Vera - 01.12.1993, Page 2
VERA
TÍMARIT UM KONUR OG KVENFRELSI
ÉG ER EKKI KVENRÉTTINDAKONA, EN...
í haust birtist í Nýju lífi viðtal við Hildi
Jónsdóttur og Vilborgu Harðardóttur sem
ber titilinn „Tekist á við tregðulögmálið".
Þær voru báðar mjög virkar í Rauð-
sokkahreyfmgunni, og rætt er við þær um
það sem hefur áunnist og það sem á vantar
til að hægt sé að tala um jafnrétti kynj-
anna. I formála að viðtalinu segir
blaðakona: „Kvennabaráttan er í lægð.
Sumum finnst engin ástæða til að halda
henni áfram en fáeinum konum blöskrar
sinnuleysi kynsystra sinna um réttindamál
sín. Eitt er víst að ungar konur eru ekki
eins baráttuglaðar og þær voru fyrir
tveimur áratugum.“ Eini áherslutextinn
sem fylgir greininni hljóðar svo: „Flestar
þeirra kvenna, sem störfuðu í kvenfrelsis-
hreyfíngunni á sama tíma og ég, eru núna
fráskildar.“ Skilaboðin gætu vart verið
skýrari til þeirra sem lesa ekkert nema
fyrirsagnir og áherslutexta: Konur verða
að velja - hjónaband og kvennabarátta fara
ekki saman. Og hverjar eru þessar „fáeinu
konur" sem blaðakona segir að blöskri
sinnuleysi kynsystra sinna? Eru það þessi
20 prósent sem sögðust í skoðanakönnun
nokkrum vikum síðar myndu kjósa
Kvennalistann?
Hví tönglast fjölmiðlar á því að
kvennabaráttan sé í lægð? Vonast þeir til
að drepa hana í dróma með því? Eða er
þetta hræðsluáróður til að hvetja ungar
konur til dáða svo þær glati ekki réttindum
sem frumkvöðlamir höfðu mikið fyrir að
ná fram konum til handa? Svo virðist sem
menn keppist við að gera sem minnst úr
áfangasigrum kvennahreyfingarinnar. Og
hún fær sjaldnast heiðurinn af verkum
sínum.
Um þessar mundir minnumst við þess
að tíu ár eru liðin síðan Samtök um
Kvennalista voru stofnuð. Mikið vatn
hefur runnið til sjávar á þessum áratug og
margt er öðruvísi í henni veröld. Þegar
Kvennaframboðið og Kvennalistinn vom
stofnuð þótti til dæmis smart að vera kven-
réttindakona. Konur vora stoltar af nafn-
giftinni og því að tilheyra hinni nýju
kvennahreyfíngu. Hin síðari ár hefur verið
reynt að telja okkur trú um að femínisminn
hafí siglt í strand. Kvennalistinn er ekki
lengur sagður vera á krossgötum heldur
kominn í öngstræti. Hamrað er á að hann
nái ekki eyrum kvenna og margir telja
fúlla þörf á nýrri kvennahreyfingu en segja
jafnframt að tilvera Kvennalistans konri í
veg fyrir að hún nái að vaxa og dafna.
Kvennalistinn, ólíkt fjórflokkunum, þarf
sífellt að réttlæta tilvist sína og tilvistar-
kreppa flokkanna er iðulega tekin út á
Kvennalistanum.
Fáar kvenimyndir hafa verið
skramskældar jafn mikið hin síðari ár og
sú af kvenréttindakonunni. Nú er svo
komið að sífellt fleiri konur sverja hana af
sér. Það er eins og fólki standi einhver ógn
af kvenréttindakonum, sérstaklega ef þær
kalla sig femínista. Hve oft heyrist ekki
sagt: „Eg er ekki kvenréttindakona, en...“
og það sem á eftir kemur sýnir oftar en
ekki að viðkomandi er í raun kven-
réttindakona. Ef betur er að gáð aðhyllast
nefnilega margir grundvallarmarkmið
kvennahreyfíngarinnar án þess að gera sér
grein fyrir því; vilja sömu laun fyrir sam-
bærileg störf, jöfn tækifæri til menntunar
og starfa, góðar og öraggar getnaðarvamir,
frjálsar fóstureyðingar, fæðingarorlof og
dagvistarstofnanir.
Það eru til margar skilgreiningar á
femínisma, sú sem mér þykir einna best er
þessi: „Eg hef aldrei vitað nákvæmlega
hvað orðið femínisti þýðir. Eg veit bara að
í hvert skipti sem ég læt í ljós skoðanir
sem greina mig frá gólfmottu kallar fólk
mig femínista.“ Þetta sagði Rebecca West
árið 1913. Mér fínnst hún hafa nokkuð til
síns máls.
Ragnhildur Vigfúsdóttir
6/1993-12. órg.
VERA blað kvennabaráttu
Pósthólf 1685
121 Reykjavík
Kt. 640185-0319
Sími: 91-22188
Utgefandi:
Samtök um Kvennalista
Forsiða:
Kristín Bogadóttir
Ritnefnd:
Guðrún Ólafsdóttir
Lára Magnúsardóttir
Nína Helgadóttir
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Ritstýrur
og ábyrgðarmenn:
Björg Amadóttir
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Skrifstofustýra:
Vala S. Valdimarsdóttir
Útlit og tölvuumbrot:
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Ljósmyndir:
Anna Fjóla Gísladóttir
Kristín Bogadóttir
Sóla
Þórdís Agústsdóttir
o.fl.
Myndskreytingar:
Sara Vilbergsdóttir
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Áslaug Jónsdóttir
Sigurborg Stefánsdóttir
Auglýsingar:
Áslaug Nielsen, Hænir hf.
Sími 91-641816
Filmuvinna:
Prentþjónustan hf.
Prentun og bókband:
Frjáls Fjölmiðlun
Plastpökkun:
Vinnuheimilið Bjarkarás
Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð
höfunda sinna og eru ekki endilega stefna
útgefenda.