Vera - 01.12.1993, Síða 43

Vera - 01.12.1993, Síða 43
VaVaVíVaVaV^VaVíVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVAWa^ matur 7^ venja er að bera fram á Purim hátíðinni heita Eyru Hamans. Haman þessi var ráð- gjafi Ahasverusar Persakonungs og hugðist útrýma gyðingum í ríki sínu en Ester drottning Persa kom í veg fyrir það og er Purim hátíðin haldin í febrúar eða mars til að minnast hennar. Eyru Hamans ca 40 kökur Deig: 3 glös af hveiti 250 g smjörlíki eða lítið saltað smjör 3/4 glas sykur 1 egg 1-2 eggjarauður sítrónubörkur af einni sítrónu 1 msk sítrónusafi 1 tsk lyftiduft Fylling: 100 g valmúafræ, poppy fæst í heilsu- búðum. Einnig má nota valhnetukjama. 1/2 glas sykur 1/2 glas vatn 1 tsk sítrónubörkur 1 tsk sítrónusafi 1/2 bolli brauðmylsna, kex eða kökumylsnu er líka gott að nota. Deig: Sykur, smjörlíki og egg þeytt saman. Sítrónusafa og lyftidufti bætt út í og síðast hveiti. Deiginu er skipt í tvo jafna parta og kælt í ísskáp i minnsta kosti klukkutíma. Fylling: Sykur og vatn soðið saman. Valmúafræi og hinu hráefninu bætt út í og soðið þar til þetta er orðið þykk leðja. Deigið flatt út með kefli þar til það er um 1/2 cm á þykkt. Mótað í hringi með bolla eða glasi og ca tsk af fyllingunni sett á hvern hring. Brotið saman í miðju og brúnunum þrýst saman með fingrunum. Bakað í ofni við 150° hita í 15-20 mín eða þar til kökumar verða gulbrúnar. Flórsykri er stráð yfir kökurnar áður en þær eru bomar fram. Fyllingar og þvegið kjöt Gyðingar steikja gjaman mat og algengar eru alls kyns fyllingar i brauði, físki og kjöti. En allt verður að vera ferskt. Sérstök slátrunaraðferð er notuð, svokölluð „kosher“ slátmn, en þá er hárbeittum hníf brugðið eldsnöggt á háls dýrsins og við það lamast taugakerfið og það deyr sam- stundis. Aðferðin tryggir einnig að mest allt blóðið streymir úr skrokknum undir eins, en gyðingar neyta ekki blóðs. Þeir telja þessa aðferð einnig sársaukaminni fyrir sláturdýrið en trúarbrögð þeirra fordæma grimmd gegn skepnum. Gyðingar borða einungis nautakjöt, lambakjöt og kjúklinga. Allt kjöt er lagt Ljósm. Anna Fjóla fyrst í salt í hálftíma áður en það er mat- reitt til að saltið nái að soga allt blóð úr því. Síðan er kjötið látið liggja annan hálftíma í hreinu köldu vatni og að lokum skolað sjö sinnum, en sjö er heilög tala. Grænmetisuppskera sjöunda hvers árs er ekki borðuð heldur látin rotna því jörðin þarf að hvílast. En þess á milli borða gyðingar mikið af fersku grænmeti og ávöxtum. Alísa segir það algenga sjón í Israel að sjá fólk bera heim marga bréf- poka fulla af ávöxtum og grænmeti meðan allur annar matur til heimilisins rúmist hugsanlega í einum. Alísa lét okkur einnig í té uppskrift af Falafel, sem er mjög algengur réttur í Israel: Falafel 500 g kjúklingabaunir eða hvítar baunir 2 stórir marðir hvítlauksgeirar eða 1-2 msk hvítlauksduft 2 litlir smátt saxaðir laukar 1 búnt söxuð steinselja 1-2 tsk kúmen 1 -2 tsk mulinn koriander 1/2 tsk lyftiduft (má sleppa) 1/2-1 bolli brauðmylsna 1 egg 1 tsk salt 1 tsk cayenne pipar olía til steikingar Baunirnar lagðar í bleyti í sólarhring og gott er að setja eina tsk af sódadufti út í vatnið. Ef notaðar eru hvítar baunir þarf að afliýða þær. Vatnið er siað frá og baun- imar hakkaðar eða settar í blandara ásamt öllu hinu hráefninu nema olíunni. Ef ekki er til blandari er gott að hakka tvisvar. Hnoðað og látið bíða í korter. Mótað í bollur og djúpsteikt í heitri oliu þar til þær verða dökkbrúnar. Berið fram með súrs- uðu grænmeti og fersku grænmeti og bragðsterkri kryddsósu. Til dæmis T’hina sósu sem hefur fengist í heilsubúðum. Gyðingamatur virðist bæði hollur og góður. Hið fyrirhafnarlitla Hamin er lika kjörinn helgarmatur sem gefur færi á að endurvekja gamla, góða sunnudags- hádegismatinn án þess að það komi niður á svefninum. Verði ykkur svo að góðu. Höfundur er blaðamaður GJAFAÁSKRIFT GEFÐU GJÖF SEM KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART! Ársáskrift a& VERU kostar 3.000 kr. og hálft ár kostar 1.500 kr. Falleg gjafakort fylgja góðri gjöf. VERA, LAUGAVEGI 17, SÍMI 91-22188 / 26310 Opið kl. 1300-1700, símsvari annars. 43

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.