hafa
látið málefni
barna sér-
staklega til
sín taka hvort
heldur í pólitík
eða félagssam-
tökum kvenna og er
það gott og blessað í
sjálfu sér. Hins vegar vaknar
upp sú spurning hvort við
séum ekki meðvitað eða
ómeðvitað að fría feður þeirra
ábyrgð sem þeim ber? í
annan stað hefur mér fundist
- vel getur verið að ég hafl hér
á röngu að standa - að um
leið og konur/mæður hafa
sett fram kröfur um aukna
hlutdeild feðra í umsjá og
umönnun barna sinna þá
séu þær á sama tíma tregar
til að gefa nokkuð eftir af
móðurhlutverkinu, gefa
feðrunum rými til að verða
mömmur, með þeirri ábyrgð
sem því hlutverki fylgir. Þessi
mótsögn endurspeglast að
mínum dómi í hugmynd
kvenna um að mæður eigi
„eðli málsins samkvæmt"
meira tilkall til yflrráða
barna við skilnað. Ég er
ákaflega ósatt við þá hug-
mynd einfaldlega vegna þess
að í henni felst eindreginn
stuðningur við þessa karl-
gerðu kvenímynd sem lengst-
um fjötraði okkur. Um leið
ýtir þessi hugmynd undir þá
félagslegu brennimerkingu
sem þær mæður hafa mátt
búa við, sem ekki hafa alið
upp börn sín.
Þegar ég hef fært hug-
myndir mínar í tal hef ég
oftar en ekki orðið vör við að
þær hafa átt ákaflega litlu
fylgi að fagna einkum meðal
annarra kvenna sem eru
mæður. Stundum hef ég
hreinlega mætt heiftarlegri
andstöðu frá kynsystrum
mínum, Kvennalistakonum
og mæðrum, sem hafa látið
mig vita að skoðanir mínar á
þessum málum séu ekki
marktækar, ég sé ekki hæf til
að fjalla um þessi mál, mig
skorti réttar forsendur, hafl
ekki reynslu. „Bíddu bara
þar til þú verður mamma
sjálf þá fýrst finnurðu fýrir
þvi hvað samfélagið er kven-
fjandsamlegt" sagði ónefnd
Kvennalistakona við mig þeg-
ar ég reifaði þessar hug-
myndir mínar við hana fyrir
nokkrum árum.
Ef vera kynni að einhveij-
ar konur væru mér ósam-
mála langar mig að spyrja
þær hvort við hinar sem ekki
eigum börn séum e.t.v. ekki
alvöru konur. Ég fagna þvi
einlæglega að opinber um-
ræða um þessi mál skuli vera
hafin. Heilbrigð umræða og
skoðanaskipti geta tæpast
verið nema af hinu góða. Ef
rétt er að málum staðið er
gagnrýni uppbyggileg í sjálfu
sér að því tilskildu að hvort
heldur sú manneskja eða
málsvarar samtaka sem ver-
ið er að gagmýna séu opin-
huga en hlaupi ekki í óbifan-
lega varnarstöðu. Slík af-
staða er merki um veikan
málstað og dæmd til ósigurs.
Við lifum á tímum örra sam-
félagsbreytinga og sjálfs-
mynd kvenna jafnt sem karla
hlýtur að vera í sífelldri
endurskoðun eftir því sem
veruleiki okkar breytist.
Friða
Kæra Fríða, hafðu þökkjyrir
gott bréf. Orðið er laust og uið
hvetjum lesendur til að tjá sig
um málið. Skilafrestur ífebrú-
ar blaðið er 6. janúar.
7