Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 9

Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTAKONUR > Ibyrjun september sl. var haldin í Garðabæ námstefna um þjálf- un íþróttakvenna. Að henni stóð kvennanefnd ÍSÍ, sem vinnur að úrbót- um í kvennaíþróttum. Á námstefnunni voru hald- in níu erindi um mismun- andi atriði sem snúa að konum og iþróttum. Það kom fram í mörgum erindanna að þáttur kvenna í keppnisíþróttum er allt of rýr. Það segir þó ekki alla söguna um þátttöku kvenna í íþrótt- um þvi að þær stunda líkamsrækt af miklum þrótti þótt þær séu sjald- séðari í keppnum heldur en karlarnir. Ingimar Jónsson dok- tor í íþróttasögu velti því fyrir sér hvers vegna þátttaka kvenna væri svo lítil sem raun ber vitni. Eina af orsökunum taldi hann vera takmarkaða hvatningu til stúlkna. Þar taldi hann mæður eiga nokkurn hlut að máli, þær ætluðu dætrum sínum annað hlutskipti en að verða íþróttakonur. Hann benti einnig á að konur hafi lítið barist íyrir jafnrétti innan iþróttahreyfingarinnar þótt þær haii verið duglegar á öðrum sviðum kvennabaráttunnar. Margar keppnisgreinar eru dæmigerðar „karlagreinar" þar sem líkamsburðir eru alls ráðandi, þær höfða síður til kvenna og þóttu ekki við hæfi þeirra hér á árum áður. Fram kom á námstefnunni að stelpur séu smeykar við að stunda kraftlyftingar og styrktarþjálfun, m.a. af ótta við að verða eins og kraftajötnar í laginu og að það þyki ekki kvenlegt að vera sterk og þrekin. Þórdís Gísladóttir íþróttafræðingur og íþróttakona færði rök fyrir þvi að vöðvar kvenna stækki ekki eins og vöðvar karla. Konur hafa ekki það magn af karlhormónum sem þarf til að auka vöxt vöðvana. Hún taldi það mikilvægt að konur auki styrk sinn með réttri þjálfun. Það er mjög óraunhæft og óréttlátt að bera saman styrk karla og kvenna þvi talið er að konur haíi um 63% af vöðvastyrk karla. Svandís Sigurðardóttir lektor í sjúkraþjálfun fræddi námstefnugesti um að hlutfall vöðva og íitu er mjög ólíkt hjá kynjun- um. Hjá konum er vöðvamassinn 23% af líkamsþyngd en 40% hjá körlum. Konur hafa j_ meiri fitu en karlar og er io það ókostur fyrir konur í o íþróttagreinum sem 5 byggja á krafti og hraða .■§ en getur verið kostur í q íþróttum eins og sundi. I 4 >- tíðahring kvenna. Stelp- ,g ur sem þjálfa mikið og ■r reglulega byrja oft síðar á túr en þær sem þjálfa ekki. Tíðir eru óreglu- legri hjá stelpum sem þjálfa mikið en þetta virðist ekki hafa áhrif á frjósemina. Helstu vandamál kvenna sem æfa langhlaup er beinþynnig, það veldur þvi að þeim er hættara við beinbroti en öðrum. Helstu ráð sem þessar konur fá eru að minnka þjálfunina um 10%, þyngjast um ca 2 kg eða fara í hormónameðferð. Það er sem sagt ekki alveg fórnalaust fyrir konur að ná árangri í langhlaupi. Þessi ráð eru heldur ekki alltaf ásættanleg því hver vill minnka æflngar og þyngjast þegar verið er að undirbúa mikilvæga keppni? Námstefnan var vel skipulögð og fróðleg, kvennanefnd ÍSÍ á þakkir skildar fyrir framtakið. Mjög margir sóttu nám- stefnuna og komust færri að en vildu, er þvi full ástæða til að vera bjartsýn á að konur muni halda áfram að sækja fram á öllum sviðum íþrótta. Það er mikilvægt að við tökum þátt á okkar forsendum. Afrek kvenna á að bera saman við árangur annarra íþróttakvenna en ekki segja að árangur kvenna sé svo og svo mikið lakari en karlanna. Jæja stelpur, þá er bara að bretta upp ermarnar, flnna út hvaða iþrótt þið haflð áhuga á að stunda og byrja. Hvort þið veljið almenna leikflmi eða keppnisíþróttir er ekki aðalatriðið, heldur að taka þátt og berjast sé þess þörf en alltaf á okkar forsendum Hulda Ólafsdóttir 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.