Vera - 01.12.1993, Side 6
vaV- lesendabréf VÍVA/aVaVAA/aVaVaVaVaVAWaVaVaVa\WaVaVVV
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ KÆRA
Kæra Vera
Eftir lestur greinarinnar „Tilgangslaust að
kæra“ í síðasta tölublaði, fann ég mig
knúna til að skrifa nokkrar línur, þar sem
mér fmnst ég hafa allt aðra sögu að segja.
Ég hef fulla samúð með Sigrúnu
Helgadóttur, þar sem ég þekki af eigin
raun hvernig það er að hafa verið mis-
boðið og standa í kærumáli.
Mín saga er sú að starf mitt var
stokkað upp og karlmaður ráðinn í hluta af
starfínu með annað starfsheiti og tvöföld
laun min. Þessu gat ég ekki unað og þó
mér félli það þungt að yfirgefa vinnu-
staðinn, samstarfsfólkið og vinnuna, sem
ég hafði haft mikla ánægju af, hætti ég
störfum. Ég fékk strax nokkra mánaða
afleysingarvinnu og gerði mér auðvitað
grein fyrir því að ég hlypi ekki strax í
annað starf. En ég var heppin, mér var
boðið annað starf sem ég þáði auðvitað
með þökkum. Samt sat ég með
innibyrgðan sársauka, fannst ég hafa orðið
undir og gat ekki sætt mig við þetta.
Ári síðar kærði ég til Jafnréttisráðs.
Kærunefnd úrskurðaði mér í vil, bæði
varðandi stöðuveitinguna og launamálið.
Nú stendur mál mitt þannig að lögmaður
hér í borg mun reyna sættir. Hvort þær
takast, eða hvort málið fer fyrir dómstóla
veit ég ekki. Mér er ekki ljúft að standa í
málaferlum við vinnustað sem mér er hlýtt
til, en ég get ekki unað því að úrskurði
kærunefndar sé ekki hlítt. Það hafa verið
brotin á mér lög og ég verð að reyna það
sem ég get til þess að fylgja málinu eftir.
Mitt mál er annars eðlis en Sigrúnar og
jafnréttislögin hafa breyst til batnaðar eftir
að hún kærði. Þótt þau séu enn gölluð
verðum við konur samt að vera vakandi og
fylgja málum okkar eftir þvi enginn annar
gerir það fyrir okkur. Þannig getum við
smám saman haft þau áhrif að lögunum
verði breytt.
Öll umræða um þessi mál er góð. Mér
fínnst að allt sé betra en að sætta sig við
hlutina og segja „þetta er bara svona“.
Ég er hjartanlega sammála Sigrúnu að
pólitískar ráðningar eru siðlausar. Þar sem
slík mál snerta konur eru jafnréttislögin þó
tæki sem ég tel sjálfsagt að nota, þó ekki
sé nema fyrir eigin sjálfsvirðingu og að
sitja ekki inni með sársaukann. Þess vegna
segi ég: Það borgar sig að kæra - og hvet
konur til þess.
Jenný Sigfúsdóttir
Jenný
„í frásögn af máli Sigrúnar
kemur hvergi fram, sem kann-
ski er ekki viá aö búast, aá þaá
hafa veriá geráar mjög mikil-
vægar breytingar á jafnréttis-
lögum síöan fjallaö var um
hennar mál, en þaö er heldur
ekki gerö nægileg grein fyrir
þessum breytingum í samantekt
blaösins."
Hildur
Ágætu Verukonur
Ég þakka Veru fyrir þarfa grein um stöðu
Jafnréttisráðs í síðasta tölublaði. Með
henni er vonandi rofin sú þögn sem hefur
ríkt um ráðið útávið, starfshætti þess og
hlutverk. Eins og hver önnur opinber
stofnun þarf Jafnréttisráð lýðræðislegt og
gagnrýnið aðhald, ekki síst frá róttækum
konum sem framar öðrum gera kröfur til
ráðsins um að það ræki af krafti háleitt
hlutverk sitt varðandi stefnumótun og
frumkvæði í jafnréttismálum.
Ég get þó ekki látið hjá líða að koma með
litla en þýðingarmikla viðbót. Mér fínnst
mjög vont að það sé skilið við „kæruþátt-
inn“ eins og gert er í blaðinu með frásögn
af máli Sigrúnar Helgadóttur sem birt er
undir fyrirsögninni „Tilgangslaust að
kæra“.
Sigrún er ein þeirra mörgu kvenna sem á
sínum tíma galt dýru verði annarsvegar
léleg jafnréttislög og hinsvegar slappleika
Jafnréttisráðs. I raun eru afleiðingarnar
enn að koma niður á henni, því eins og
hún lýsir hefur henni á engan hátt verið
bætt það lögbrot sem framið var á henni
og Jafnréttisráð staðfesti með úrskurði
sínum. Þvert á móti hefur hún goldið þess
á margvíslegan hátt að hún leitaði réttar
síns. Gagnvart henni er glæpurinn raun-
verulega framinn tvisvar, fyrst þegar
gengið er fram hjá henni við ráðningu í
starf vegna kynferðis og síðan þegar hún
er skilin eftir ein með stimpilinn „vand-
ræðagemlingur“ fyrir það eitt að hafa farið
þá leið til leiðréttingar sinna mála sem lög-
gjafinn í þessu landi hvetur til. Jafn-
réttisráð bítur síðan höfuðið af skömminni
með því að „ritskoða“ burtu viðtal sem
tekið var við Sigrúnu fyrir Vogina, frétta-
bréf Jafnréttisráðs, þar sem hennar sára
reynsla og gagnrýni kemur fram.
Mennilegra hefði verið - og meira í sam-
ræmi við það hlutverk sem Jafnréttisráði er
ætlað að rækja - ef Jafnréttisráð hefði
notað það tækifæri til að fjalla nánar um
þennan vanda sem Sigrún er langt frá því
ein um að hafa lent í - og bregðast við
honum af viti og ábyrgð.
1 frásögn af máli Sigrúnar kemur hvergi
fram, sem kannski er ekki við að búast, að
það hafa verið gerðar mjög mikilvægar
breytingar á jafnréttislögum síðan fjallað