Vera - 01.12.1993, Qupperneq 4

Vera - 01.12.1993, Qupperneq 4
* PISTILL ^AWaVaVaVaVAWaVaVaVaVA/aVaVaVíVaV^VaVVV^ UNG OG REIÐ - LÍTIL OG HRÆDD Undanfarið hefur verið nokkuð áberandi togstreita í kvenréttindamálum, sem er ef til vill ekki ný af nálinni, en hefur tekið á sig nýja mynd. Þetta kemur helst upp á yfirborðið í nauðgunar- málum erlendis og hefur verið að berast til okkar með fréttum og útlendum tímaritum. Hér er á ferðinni deila sem snýst í stórum dráttum um kynferðislegt áreiti og hvemig skuli skil- greina nauðgun; hafi kona verið undir áhrifum áfengis og tekið þátt í samræði, er þá rétt að dæma karlinn fyrir nauðgun, þegar hún kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafi í rauninni aldrei ætlað sér þetta og ákveður að kæra hann? Eg heid að við þurfum að taka afstöðu í svona málum, því þótt þau snúist ekki um íslensk tilfelli má búast við að íslendingar fylgi í kjölfarið á Bretum og Bandaríkjamönnum, sem standa nú í háværum deilum. í stórum dráttum skiptast hóparnir, sem láta til sín taka, í tvennt. í fyrsta lagi þá sem skilgreina nauðgun vítt, þannig að á stundum rennur hún nánast saman við skilgreiningu á kynferðislegu áreiti. Þeir vilja gera reglur um ýmsa hegðun, til dæmis banna að nemend- ur og starfslið háskóla eigi saman ástarfundi. Háskólanir eru vettvang- ur þessara umræðna, því þar eru margar ungar konur, en þær eiga nauðg- un fremur á hættu en hinar eldri. í öðru lagi eru þeir, sem telja þetta hugarfar hættulegt konum vegna þess, að með því sé verið að vekja upp drauga úr fortíðinni. Það er viðk- væma konan, sem sífellt þarfnast vemdar, getur ekki séð um sig sjálf og veit eiginle- ga ekkert hvað hún meinar. Þeir segja að kvennabaráttan sé með þessu að leggja lykkju á leið sína til að eyðileggja það sem áunnist hefur með áratuga erfíði. í stað þess að móta „ungar reiðar konur“ búi hún til „hræddar litlar stúlkur“, sem þurfi reglur um hvernig beri að haga sér við hvert atriði sem upp kann að koma í lífínu. Eg er ekki að gera lítið úr því alvarlega máli sem nauðgun er. Flestar konur, sem vilja á annað borð vita það, þekkja á ein- hvern hátt til þess. Þótt ekki sé annað en óttinn við að hún eða dóttir hennar verði fyrir slíku. Eg held hinsvegar að miklu llciri atriði kvennabaráttunnar hafi á sér þessa hlið. Málið snýst um það, hvort leggja eigi áherslu á að konur séu fórnarlömb, sem beri að vemda með sérákvæðum og fleiri reglum, eða á það að konur séu sterkar, geti lifað sjálfstæðu lífí og krefjist réttar síns. Þess vegna snýst umræðan einnig um hversu einangruð kvennabaráttan á að vera. Er hún háð í nafni almennra mann- réttinda og jafnréttis, eða er hún bara fyrir og um konur? A hún að vera staðbundin eða alþjóðleg? Margar konur hafna kvennabaráttu þótt þær séu jafnréttissinnar til orðs og æðis. Hvers vegna? Ég vil hvet- ja til almennrar íhugunar og umræðu um kvennamál og bendi á VERU sem tilvalinn vettvang til þess. Lára Magnúsardóttir nemi á MA-stigi í sagnfræði við HÍ í ÞESSARIVERU: SKÁL! HVERNIG KONUR FARA MEÐ VÍN... OG VÍN MEÐ KONUR 8-29 BARNSHAFANDI í BANDARÍKJUNUM 30 FULLNÆGING NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI 32 KARLAR - HIÐ ÞÖGLA KYN 34 HANN FÉKK BÓK EN HÚN FÉKK NÁL OG TVINNA 36 VERA MÆLIR MEÐ 38 PLÚS OG MÍNUS í JAFNRÉTTISBARÁTTUNNI 41 ÞÁ MÁ ENGINN VERA EINN OG ENGAN HUNGRA 42 HEFUR KVENNALISTINN BRUGÐIST VERKALÝÐSFORYSTUNNI? 45 SÍVINSÆLT LEIKHÚS í TÖSKU 48 TIL HAMINGJU 50 BJÖLLUKÓRINN 54

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.