Vera - 01.12.1993, Qupperneq 3

Vera - 01.12.1993, Qupperneq 3
VaVaVíVaVaV-VaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVAAVaV K V E N R E T T oni I N D A K O Morrison N A N Kvenréttindakonan er að þessu sinni Nóbelsverð- launahafinn í bókmenntum 1993, Toni Morrison. Hún fæddist 18. febrúar 1931 í smábænum Lorain í Ohiofylki og hlaut nafnið Chloe Anthony Wofford. Foreldrar hennar unnu á bómullarekrum í Suðurríkjunum, en fluttu norður á bóginn í leit að betra lífi. Þar fæddist Toni Morrison í miðri kreppunni þegar faðir hennar barðist fyrir lífí fjölskyldunnar og tók hverja þá vinnu sem bauðst. Hún fékk i veganesti frá föður sínum það sem hún síðar kallaði reiðiblandna vantrú á hvert orð og hverja hreyfíngu allra hvítra manna. Það var heldur ekki að ástæðulausu sem faðir hennar hafði litla trú á hvíta manninum. Þegar Toni var aðeins tveggja ára hafði leigusali reynt, í reiði sinni, að brenna fjöl- skyldu hennar inni vegna þess að dreg- ist hafði að borga mánaðarleiguna upp á heila fjóra dali. Frá tólf ára aldri vann Toni ýmis störf með námi til að létta undir með fjöl- skyldu sinni. Hún reyndist afburða- námsmaður og útskrifaðist með ágætiseinkunn úr menntaskóla. Þaðan lá leið hennar til Howard háskólans sem á þeim tíma var eingöngu skipaður blökkumönnum. Að loknu B.A. prófí hélt hún til Comell og lauk þar M.A. gráðu í bókmenntum 1955 og fjallaði lokaritgerð hennar um sjálfsvíg í verkum Virginiu Woolf og Williams Faulkner. Þekking hennar á verkum Faulkners reyndist henni gott vega- nesti, þegar hún sjálf tók til við skriftir og má greina áhrif hans víða í verkum hennar. Að loknu háskólanámi hóf hún kennslu og kenndi m.a. við sinn gamla skóla Howard. Þar giftist hún Harold Morrison, arkitekt frá Jamaica og eignaðist með honum tvo syni. Hjónabandið entist ekki og hún leitaði meir og meir í einveru skriftanna. Skriftirnar urðu, að hennar eigin sögn, eins og slærn- ur ávani. Á þessum tíma hitti hún hóp rithöfunda sem báru sam- Toni Morrison er sjöunda konan sem hlýtur hin cftirsóttu Nóbelsverðlaun i bókmenntum (fyrst veitt 1901). Hinar eru: 1909 Selma Lagerlöf 1928 Sigrid Undset 1938 Pearl S. Buck 1945 Gabriela Mistral 1966 Nelly Sachs 1991 Nadine Gordimer an bækur sínar og lásu hver upp fyrir annan. Á einum slíkum fundi las hún upp smásögu um litla blökkustúlku sem óskaði þess heitt að hún hefði blá augu svo öllum fyndist hún falleg. Þessi saga varð kveikjan að fyrstu skáldsögu hennar The Bluest Eye (1970). Hún skildi við eiginmanninn og hélt til Syracuse í New York fylki með syni sína og hóf störf hjá útgáfufyrirtæki. Þær fáu stundir sem aflögu voru, eftir að hún hafði rækt hlutverk sitt sem fyrirvinna og móðir, notaði hún til skrifta. Frá því að fyrsta bók hennar kom út hefur hún notið stigvaxandi virðingar og athygli í bókmenntaheiminum. Hún hlaut Pulitzer verðlaunin fyrir bókina Beloved (1987), eða Astkœr, eins og hún heitir í islenskri þýðingu - en hún er eina bók hennar sem hefur verið þýdd á íslensku - og þótti mörgum hún hljóta þau verðlaun vonurn seinna. Loks hlaut hún Bókmenntaverðlaun Nóbels fyrst afrísk-amerískra rithöfunda. Gagnrýnendur eru sammála um að sænska akademían hafí valið viturlega þetta árið. Flestir sérfræðingar um starf nefndarinnar og þeir sem gerst þekkja til verka Toni Morrison mæla einum rómi að hún hafi hlotið verðlaunin vegna þess að hún er framúrskarandi rithöfundur, en hvorki vegna litarháttar eða kyns. Sjálf er hún sér fyllilega meðvituð um stöðu sína og lítur svo á að þær vegtyllur sem henni hlotnast séu mikilvægar fyrst og fremst sem hvatning afrísk-amerískum kvenrithöfundum. Aðspurð, í nýlegu viðtali, um það hvort hún sé femínisti svarar hún því játandi og bætir við að hún hafí þurft að hugsa sig um, því femínisti hafi svo oft verið notað sem skammaryrði. Toni Morrison er prófessor í skapandi skrifum við Princetonháskóla, nokkuð sem - þrátt fyrir að langt sé í land í baráttu gegn kynja- og kynþáttamisrétti - var óhugsandi þegar hún sleit bamskónum í Lorain Ohio. Byggt m.a. á Newsweek, Time og Herald Int. Tribune Bækur eftir Toni Morrison The Bluest Eye Sula Song of Solomon Tar Baby Beloved Jazz Playing in the Dark (þrír fyrirlestrar um bókmenntir haldnir við Harvard háskólann)

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.