Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 13
ÞINGMAL
.4.
frídagar, langt jólaleyfi, páska-
leyfi og sumarleyfi o.s.frv.
Ivleð þessu er þó ekki verið að
segja að engar breytingar hafi
átt sér stað - alls ekki. Aukin
atvinnuþátttaka kvenna hefur
m.a. haft það í för með sér að
þær geta ekki einar og óstudd-
ar sinnt ýmsum verkefnum
sem áður voru nær eingöngu á
þeirra hendi. Þetta á ekki síst
við um umönnun ungra barna,
sjúkra og aldraðra. Þarna
hefur velferðarkerfið orðið að
koma til sögunnar. Innan vel-
ferðarkerfisins eru sterk
tregðulögmál að verki en engu
að síður býður velferðarkerfið
upp á ýmsa þjónustu sem ekki
verður með neinu móti séð
fyrir með öðrum hætti. Þannig
hefur dagvistun barna breyst
úr því að vera eingöngu fyrir
börn einstæðra mæðra og i að
þjóna líka börnum giftra
kvenna - þó að í takmörkuðum
mæli sé. Þjónusta við aldraða
hefur líka aukist þó að enn búi
margir aldraðir við algerlega
óviðunandi aðstæður þrátt
fyrir að dætur, eiginkonur og
tengdadætur reyni að gera sitt
besta.
Segja má að tengsl kvenna
við velferðarkerfið séu þau, að
þeim mun minni þjónustu sem
velferðarkerfið veitir, þeim
mun meira verða konur að
leggja af mörkum - og öfugt.
Breytingar á velferðarkerfinu
hafa því mun meiri áhrif á líf og
stöðu kvenna en karla.
Verkalýðshreyfingin átti á
sínum tíma drjúgan þátt í því
að festa velferðarkerfið í sessi
þar með væru þeir sjálfir lausir
allra mála. Með öðrum orðum:
Þeir gerðu þetta af hyggindum
sem í hag komu. Þessar
fræðikonur segja því að ef til
standi að skera niður vel-
ferðarkerfið, verði karlar að
taka á sig þann niðurskurð og
bera ábyrgð á þeim tilflutningi
verkefna sem af honum hlýst.
Þetta sé löngu hætt að vera
mál kvenna.
En þetta er sjálfsagt hæg-
ara um að tala en í að komast.
og af sjálfu leiðir að hún hefur
reynt að standa vörð um það.
Ýmsar fræðikonur erlendis
hafa sett fram þá kenningu að
velferðarkerfið sé í raun mála-
miðlun milli karla í verkalýðs-
hreyfingunni og karla í at-
vinnurekendastétt. Þegar kon-
ur gátu ekki lengur sinnt öll-
um þeim verkefnum sem lögð-
ust á fjölskylduna í síbreyti-
legum heimi hafi karlarnir
orðið ásáttir um að búa til kerfi
sem gæti tekið þau að sér og
Engu að siður væri ekki úr vegi
fyrir konur að benda á þann
hag sem t.d. atvinnurekendur
hafa af velferðarkerfinu. Þeir
tala gjarnan um þetta kerfi
eins og botnlausa hít sem þjóni
fjölskyldunum í landinu en
ekki atvinnulífinu. Staðreynd-
in er auðvitað sú að þetta kerfi
hefur alla tíð þjónað atvinnu-
líflnu vel og dyggilega. Vegna
tilvistar þess hafa atvinnu-
rekendur losnað við að gera
gagngerar breytingar á skipu-
lagi vinnunnar og ekki þurft að
taka tillit til búsorga starfs-
manna sinna. í gegnum þetta
kerfi hefur verið hægt að
stjórna framboði á vinnuafli á
markaðnum, ýmist með því að
bæta þjónustu þess eða draga
úr henni.
Pær breytingar sem núver-
andi rikisstjórn hyggst gera á
íslenska velferðarkerfinu eru
eiginlega þríþættar.
í fyrsta lagi ætlar hún að
auka hlutdeild þeirra sem nota
þjónustuna í kostnaðinum við
hana. Með þessu segist hún
ætla að koma í veg fyrir
skattahækkanir og hún boðar í
raun skattalækkanir -
sérstaklega á atvinnurekstri.
Með þessu er m.a. verið að
flytja kostnaðinn af velferðar-
kerfinu af atvinnurekstrinum
yfir á fjölskyldurnar. Það eru
nefnilega einstaklingarnir sem
eru neytendur i velferðar-
kerfinu þó að það þjóni ekki
síður atvinnulífinu.
í öðru lagi ætlar hún að
skera niður í velferðarkerfinu
eða fresta endurbótum sem
13