Vera - 01.08.1993, Síða 4

Vera - 01.08.1993, Síða 4
P I S T I L L MANNESKJAN N D V E G I Þörfin íyrir að skilja og skýra fyrirbæri lífsins hefur fylgt mannkyninu alla tið. Ein leið til aukins skilnings og einföldunar hefur verið að skipa sem flestu í flokka, bæði fólki og dauðum hlutum. Við greiningu sjúkdóma og fötlunar er þessi aðferð notuð þar sem leitað er orsaka og afleiðinga og þeir flokkaðir saman sem svipað er ástatt um. Greiningin er vitanfega forsenda framfara hvort heldur þær felast í iækningu, þjálfun, aðhlynningu eða fyrirbyggjandi að- gerðum. En eins og önnur mannanna verk hef- ur þetta verkfæri sína vankanta, ekki síst ef greiningin verður þess vaidandi að fólki er skipað í flokk eingöngu út frá þröngri skilgrein- ingu sjúkdóms eða fötlunar og aðrir þættir persónunnar gleymast. Þetta gerist oft þegar fatlaðir eiga í hlut. Fötlunin verður aðalatriðið, en manneskjan að baki hennar gleymist. Greiningin snýst upp í and- hverfu sína og verður eins konar stimplun um frávik, þar sem ein- bfínt er á það sem viðkomandi getur ekki fremur en það sem hann getur og er. ^Aarkmið okkar hlýtur að vera þjóðfélag þar sem hver einstakling- ur fær að njóta sín út frá persónulegum þörfum og eiginleikum hvort heldur um er að ræða barn, fullorðinn, konu eða karl, fatlaðan eða ófatlaðan. Við verðum að hætta að líta á fatlaða sem einn stóran hóp (eða nokkra undirhópa) heldur á hverja manneskju fyrir sig. Eitt af þvi besta sem hefur hent mig á lífsleiðinni er að hafa fengið tækifæri tll að starfa með og kynnast fólki sem býr við fötlun, fólki sem við í daglegu tali köllum þroskaheft. Þegar ég hóf þennan hluta starfsferils míns var ég fullþroska kona, móðir þriggja barna og hafði starfað sem félagsráðgjafi í meira en áratug. Ég þóttist þvi hafa nokk- uð til brunns að bera enda reiknaði ég með þvi að aðalstarf mitt yrði stuðningur og ráðgjöf við foreldra og aðra aðstandendur hinna þroskaheftu. Sú varð líka raunin en ég áttaði mig þó fljótt á að ég átti margt ólært og þurfti í raun að endurmennta mig, bæði í vinnu- brögðum og viðhorfum. Þar til ég kynntist þroskaheftu fólki per- sónulega var ég fyrst og fremst upptekin af fötluninni og hvað hún hefði i för með sér. Smám saman runnu upp fýrir mér þau mikilvægu sannindi (sem auðvitað ættu að vera öllum augljós) að þroskaheft fólk er eins marg- breytilegt og allir aðrir og þess vegna er í grundvallaratriðum rangt að tala um og meðhöndla það sem hóp. Bak við hverja fötlun leyni.st sérstakur persónuleiki, margbreytileg manneskja sem er einstök rétt eins og þeir sem ófatlaðir eru. Þessi sannindi verða ef til vill aug- ljósust þegar um er að ræða fólkið sem býr við hvað alvarlegasta fötl- un. Kannski er það af því að það kemur svo gleðilega á óvart. Þetta voru auðvitað engin sannindi fyrir foreldra fatlaðra eða aðra þá sem tengjast fötluðum tilfinningaböndum, en fyrir mér var þetta eins og að finna upp hjólið. Þetta breytti ekki eingöngu viðhorfum minum til þroskaheftra, miklu fremur til lífsins sjálfs. Orð eins og lífsgæði og hamingja fengu nýja merkingu. Allar manneskjur hafa hæfileikann til að njóta, þrá og vera — hæfileika sem getur verið rikari og dýpri hjá fötluðum en ófötluðum og byggist meðal annars á reynslu sem ófatlaðir hafa ekki öðlast. □ Lára Björnsdáttir, framkvœmdastjóri Þroskahjálpar FORSÍÐAN Forsíða Veru að þessu sinni er eftir Elínu Magnúsdóttur myndlistarkonu. Elín er fædd árið 1956 og hefur stundað nám í myndlist í Myndlista-og handíðaskóla íslands og í Listaakademíunni í Aki í Enchede í Hollandi, þaðan sem hún útskrifaðist 1987. Elín starfar sem málari í margskonar efni; olíu, vatnsliti, akrýlliti og hand- málar silki. Elín hefur haldið einkasýningar hér heima og i Hollandi og einnig tekið þátt í samsýningum. TIL ÁSKRIFENDA Eins og lesendum Veru er eflaust Ijóst var lagður 14% virðisauka- skattur ó bœkur, blöð og tímarit þann 1. júlí síðastliðinn. Útgef- endur Veru hafa ákveðið að blaðið beri sjálft helming þessarar álagningar, og hœkkar því þlaðið aðeins um 7% hér með, þ.e. 33 krónur á hvert eintak í áskrift. Þessa ákvörðun tókum við í þeirri von að skatturinn verði engum ofviða og auðvitað vonum við jafnframt að yfirvöld sjái að sér og felli skattinn niður, Kveðja, f. h. Veru, Vala S. Valdimarsdóttir GREIÐUM MEÐ GREIÐSLUKORTI OG FÁUM AFSLÁTT Á VERU Ágœtu áskrifendur VERA biður ykkur hér með að taka þátt í því að ná niður innheimtukostnaði, en það gœtuð þið ged sem eigið greiðslukort. Með því að greiða áskriftina þannig myndi innheimtukostnaður VERU minnka all verulega. Kortin kosta blaðið 3 sinnum minna en „handrukkið" góða og eru einnig ódýrari en gíró. Auk þess er sú þjónusta auðveldari í vinnslu fyrir skrifstofuna. Við höfum því ákveðið að þjóða kodhöfum afslátt, frá og með nœsta greiðslutímabili, fyrir 4. 5. og 6. tbl. 1993, í þeirri von að sem flestir bœtist í þann hóp. Pið sem viljið vera með í getið fyllt út seðilinn og sett hann ófrímerktan í póst, eða slegið á jóráðinn, í síma 22188. Með kveðju, f. h. VERU, Vala S. Valdimarsdóttir Ég vil greiða VERU með korti: Nafn: ............................. heimilisfang : .................... kennitala: ........................ kortnúmer □□□□□□□□□□□□□□□□ □ Visa □ Euro 4

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.