Vera - 01.12.1993, Page 32

Vera - 01.12.1993, Page 32
 FULLNÆGING NÝJASTA TÆKNIOG VÍSINDI Súívwcccc/íá f/ré/a SA,úc/)/^ic/ó//f r á/yrifevrfírá =,£u)ic/,ú uvmvm 32 Undanfarin misseri hafa bresku kvennatímaritin lagt ofuráherslu á kynþarfir kvenna. Innan um játn- ingar um sjúddirallirei í háloftunum, í bak- sætum bifreiða, bíó o.s.frv., má líta lýsing- ar á nýjustu rekkjubrögðunum; hvernig hægt er að viðhalda frygð, fá margfalda fullnægingu og taka sig sem best mynd- rænt út í leiðinni. Sitt sýnist hverjum um hvernig beri að túlka þennan áhuga kvenþjóðarinnar á kynlífí. Eru konur að opinbera sitt „sanna” kvenlega eðli, að koma úr skápnum, eða hangir hér eitthvað meira á spýtunni? Að því marki sem þessi umræða þjónar þeim tilgangi að kenna konum aó hafa ánægju af eigin líkama og stuðla að góðu kynlífí, er vart annað hægt en að gleðjast. Oft er um velskrifaðar og tímabærar greinar að ræða, um getnaðar- varnir, alnæmi o.fl. Umræðan hefur þó haft á sér fleiri hliðar, hún sýnir ekki aðeins viðhorf til karla og kynlífs heldur tekur hún á hugmyndum um „eðli” og þarfir kvenna. Hvað viðhorf til kynlífs og karla varðar, sjást ýmis hættumerki um að konur ætli að tileinka sér þann hugsunarhátt sem við- gengst í karlaklámblöðum. Samfarir eru orðnar að vísindagrein, teknar úr samhengi við tilfínningalíf, ást og virðingu. Kynlífí er lýst eins og bílaviðgerð, umræðan ein- skorðast við þá vélarhluti sem nota þarf (smyrja eða skrúfa betur saman), oft fylgja uppdrættir og kort þar sem staðsetning og innbyrðis tengsl eru útskýrð af vísindalegri nákvæmni. Málfar er annaðhvort teprulegt eða svo tæknilegt að aðrir en þeir sem lært hafa latnesk heiti í líffærafræði eiga erfítt með að skilja. Karlmaðurinn sjálfur er eins og maskína með tippi. Eitt kvennatíma- ritanna birti í þessu sambandi myndaröð af tippum, stórum, litlum, mjóum og feitum (sambærileg mynd af kynfærum kvenna hefði á þessum vettvangi vakið upp ramakvein), og karlmannslíkaminn var blygðunarlaust notaður sem söluvara í nýju kvennaklámblaði, For Women, sem hleypt var af stokkunum í Bretlandi síðasta sumar. Karlar hafa hlutgert konur í blöðum sínum um áraraðir og notað sem söluvöru. Hlutgervingu karlmannslíkamans má því hugsanlega túlka þannig að konur séu orðnar kynverur til jafns við karla. Jafnrétti af slíku tagi þykir mér þó ekki fýsilegt, hvorki erótískt séð (bringu- háralaus vöðvafjöll, smurð í barnaolíu, hjálp!) né frá sjónarhorni kvenfrelsisbar- áttunnar. Það er sitthvað athugavert við það að dýrka annað kynið sem hlut, hvort heldur sem um konu eða karl er að ræða. Konan ofan á Það var hvorki ætlunin að taka upp hansk- ann fyrir karla í þessu greinarkomi né að koma með getgátur um það hvaða áhrif þessar fyrirmyndir hafa á sálarlíf þeirra. Það samhcngi sem konan sem kynvera er sett í, þykir mér öllu athyglisverðara. Konur hafa lengi barist fyrir því að vera teknar alvarlega sem sjálfstæðar vitsmuna- verur sem bæði geta og vilja taka ábyrgð á eigin gjörðum, hvort heldur það er á vettvangi kynferðismála eða annars staðar. Það er því ekki laust við að maður verði ögn „pirraður” þegar þess sjást merki að enn og aftur á að fara að hlúa að ímynd- inni um konuna sem er óseðjandi kynferð- islega. Það er gefið í skyn að konur eigi að taka sér Harðsnúnu Hönnu til fyrirmyndar ef þær vilja fá einhverju framgengt í þessu lífí. Karlmenn; Gvendur og allir hinir eru ofurseldir kyntöfrum og duttlungum henn- ar, hún er hin raunverulega „sterka kona”. Einn helsti talsmaður þess sjónarmiðs að kynþokkafulla konan sé sterka konan, er Camille Paglia, höfundur Sexual Personae. Röksemdafærsla hennar er eitt- hvað á þá leið að konur hafi ávallt verið ógn við veldi menningarinnar, (sem er af- sprengi karlmannsins), þar sem þær standa nær náttúrunni. Allar framfarir, listir og menningarviðleitni yfír höfuð, hafa snúist um það að beisla frumstæðan kraft náttúr- unnar, sem skapar og tortímir. Við kynlíf mætast þessir kraftar; karlinn (fulltrúi menningarinnar) og konan (fulltrúi náttúr- unnar). Konan er sterk á grundvelli kyn- ferðis síns, hún getur fengið það endalaust meðan karlmaðurinn, greyið, er ekki til nokkurs nýtur eftir fullnægingu.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.