Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 3

Vera - 01.08.1993, Blaðsíða 3
V N R N D A K O N A SINÉAD O'CONNOR Irska poppstjarnan Sinéad O’Connor hefur látið til sín taka í baráttu kvenna gegn afturhaldssöm- um viðhorfum kaþólsku kirkjunnar til getnaðar- varna og fóstureyðinga. Hún hefur einarðar skoð- anir á ýmsum málum og hefur styggt og móðgað marga með ögrandi framkomu sinni. Skemmst er að minn- ast þegar hún reif mynd af Jóhannesi Páli II opinberlega og lýsti þvi yfir að fólk ætti að beijast við hinn raun- verulega óvin og einnig þegar hún neitaði að láta spila bandariska þjóðsönginn við upphaf tónleika sinna í Banda- ríkjunum. Báðir at- burðirnir vöktu hörð viðbrögð og hneykslan margra og sköpuðu umræður um þjóðern- iskennd, kvenfrelsi, getnaðarvarnir og fóst- ureyðingar. í grein í bók um írskar konur á Bret- landi gerir hún upp sakirnar við poppheim- inn og kaþólsku kirkj- una. Þar segir meðal annars: „Þegar ég hóf tónlist- arferil minn áttaði ég mig á þvi að það að vera kona setti mann skör lægra í heimi tónlistar- innar. Fólk tók ekki eins mikið mark á konu og var ráðrikt og yfirlættsfullt. Ég hef fengið minn skerf af óþæg- indum vegna þess að ég lifi og starfa í karlrembu- heimi. Ég hef samt verið frekar heppin með sam- starfsmenn sem hafa skilið listrænar þarfir mínar og því hef ég ekki þurft að gera neinar málamiðl- anir um sannfæringu mína.” „Það var vandamál íyrir plötuútgáfuna að ég varð ólétt. Þeir sögðu að þeir ættu það inni hjá mér að ég færi í fóstureyðingu. Á sama tíma fékk karlsöngvari kauphækkun frá íýrirtækinu þegar kom í ljós að kærastan hans var ófrísk. Enginn sagði við hann að hann mætti ekki eignast barn þvi það væri búið að fjárfesta svo mikið í honum.” „Ég hef kastað kaþólskunni. Kristnin eins og hún leggur sig er ábyrg fýrir þvi að þurrka út stolt kvenna og gera þær þýlyndar. Samfélög fyrri tíma áttu sterkar konur sem stjórnuðu þjóðfélaginu. Þar voru til gyðjur og goðsagnir sem byggðu á kvenleika. Andlegt sjónarhorn snýst um það að átta sig á því að við erum guð, maðurinn er skap- aður í mynd guðs.” „Kaþólska kirkjan hefur ýmislegt á samvisk- unni, hvernig hún safnaði auði með þvi að slátra fólki í ald- anna rás. Kirkjan hef- ur líka gert fólk hrætt við kynhneigðir sínar. Ég á ennþá við vanda- mál að striða í þeim efnum sem rekja má til uppeldis míns í kaþ- ólskri trú á írlandi þar sem litið var á kynlíf sem eitthvað ljótt. Af- leiðing þessa er sú að ég á eríitt með að stunda kynlíf með þeim sem mér líkar og þykir vænt um. Ég tengi ekki kynlíf og ást. Ég skynja kynlífið næstum sem ljótleika eftir að hafa verið alin upp í þeirri trú að það sé synd, skítugt og af hinu vonda. Ég lærði líka að kvenlíkaminn væri eitthvað til að skammast sín fyrir svo ég er ekki almennilega sátt við líkarna minn. í kirkjunni er konum ekki kennt að vera stoltar af því að vera konur.” „Ég upplifði fyrir skömmu líkamleg atlot með konu. Mér líkaði rnjög margt við það og lærði heilmikið á því um það að vera kona. Eftir þessa reynslu líður mér mun betur í návist kvenna, en áður átti ég erfitt með að slappa af og vera vin- gjarnleg í návist þeirra. Kirkjan elur mann upp í því að það sé rangt að laðast líkamlega að fólki sérstakiega ef það er sama kyns og maður sjálfur. Það sé rangt af konum að láta vel hver að annari, sem er firra. Það að laðast líkamlega að konu þarf ekki að þýða að maður vilji eiga kynferðislegt sam- neyti við hana, heldur einungis að maður vilji halda utan um hana.” í lok greinar sinnar segir Sinéad O’Connor að konur hafi mikinn styrk sem þær aðeins þurfi að virkja. □ Byggt á bandaríska kvennablaðinu Ms.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.