Vera - 01.12.1993, Side 45

Vera - 01.12.1993, Side 45
 Hefur Iívennalistinn brugðist verkalýðsforystunni? Kvennalistinn hefur lengi barist fyrir því að réttur hverrar manneskju til að geta séð sér farborða verði viðurkenndur. Þingkonur listans hafa því ítrekað flutt frumvarp um að lágmarkslaun verði lög- bundin. En þær hafa, því miður enn sem komið er, talað fyrir daufum eyrum. Annað baráttumál Kvennalistans er að laun kvenna verði hækkuð til jafns við laun karla. I því máli hafa konurnar ekki haft erindi sem erfiði. Því nú í lok 20. aldar stöndum við frammi fyrir þeirri óþolandi og óafsakanlegu staðreynd að laun kvenna eru 60% af launum karla. I Þa2> vafóist ekki fyrir mér a2> grei&a ályktuninni atkvæði mitt og ég hugsaái me2> mér aé konur í verkalýéshreyfingunni, sem og a2>rar konur, hlytu a2> fagna henni. ljósi þessa þarf engan að undra að í álykt- un landsfundar Kvennalistans 1993 skuli vera minnst á laun kvenna og getuleysu verklýðshreyfingarinnar til að jafna laun kynjanna, en í ályktuninni stendur: „Eftir áratuga baráttu eru íslenskar konur ennþá með rúmlega 50% lægri tekjur en karlar. Konur hafa ítrekað leitað eftir stuðningi verkalýðshreyfingarinnar en án sýnilegs árangurs. Getu- og viljaleysi hennar til að takast á við launamisrétti kynjanna virðist algert. Kvennalistakonur vilja standa vörð um verkalýðshreyfinguna og félagslega ávinninga hennar en hljóta um leið að vara alvarlega við því skeytingarleysi sem þar ríkir um hagsmunamál kvenna. Verkalýðshreyfmgin er að falla á tíma og því brýnt að hún taki starfshætti sína og stefnumörkun til alvarlegrar endurskoðun- ar.” Það vafðist ekki fyrir mér að greiða ályktuninni atkvæði mitt og ég hugsaði með mér að konur í verkalýðshreyfing- unni, sem og aðrar konur, hlytu að fagna henni. Reyndar fannst mér að ályktunin hlyti að vera stuðningur við konur í for- ystu verkalýðshreyfíngarinnar gegn þeirn körlum í hreyfmgunni sem hafa ekki viljað framfylgja lögum um sömu laun fyrir sömu/sams konar/sambærilega vinnu. En þar skjátlaðist mér hrapallega einu sinni sem oftar. Á bls. 2 í Tímanum þann 9. nóvember sl. er rætt við nokkrar konur í < /(e/ya Úa j/kerár/éí/er á/yj/fíw forystusveit verkalýðshreyfingarinnar í tilefni af ályktuninni. Viðbrögð kvennanna eru undarleg og í hæsta móta óviðeigandi: Þórunni Sveinbjörnsdóttur og Hansínu Stefánsdóttur ber saman um að hvorki Kvennalistinn né aðrir kvennahópar standi við bakið á þeim og Þórunn bætir við að Kvennalistinn hafi aldrei boðið þeim stuðning sinn. Þær vísa því frá að verkalýðshreyfingin sé skeytingarlaus um hagsmunamál kvenna. Mig undrar ekki leng- ur hve laun sóknar- kvenna eru lág, nú þegar formaður Sóknar hefur upplýst að hún situr og bíður eftir heimboði Kvennalistans. Orð- rétt sagði Hansína: „Fæðingarorlof er komið til fyrir tilstilli okkar, sama má segja um rétt til að vera heima vegna veikinda barna og reyndar man ég ekki eftir neinum félagslegum rétt- indum sem verkalýðshreyfíngin hefur ekki barist fyrir.” Þórunn skýrir launamun kynj- anna að miklu leyti á þann hátt að konur vinni styttri vinnudag en karlar. Að vísu andmælir hún ekki þeirri bláköldu staðreynd að daglaunataxtar eru of lágir. Orð Rögnu Bergmann sýna vel ráðaleysi kvennanna, en eftir henni hefur blaðið að forystukonur í verkalýðshreyfíngunni ætli að koma saman í vikunni til að mótmæla ályktun Kvennalistans. Orðrétt er haft eftir Rögnu: „Mér fínnst það vera alvarlegt mál að Kvennalistinn skuli samþykkja slíka ályktun. Reyndar hef ég ekki orðið vör við að þær hafi sýnt mikinn áhuga á launa- málum til þessa.” Skítkast á borð við þetta er varla svaravert, en þó bendi ég á 1. mgr. í þessu bréfi og spyr hvernig verka- lýðsleiðtogi til margra ára getur verið svo illa að sér í þjóðmálunum? Ályktun Kvennalistans er ekki tilkomin vegna árangursleysis Kvenna- listans við samningaborðið heldur vegna árangursleysis forystu verkalýðshreyfing- arinnar. Þegar ómaklega er ráðist að manni er sjálfsagt að bera hönd fyrir höfuð sér. En fólk sem sækist eftir því að vera í forystu fyrir launafólk verður að hafa þann þroska til að bera sem þarf til að geta greint á milli ómaklegrar árásar og rétt- mætrar gagnrýni. Það er hverjum manni hollt að líta annað slagið í eigin bann og ekki sakar að muna að sjálfsgagnrýni er fágætt banamein. Sem betur fer, fyrir andlega heilsu mína, hef ég ekki þurft að lesa um neikvæð viðbrögð þeirrar konu sem gegnir formennsku í mínu stéttarfélagi við ályktun Kvenna- listans og er ég henni þakklát fyrir það. Kvennalistinn hefur bent á að launamun kynjanna er að hluta hægt að skýra með því að konur vinna frekar en karlar hlutastörf. En það sér hver heilvita maður að þá skýringu er ekki hægt að teygja upp í 40%, eins og Þórunn ýjar að. Þær Hansína, Ragna og Þórunn eru allar í forystu hreyfínga þess launafólks sem hefur lægst launin. Það fólk hefur mátt þola mikla kjaraskerðingu í tíð núverandi ríkisstjórnar. Breytingarnar á Landakoti bitnuðu harkalega á ræstinga- konum sjúkrahússins. Mörgum þeirra var sagt upp starfi og ekki nóg með það, held- ur var þeim sýnd sú lítilsvirðing að vera sagt upp á þeirri lorsendu að þær „ofræstu” sjúkrahúsið. Á minni tungu kallast það að vera sagt upp vegna þess að ekki eigi lengur að halda úti atvinnubótavinnu. Hvar var formaður Sóknar, Þórunn Svein- björnsdóttir, meðan á þessu stóð? Mig rekur ekki minni til hávæna mótmæla eða blaðagreina forystu Sóknar þegar ræstingakonumar voru sendar út á guð og gaddinn á tímum mikils og aukins atvinnu- leysis. Aftur á móti eru mér enn í fersku minni mótmæli þingkvenna Kvennalistans, m.a. í utandagskrárumræðum sem þær óskuðu eftir. Sókn notaði ekki það tæki- færi til að vekja athygli almennings á stöðu Sóknarkvenna með því, t.d. að efna lil fundar fyrir utan Alþingishúsið og ekki var þá boðað til fundar til að taka undir með Kvennalistanum. Laun ræstinga- kvenna í skólum voru lækkuð þegar ríkis- Q Ljósm. Þórdís Ágústsdóttir 45

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.