Vera - 01.12.1993, Page 13

Vera - 01.12.1993, Page 13
í •jrt' c i ffi**** I textanum er karlmaðurinn látinn segja: „Hér ligg ég drukkinn," en konan: „hér sit ég sofandi og fordrukkin". GLÖÐ VIÐ ÖL þess að áfengi hefur fengið aukið vægi í heimilislífinu og þar af leiðandi orðið aðgengilegra fyrir konur. Hins vegar tak- marka hin hefðbundnu hlutverk kvenna í viðhaldi og endurnýjun samfélagsins mikla áfengisneyslu. Ekkert bendir til þess að konur muni á næstu árum drekka jafn mikið áfengi og karlar. Engu að síður má búast við auknum vandamálum tengdum áfengisneyslu kvenna. Því fleiri konur sem drekka áfengi og því meira sem þær drekka, því meiri líkur eru á að misnotend- um í hópi kvenna fjölgi. Versnandi aðstæður kvenna í þjóðfélaginu hafa einnig í för með sér aukna áhættu á mis- notkun áfengis. Harðari vinnumarkaður, atvinnuleysi, kjaraskerðing og vonbrigði vegna væntinga sem ekki rættust geta leitt til þess að gripið er til áfengis til þess að horfast í augu við raunveruleikann - eða til þess að flýja hann. Hinu má heldur ekki gleyma að nokkur hluti kvenna sem mis- nota áfengi kemur úr „röku” umhverfi þar sem þær hafa fylgt makanum inn í heim drykkju og vímu. Almennar forvarnir í áfengismálum koma því þessum konum vel. Sértækar forvamir í áfengismálum sem beinast eingöngu að konum ættu t.d. að fræða þær um áhrif áfengis á kvenlíkam- ann, um áfengi sem áhættuþátt brjósta- krabbameins og áhrif áfengis á meðgöngu. Tilhneiging hefur verið til þess að fræðsla um áfengi og konur hefur verið þröng og tengd móðurhlutverki kvenna eingöngu og stundum verið líkari hræðsluáróðri en miðlun upplýsinga. Konur eiga rétt á fræðslu um áfengi sem varðar þær sérstak- lega svo að þær geti valið um hvort þær vilja drekka áfengi og ef þær velja það, eins og flestar konur gera, á hvem hátt þær geta komist hjá skaðlegum áhrifum áfengisneyslu. Höfundur fæst við áfengisrannsóknir. Samkvæmt íslendingasögum drukku konur mun minna en karlar. Þær sáu þó um ölgerð fram eftir öldum auk þess sem þær reiddu fram ölið í veislum, samanber frásagnir um gleðskapinn í Valhöll. Þegar engar voru konurnar til að veita drykkinn, rann ölið fram sjálft. Andstætt við bmggun og framreiðslu öls, er áfengisneysla kvenna í fornum sögnum ekki jafn augljós. Meðan karhnenn drukku saman, virðist áfengi og drykkja hvergi koma við sögu þegar konur birtast einar. Konur virðast til dæmis hvorki hafa tekið þátt í kappdi'ykkju, né kappmæli. RV Jenny Joshens: Gender and drínking in the woríd of the Icelandic sagas, i A Special Brew, Essays in hon- our of Kristof Glamann, Odense University Press, 1993 Konan segir: „Ég get nú ekki drukkið lengur.“ V.V»V»V»V.V*V*V*V»VaV*V*V*V*V*V-V»V*V»V.V.V*V»V.V-V SUPTU EKKIDREGGJARNAR Markmið jafnréttisbaráttunnar er sem kunnugt er ekki að gera alla eins, held- ur að allir fái að njóta sín eins og þeir em. Það er því ekkert jafiiréttismál að konan fái helminginn úr flöskunni þegar hún drekkur með karlmanni. Jafnvel þó svo ólíklega vildi til að drykkjufélaginn væri nákvæmlega jafnþungur henni sjálfri er afar líklegt að hann þyldi rneira en hún. Alkóhól leysist nefni- lega upp í vatni og þar sem meira vatn er í líkama kvenna en karla nýta þær alkóhólið betur. Auk þess skaðast lifrin fyrr í konum vegna öðruvísi hormónastarfsemi og fleiri líffæri, t.d. meltingarkerfið, er viðkvæmara. Láttu því karlinn súpa dreggjarnar. Það er jafnréttismál! BÁ og vín meö konur m

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.