Vera - 01.12.1993, Síða 29
OTVaVaV-VaVaVaVaVaVaVaVaVaVaV^ Hvernig konur fara með vín...
BINDINDI - HAGSMUNIR KVENNA
Sterk tengsl voru frá öndverðu milli
bindindis og kvenréttinda, ,jafnt hér á landi
sem annars staðar, og flestar kvennanna,
sem ruddu brautina í réttindamálum kvenna,
komu úr röðum bindindismanna. Rétt er að
minna á að bindindismál voru brýnt hags-
munamál kvenna. Fram að aldamótum voru
giftar konur ekki tjárráða og réðu hvorki yfír
eignum sínum né tekjum heldur gat bóndi
sólundað öllu fé búsins lögum samkvæmt.“
Sigríður Th. Erlendsdóttir
Veröld sem ég vil.
VaVaVaVA/aVA/aVa
ÞJÓÐARBÖL
Á Landsfúndi kvenna á Akureyri 1926 var
m.a. fjallað um bannmálið. Fundarkonur
töldu áfengisnautn vera þjóðarböl og þó
engu síður heimilisböl og fjölluðu þess
vegna um það sem sérmál kvenna og álykt-
uðu: „Landsfundur kvenna lítur svo á, að
nautn áfengra drykkja spilli heilsu manna,
veiki vilja þeirra og siðferðisþrek, eyði tíma,
fje og yndi heimilanna, og sje íslensku
þjóðinni sjerstaklega til vansæmdar, þar sem
hún hefír orðið að lúta kúgun erlends valds í
áfengislöggjöf sinni.“ Heitið var á konur að
vinna að útrýmingu áfengisnautnar með
uppeldisáhrifum á heimilunum. Þær áttu
einnig að beita áhrifum sínum innan allra
stjómmálailokka til að knýja þingmenn „og
aðra trúnaðarmenn ríkisins til þess að fylgja
og vinna af alefli að algerðri útrýming
áfengis úr landinu".
íslandsdætur, 1991.
BREYTT VIÐHORF
Þegar Spánarvínin fóru að hellast yfir landið
árið 1923 hafa stöðugt fleiri konur farið að
skvetta í sig. Hófdrykkja komst í tísku á
íjórða áratugnum, unga fólkinu þótti „fínt að
súpa á“. Konur áttu ekki lengur á hættu að
missa æruna þótt þær brögðuðu vín, nú
þurfti ofdrykkju til.
Margrét Guðmundsdóttir
úr ópr. handriti að sögu Hvítabandsins.
HORNSTEINN
SAMFÉLAGSINS
Hjúskaparstaða og staða á vinnumarkaði
hefur afgerandi áhrif á drykkjuvenjur fólks.
Norrænar rannsóknir sýna að útivinnandi
konur drekka meira en heimavinnandi,
ungar meira en gamlar, giftar meira en
einhleypar og bamlausar meira en mæður.
Eitt mikilvægasta hlutverk bindindis-
hreyfingarinnar á 19. öld var að reka áróður
fyrir íjölskyldugildum feðraveldisins og vísa
konum þar til sætis. Hlutverk kvenna í
hreyfmgunni var að vernda einkalífið gegn
áfengisneyslu karla og aukaverkunum
hennar. Bindindishreyfingin lagði sitt af
mörkum til að setja konur á stall sem
siðgæðisverði og það gerði áfengisvanda
kvenna ósýnilegan. Þessar hugmyndir hafa
lifað í áfengisumræðunni á þessari öld, ekki
síst í hugtakinu meðvirkni sem fyrst kom
fram í Bandaríkjunum á 8. áratugnum.
Þýska fræðikonan Christa Appel segir að
meðvirknihugtakið sé konum hættulegt því
það færi ábyrgðina af drykkju karla yfir á
konur og líkt og á síðustu öld verði þær
ábyrgar fyrir því að halda fjölskyldunni
saman.
BÁ
„DRYKKJIRÍ“ KVENNA
Árið 1907 var í fyrsta skipti rætt um drykkju
kvenna á fundi hjá Hvítabandinu. Þá fjöll-
uðu félagskonur um hvað þær gætu gert til
að sporna við „drykkjiríi" kynsystra sinna.
Sama haust fjallaði blað Góðtemplara um
vaxandi drykkjuskap kvenna. Þar segir að
íslenskar konur séu farnar að „súpa drjúgan
á“, einkum í Reykjavík. Spjótunum var aðal-
lega beint að heldri konum sem voru nefndar
„fínar drósir“. Þær voru sakaðar um að leiða
bölvun yfir þjóðina og hótað afhjúpun, en
höfundur greinarinnar var með nöfn þeirra
„uppskrifuð í bók, og skulu þau geyind til
þess tíma að þörf verður á að birta þau“.
Margrét Guðmundsdóttir
úr ópr. handriti að sögu Hvítabandsins.
VAAVaVaVAAVA^
TVÖFALT SIÐGÆÐI
Árið 1899 skrifar skagfirsk kona um mis-
muninn á þeirn siðferðiskröfum sem gerðar
eru til kynjanna í kvennablaðið Framsókn,
sein hvítabandskonurnar Olafía
Jóhannsdóttir og Jarþrúður Jónsdóttir áttu og
ritstýrðu. Hún segir m.a. „Eftir þeirra
siðferðiskröfum leyfist karlmönnum svo
afarmargt ljótt og ósæmilegt, án þess það
skerði virðingu þeirra. Þeir rnega ata sig út í
drykkjuskap og óskírlífi og þykja jafnmiklir
menn eftir sem áður, en á kvenmönnum rná
ekki sjást minnsti blcttur eða hrukka; geri
þær sig seka í einu broti, er þeirra tímanlega
velferð glötuð. Það er því undarlegra að
karlinenn skuli heirnta betra siðgæði af
konum en sjálfum sér, þar sem þeir hyggja
sjálfa sig miklu meiri gáfum og andlegum
hæfileikum búna en kvenmenn."
Margrét Guðmundsdóttir
úr ópr. handriti að sögu Hvítabandsins.
Va7»V»V»V.VAV*V»
HVERT GETUR ÞÚ
LEITAÐ EF ÁFENGI
TRUFLAR LÍF ÞITT?
Þú getur leitað til heimilislæknisins.
AA-deildir eru víða um land og einnig er
hægt að leita til geðlækna, sálfræðinga og
fara á námskeið ætluð þeirn sem vilja
draga úr eða hætta drykkju.
Á Landspitalanum eru þrjár deildir fyrir
áfengissjúklinga; göngudeild, afvötn-
unardeild, deild 33, þar sem fengist er við
blönduð vandamál, afeitrun og geðræn
vandamál og meðferðardeild á Vifils-
stöðum þar sem unnið er með tólf spora
kerfi AA.
Samtök áhugafólks um áfengis- og
vímuefnavanda (SÁÁ) sinna áfengis-
meðferð og fjölskylduráðgjöf. Meðferð
hjá SÁÁ hefst á Vogi og framhalds-
meðferð fer fram á göngudeildum og
eftirmeðferðarheimilum.