Vera - 01.08.1993, Side 29

Vera - 01.08.1993, Side 29
SYSTRAÞEL FÖTLUNARINNAR hömluð, þó að hún viti að svo sé í mörgum tilfellum. Hún nefnir sem dæmi að giftar fatlaðar kon- ur séu alltaf spurðar að því hvort makinn sé líka fatlaður. „Það er eins og það sé skilyrði fyrir þvi að fötluð kona geti gifst. Þegar drykkfeld kona eða illa gef- in kona giftir sig er hún ekki spurð að því hvort að makinn sé það líka! Fatlaðir karlmenn heyra þessa spurningu miklu sjaldnar.” Ólöf segir að það sé mjög mikil- vægt að fatlaðir - ekki síst fatlað- ar konur - mennti sig, vegna þess að þeir þurfa að standa sig betur en aðrir til að komast áfram. Þó að viðhorf til fatlaðra hafi breyst mikið til batnaðar er samt aldrei langt í vorkunnina og aumingjastimpilinn. „Það er ótrúlegt hvað viðmót fólks breytist þegar maður sest í hjólastól. Ég fæ aldrei jafnmörg bros og þegar ég sit í hjólastól. Ef einhver er með mér er hann iðu- lega spurður um hvað ég vilji eða finnist. Ég veit ekki hvernig í ósköpunum maður á að vinna bug á þessum viðhorfum.” Það er eins og það sé skilyrbi fyrir þvi aé fötluð kona geti gifst að makinn sé líka fatlaður. Þegar drykkfelld kona eéa illa gefin giftir sig er hún ekki spurð ab því hvort makinn sé það líka! Starfið lagt niður Ólöf Ríkarðsdóttir hefur alla tið unnið mikið að félagsmálum fatlaðra, en árið 1967 tók hún við launuðu starfi innan landssamtakanna Sjálfs- bjargar, fyrst sem félagsmálafulltrúi, síðan sem forstöðumaður félagsmála. Um síðustu áramót lagði framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar starfið niður. „Hún hlýtur að hafa talið það óþarft,” segir Ólöf. En hún starfar ótrauð áfram á eigin vegum og er að koma sér upp tölvu heima til að geta haldið áfram að sinna hugðarefnum sínum. Vera óskar Ólöfu velfarnaðar í framtíðlnnl og vonar að mikilvæg brautryðjendastörf frumkvöðla gleym- ist ekki yngri kynslóðum. Viðtal: B|örg Árnadóttir HldLPHRTÆKIðBHnKinn HATÚNI 12 105 REYKJAVÍK ■ SÍMI 62 33 33 FAX 62 35 22 rz rz ~LTLT HEYRT UM FÖTLUN Þegar ég geng við hækjur er ég vits- munavera. Þegar ég sit í hjólastól er klappað á kollinn á mér. • Það er óþolandi að alltaf er verið að draga fólk i dilka eftir kyni, aldri og líkamlegu atgervi. Meinið er að við sem berjumst fyrir jafnrétti allra verðum lika að draga fólk í dilka og leggja áherslu á sérstöðu þess til þess að eitthvað vit sé í baráttunni. • Ég þijóskaðist lengi við að nota hvíta staflnn, fannst hann vera yf- irlýsing um ósjálfstæði. Nú nota ég hann og þvílíkur munur! Allir eru boðnir og búnir að hjálpa mér og mér er ekki lengur sendur tónninn. • Það þykir ekki par iint í okkar sam- félagi að hafa skerta greind. Það er lægsta þrepið í virðingarstiga fötl- unarinnar. • Ég tek alltaf manninn minn með á fundi með sérfræðingum vegna fötlunar barnsins okkar. Nærvera hans hefur undraverð áhrif á kerf- ið jafnvel þó að hann segi ekkert. HJÍIPIÐ BUNDUM KORFUR Okkar vinsœlu ungbarnakörfur, brúðukörfur, bréfakörfur, stólar, kistur og margar gerðir af körfum, stórum og smöum. Ávallt fyrirliggjandi BLINDRAVINAFELAG ISLANDS Körfuger&in, Ingólfsstræti 16, 101 Reykjavík, Sími 91-12165 Enn aukum við úrvalið og nú bjóðum við eftirtalda hjólastóla frá: SCANDINAVIAN MSDBILITY REA XLT Kannið verð og þjónustu hjá okkur. 7önika h.J. Umboðs og heildverslun Melabraut 35, 170 Seltjarnarnesi, s. 91-611668 29

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.