Vera - 01.12.1993, Side 7

Vera - 01.12.1993, Side 7
lesendabréf var um hennar mál, en það er heldur ekki gerð nægileg grein fyrir þessum breytingum í samantekt blaðsins. Þar sem ég hef rekið mikinn áróður fyrir því gagn- vart konum að þær noti lögin, kæri brot á lögunum og leiti réttar síns tel ég mér skylt að koma þessari athugasemd minni á fram- færi. Ég er líka höfundur bæklings með leiðbeiningum um meðferð kærumála sem Norræna jafnlaunaverkefnið gaf út og ég hvet konur til að kynna sér hann. Ég tel sjálf að þessar breytingar ásamt þeirri vinnu sem fram hefur farið á vettvangi Norræna jafnlaunaverkefnisins hafí valdið tímamótum í kærumálum og því get ég ekki látið niðurstöðu Sigrúnar um gagns- leysi þess að kæra standa eftir í hugum lesenda Veru. Með þeirri breytingu sem varð á jafnréttis- lögum 1991 var það hlutverk að úrskurða um kærur tekið af Jafnréttisráði og falið sérstakri kærunefnd jafnréttismála, sem er skipuð með allt öðrum hætti en ráðið sjálft. Auk þess kom inn í lögin ákvæði um að kærunefnd sé heimilt að kreíjast miskabóta fyrir skjólstæðinga sína. Þessar breytingar voru ekki gerðar að tilefnis- lausu. Með þeim viðurkenndi löggjafínn að meðferð kærumála var ábótavant og að það væri alls ekki nægilegt fyrir kæranda að fá úrskurðinn einan án þess að nokkuð fylgdi í kjölfarið. Af kynnum mínum af starfí kærunefndar get ég fullyrt að ég tel fráleitt að saga Sigrúnar gæti endurtekið sig í dag - að öllu leyti. Með því á ég við að kærunefnd hefur að mínu viti reynt að halda vel utan um hagsmuni skjólstæðinga sinna sem hafa „unnið“ sitt mál fyrir kærunefnd. Þess eru mörg dæmi að kærunefnd hefúr farið fram á greiðslu miskabóta og tekið þátt í samningum með skjólstæðingum sínum um upphæð þeirra og endanlegar lyktir málsins. Og það er mjög brýnt að kærunefnd ræki þetta hlutverk; að sleppa ekki hendinni af skjólstæðingum sínum fyrr en bætur hafa komið fyrir eða önnur niðurstaða fengist „sem kærandi sættir sig við“, eins og það er yfirleitt orðað í niðurstöðum kærunefndar í einstaka málum. Það sem ég hef fremur áhyggjur af í þessu sambandi er að konurnar sjálfar láti sér úrskurðinn einan nægja, að þær treysti sér ekki til að gera eðlilegar bótakröfur í kjölfarið og fara þannig inní þreytandi og oft langvinnt samningaferli þar sem and- stæðingurinn, lögbrjóturinn, reynir yfírleitt með öllum ráðum að snúa þolandann niður. En ég tel engan vafa leika á að eftir að það fór að „kosta“ atvinnurekendur peninga að brjóta jafnréttislög hefur virðing fyrir þeim og virðing fyrir úrskurðum í kærumálum aukist. Auðvitað leysir þetta ekki allan vanda þeirra sem brotið hefur verið gegn. Langtífrá. Raunveruleikinn í stöðu- veitingamálum er þannig að sá sem hefur framið brotið er búinn að ráða í það starf sem er tilefni kærunnar og þess eru engin dæmi að þeirri ákvörðun hafi verið breytt eftirá með því að konan sem brotið var gegn við ráðninguna fái það starf sem henni bar. Yfírleitt er heldur ekki hægt að gera ráð fyrir því að konan hafí löngun til að taka til starfa hjá þeim atvinnurekanda sem braut gegn henni. Þess vegna eru fébætur yfirleitt það eina raunhæfa í svona málum, en - og þetta er mikilvægt - eftir- leikurinn er lykilatriði. I frásögn Sigrúnar kemur eftirfarandi fram: „ ... seinna sótti ég um starf hjá umhverfísráðuneytinu sem ég hafði allar forsendur til að fá. Það voru sömu menn sem völdu í það starf og hið fyrra sem ég sótti um. Þrátt fyrir að hafa fengið áminn- ingu frá Jafnréttisráði léku þeir sér að því að brjóta lög á mér aftur...“. í þessu fá- menna samfélagi okkar, þar sem fá- keppni/einokun ríkir í stórum geirum sam- félagsins, er þessi staða óhjákvæmileg. I mörgum greinum sem konur hafa menntað sig til er einungis um störf hjá ríkinu eða stofnunum tengdum því að ræða. Oft er það sama litla karlaklíkan sem stjórnar svotil öllum mannaráðningum í heilli grein. Þetta er einmitt tilfellið í máli Sigrúnar. Þannig geta konur lent í þeirri stöðu að sömu menn og þær kærðu ráða áfram úrslitum um hvort þær yfirhöfuð fá að starfa við það sem þær hafa menntað sig til. Með öðram orðum; hægt er að beita konur sem hafa kært raunverulegu „Berufsverbot“, starfsbanni. Það hlýtur að vera krafa okkar að jafn- réttislögum verði breytt til að koma í veg fyrir þetta. Með einhverjum skilvirkum hætti þarf að tryggja að kona sem hefur kært verði ekki látin gjalda þess aftur og aftur. Það þarf að skoða hvort inn í jafn- réttislög eigi að koma ákvæði sem t.d. væru þannig að þeir sem hafa fengið á sig úrskurð um að hafa brotið jafnréttislög verði vanhæfir til að fjalla um starfs- umsóknir ef fyrram kærandi er meðal um- sækjenda eða jafnvel að það sé látið nægja til að verða vanhæfir að þeir viti að umsækjandi hafí kært á grundvelli jafn- réttislaga. í þessu sambandi vil ég geta þess að innan t.d. bandarísku stjórnsýsl- unnar gilda skýrar reglur um meðferð starfsumsókna og viðtöl við umsækjendur um starf þar sem það er bannað - og talið tilvik um misrétti í sjálfu sér - ef spurt er hvort viðkomandi hafí áður leitað réttar síns á þessu sviði. Vitneskjan ein um slíkt er talin gera þá sem taka ákvörðun um mannaráðningu vanhæfa eða „biased”, jafnvel þó þeir hafi ekki komið nálægt slíku máli áður. Og sé aftur brotið á kæranda vegna kynferðis, kynþáttar o.þ.h. af hálfu sömu eða skyldra aðila sem ætla má að hafi haft vitneskju um upphaflega kærumálið, er litið á það sem refsiaðgerð og enn alvarlegra brot en það fyrra. Ég er sannfærð um að það er mjög erfitt að kæra, enda hafa fæstar konur sem hafa verið beittar misrétti treyst sér til þess. Þær sem þrátt fyrir allt hafa tekið þá ákvörðun eiga aðdáun okkar og þakkir skildar fyrir að ryðja brautina fyrir allar hinar. Þessum konur skuldum við virkan og öflugan stuðning og við skuldum þeim líka að fylgja málum þeirra eftir allt til enda, til þess að þær verði ekki gerðar að þolendum í margföldum skilningi þess orðs. Við megum aldrei slaka á í þeirri baráttu að bæta jafnréttislögin og meðferð kæramála. Og eftir því sem kærum fjölgar, því auðveldara verður það fyrir hverja og eina að feta þessa braut - og við eram rétt að byrja. Hildur Jónsdóttir

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.