Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 4

Vera - 01.12.1993, Blaðsíða 4
* PISTILL ^AWaVaVaVaVAWaVaVaVaVA/aVaVaVíVaV^VaVVV^ UNG OG REIÐ - LÍTIL OG HRÆDD Undanfarið hefur verið nokkuð áberandi togstreita í kvenréttindamálum, sem er ef til vill ekki ný af nálinni, en hefur tekið á sig nýja mynd. Þetta kemur helst upp á yfirborðið í nauðgunar- málum erlendis og hefur verið að berast til okkar með fréttum og útlendum tímaritum. Hér er á ferðinni deila sem snýst í stórum dráttum um kynferðislegt áreiti og hvemig skuli skil- greina nauðgun; hafi kona verið undir áhrifum áfengis og tekið þátt í samræði, er þá rétt að dæma karlinn fyrir nauðgun, þegar hún kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafi í rauninni aldrei ætlað sér þetta og ákveður að kæra hann? Eg heid að við þurfum að taka afstöðu í svona málum, því þótt þau snúist ekki um íslensk tilfelli má búast við að íslendingar fylgi í kjölfarið á Bretum og Bandaríkjamönnum, sem standa nú í háværum deilum. í stórum dráttum skiptast hóparnir, sem láta til sín taka, í tvennt. í fyrsta lagi þá sem skilgreina nauðgun vítt, þannig að á stundum rennur hún nánast saman við skilgreiningu á kynferðislegu áreiti. Þeir vilja gera reglur um ýmsa hegðun, til dæmis banna að nemend- ur og starfslið háskóla eigi saman ástarfundi. Háskólanir eru vettvang- ur þessara umræðna, því þar eru margar ungar konur, en þær eiga nauðg- un fremur á hættu en hinar eldri. í öðru lagi eru þeir, sem telja þetta hugarfar hættulegt konum vegna þess, að með því sé verið að vekja upp drauga úr fortíðinni. Það er viðk- væma konan, sem sífellt þarfnast vemdar, getur ekki séð um sig sjálf og veit eiginle- ga ekkert hvað hún meinar. Þeir segja að kvennabaráttan sé með þessu að leggja lykkju á leið sína til að eyðileggja það sem áunnist hefur með áratuga erfíði. í stað þess að móta „ungar reiðar konur“ búi hún til „hræddar litlar stúlkur“, sem þurfi reglur um hvernig beri að haga sér við hvert atriði sem upp kann að koma í lífínu. Eg er ekki að gera lítið úr því alvarlega máli sem nauðgun er. Flestar konur, sem vilja á annað borð vita það, þekkja á ein- hvern hátt til þess. Þótt ekki sé annað en óttinn við að hún eða dóttir hennar verði fyrir slíku. Eg held hinsvegar að miklu llciri atriði kvennabaráttunnar hafi á sér þessa hlið. Málið snýst um það, hvort leggja eigi áherslu á að konur séu fórnarlömb, sem beri að vemda með sérákvæðum og fleiri reglum, eða á það að konur séu sterkar, geti lifað sjálfstæðu lífí og krefjist réttar síns. Þess vegna snýst umræðan einnig um hversu einangruð kvennabaráttan á að vera. Er hún háð í nafni almennra mann- réttinda og jafnréttis, eða er hún bara fyrir og um konur? A hún að vera staðbundin eða alþjóðleg? Margar konur hafna kvennabaráttu þótt þær séu jafnréttissinnar til orðs og æðis. Hvers vegna? Ég vil hvet- ja til almennrar íhugunar og umræðu um kvennamál og bendi á VERU sem tilvalinn vettvang til þess. Lára Magnúsardóttir nemi á MA-stigi í sagnfræði við HÍ í ÞESSARIVERU: SKÁL! HVERNIG KONUR FARA MEÐ VÍN... OG VÍN MEÐ KONUR 8-29 BARNSHAFANDI í BANDARÍKJUNUM 30 FULLNÆGING NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI 32 KARLAR - HIÐ ÞÖGLA KYN 34 HANN FÉKK BÓK EN HÚN FÉKK NÁL OG TVINNA 36 VERA MÆLIR MEÐ 38 PLÚS OG MÍNUS í JAFNRÉTTISBARÁTTUNNI 41 ÞÁ MÁ ENGINN VERA EINN OG ENGAN HUNGRA 42 HEFUR KVENNALISTINN BRUGÐIST VERKALÝÐSFORYSTUNNI? 45 SÍVINSÆLT LEIKHÚS í TÖSKU 48 TIL HAMINGJU 50 BJÖLLUKÓRINN 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.