Vera - 01.12.1993, Síða 42
MATUR
/
MA ENGINN VERA EINN
OG ENGAN HUNGRA
Matseld gyðinga er mjög nátengd trúar-
brögðum þeirra og sögu. Að sumu leyti
litast valið á hráefni og upp-
skriftimar af því hvaðan gyðing-
urinn er. Þann tíma sem þeir
voru landlausir settust þeir
að víða um heimsbyggð-
ina og lærðu fljótt að
nota þann mat sem var
að finna á hverjum
stað. Eitt breytist þó
ekki hvar sem
gyðingar koma
saman og það er
táknræn skír-
skotun matarins.
Sabbatsdag-
urinn er hvíld-
ardagur gyðinga.
A föstudögum er
dúkað borð og
húsmóðirin
kveikir á kerti
sem táknar anda
guðs, birtu og
góðan heimilis-
anda en heimilis-
faðirinn blessar
fléttubrauð sem standa undir litlum dúkum
í körfum á borðinu. Sabbatsmáltíðin er oft
steiktur eða fylltur fiskur en allan mat
verður að hafa til daginn áður því ekki má
kveikja eld á hvíldardaginn. Þess vegna
hafa gyðingar þróað eldunaraðferð sem
líkist gömlu íslensku moðsuðunni en þá er
kjöt og grænmeti sett í sérstaka potta á
föstudögum og látið sjóða við lágan hita
yfir nótt og borió fram í hádeginu á laugar-
deginum. Þessar kjötkássur heita Hamin.
Að kvöldi sabbatsdagsins eru svo snæddir
afgangar frá í hádeginu. Víða þar sem
gyðingar búa eru til sérstakir ofnar og hell-
ur sem eru gerð fyrir slíka moðsuðu en
þessa eldunaraðferð má alveg viðhafa í
venjulegum rafmagnsofni.
Alísa Kjartansson er ísraelskur gyðing-
ur og segir okkur að bragðið af Hamin sé
einstakt. Margar uppskriftir eru til en aðal-
lega þarf að passa aó kjötið sé frekar feitt,
og kornið grófmalað, slíkt korn má
hugsanlega fá í heilsubúðum.
Myndskreyting: Kristín Ragna
Hamin
1 kg kartöflur
300 g grófmalaðir hafrar
300 g hvítar baunir
400 g frekar feitt kindakjöt, má vera
súpukjöt
laukur, hveiti og ögn af salti
Kjötið er lagt í botn á eldföstum potti eða
fati með loki. Baununum raðað þar ofan á
og höfrunum stráð yfir. Kartöflurnar
skomar í stóra bita dreift yfir ásamt söx-
uðum lauk. Salti eins og hver vill er stráð
þar yfír og vatni hellt í pottinn svo fljóti
yfir matinn. Sett á eldavél og hitað þar til
suðan er næstum komin upp þá er það
tekið af og sett inn í 50-70° heitan ofn.
Mjög mikilvægt er að ofninn sé heitur
annars dettur hitinn niður á matnum og þá
er ekki tryggt að moðsuða náist. Síðan
látið sjóða yfir nótt. Rétturinn er tilbúinn
þegar kartöflurnar eru orðnar vel brúnar.
Þessi uppskrift er mjög stór og má þess
vegna helminga hana. Það má líka setja
egg efst í pottinn og sjóða með allan
tímann þá verða eggin brún að lit og mjög
bragðgóð. Þau má bera fram í kássunni
eða sér á diski.
Það er ekki auðvelt að halda sabbatsdaginn
hátíðlegan á Islandi. Strangtrúaðir gyðing-
ar lenda oft í vandræðum því hátíðin
gengur í garð við sólarupprás á
laugardegi og lýkur um sólarlag.
Á veturna verður sabbats-
dagurinn mjög stuttur en
ákaflega langur á sumrin.
Alísa reynir að halda við
hefðum sabbatsdagsins
en það gengur ekki
alltaf. Á æskuheimili
hennar er ævinlega
sami dúkurinn
breiddur á borð og
samkvæmt gamalli
siðvenju dyrnar
opnar þeim sem
svangir eru. Hún
segir það mjög
fallega stund á
föstudögum þegar
búið er að kveikja
á kertunum og
blessa brauðið.
„Eitthvað færri
halda þessum sið i
dag en áður, en ég
held að allflestir gyðingar hvort sem þeir
eru trúaðir eða ekki, reyni að halda
sabbatsdaginn hátíðlegan. Ég hef ekki tölu
á öllum þeim gyðingum hvaðanæva að úr
heiminum sem hafa komið og borðað með
okkur sabbatsmáltíð. Þetta er eins um
páskana þá trúum við að enginn eigi að
vera einn og enginn svangur. Þannig geta
gyðingar bankað upp á hver hjá öðrum
hvar sem er í heiminum og þeim er boðið
að neyta hátíðarmáltíðarinnar með
ijölskyldunni.“
Á páskunum táknar maturinn á páska-
borðinu einhvem atburð úr sögu gyðinga.
Samkvæmt venju spyr yngsti sonurinn
föður sinn hvað hver réttur þýði. Venja er
að bera fram lambabóg en hann minnir á
sterka hönd guðs sem leiðir Israellýð.
Eggin eru tákn einingar og dauða. Beiska
bragðið af selleríinu í salatinu á að minna
á þjáningar gyðinga gegnum aldirnar.
Hunang er borið fram á nýárshátíðinni í
september og er ætlað að niinna á fyrir-
heitna landið og boða sætleik og gleði á
nýju ári. Jafnvel lögun sumra rétta getur
haft bíblíulega skírskotun. Kökur sem