Vera - 01.12.1993, Side 15

Vera - 01.12.1993, Side 15
^VaVaVAM/aVA/aVÍVaVaVAWÍVaVIVí Hvernig konur fara með vín Afskipti Stóra bróður I Toronto í Kanada fer nú fram mikil áróðursherferð gegn drykkju þungaðra kvenna. Veitingahúsa- eigendum er skylt að setja upp skilti með áletrun- inni: Aðvörun! Neysla bjórs, vina og sterkra drykkja á meðgöngu getur skaðað barn þitt. Herferð þessi hefur vakið sterk viðbrögð; skiltin eru rifin niður eða skrifuð á þau skilaboð til borgarstjómarinnar um að hætta að leika Stóra bróður. Mikil umræða hefur spunnist í framhaldi af þessari herferð og sitt sýnist hverjum. Sumir telja að hinu opinbera sé skylt að skipta sér af þessum málum og þeir benda meðal annars á að áróðurinn þurfi að vera þar sem fólk verði vart við hann. Olíklegt sé að drykkjukonur séu tiðir gestir á læknastofum þar sem fræðsla um þessi mál fari venjulega frani. Aðrir telja að allir viti að áfengi er skaðlegt, en það geti líka verið skaðlegt að gera meira úr vandamálinu en efni standa til. Aróðurinn sé kominn út í þær öfgar að þess séu dæmi að konur biðji um fóstureyðingu vegna þess að þær liafi drukkið nokkur vínglös áður en þær vissu að þær væntu bams. Gagnrýnendur benda á þá tilhneigingu að draga fram afmörkuð atriði áfengisvandans en líta fram hjá vanda- málinu í heild. Það hefur afskaplega litla þýðingu fyrir áfengisiðnaðinn að barist sé hvenær áhættan er mest sé ráðlegast að benda konum á að halda sig frá áfengi, enda segjast flestar konur ekki neyta áfengis á meðgöngu. Ljósmæður segja að þær verði oftar varar við hræðslu mæðra við skaðleg áhrif áfengis á brjóstabörn en á fóstur. Oft hringi konur á Landspítalann og biðji um að fá að koma og losa sig við skemmda mjólk eftir að hafa bragðað áfengi. En áfengi í brjóstamjólk er miklu útþynntara en það er í legvatni og ástæðulaust þykir að sleppa því að leggja barn á brjóst að Þessi biblíutilvitnun bendir til að skaðleg áhrif áfengis á fóstur hafi lengi verið þekkt. Áfengissköðuð böm fæðast lítil og rýr og hafa líklega skertan fituvef því illa geng- ur að fá þau til að þyngjast. Útlit þeirra er sérkennilegt, oft eru þau vansköpuð og greindin skert. Mörg hafa meðfædda galla eins og hjartagalla. Hversu mörg áfengissköðuð börn fæðast á íslandi er ekki vitað. Erlendar rannsóknir sýna að eitt barn af hverjum 600- 1000 fæðist áfengisskaðað og samkvæmt því ættu 4-5 slík börn að fæðast hér árlega. Atli Dagbjartsson barnalæknir, segir að langt sé frá að svo sé. Ákaflega fá áfengissköðuð börn fæðist hér á landi og ástæðan sé ef til vill hinir norrænu drykkjusiðir, þar sem fólk hellir sig fullt öðm hverju, en dagdrykkja er fátíð. Hin lága tíðni áfengisskaða í nýburum hér á landi gæti bent til þess að einstaka fyllirí skaði minna en reglu- bundin hófdrykkja. Alkóhól í legvatni og brjósta- mjólk Þegar barnshafandi kona neytir áfengis berst vínandinn um fylgjuna til fóstursins og blandast blóði þess í sama hlutfalli og blóði móðurinnar. En lifur á stærð við sykurmola á erfiðara með að vinna úr líkjörsglasi en lifur móðurinnar. Á göngu- deild mæðrardeildar Landspitalans segja ljósmæður að þær bendi konum á hættuna sem fylgir áfengisneyslu, en reyni að prédika ekki. Þar sem lítið er vitað um Maður er nefndur Manóa; hann var frá Zorea, af cett Daníta; kona hans var óbyrja og hafði eigi barn alið. Og engill Drottins birtist konunni og sagði við hana: Sjá, þú ert óbyrja og hefur eigi barn alið; en þú munt þunguð verða og ala son. Og haf nú gætur á þér, drekk hvorki vín né áfengan drykk, og et ekkert óhreint. (Dómarabókin 13,2-5) BERA KONUR ABYRGÐ? morgni þó móðirin hafi neytt áfengis í hófi kvöldið áður. Hins vegar er það þjóðsaga að áfengir drykkir auki mjólkurframleiðsluna. Að visu má segja að bjór hafi þessi áhrif, ekki vegna alkóhólsins heldur vegna þess að bjór er vökvafram- kallandi. Bjór getur því aukið mjólkurframleiðsl- una, en pilsner gerir sama

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.