Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 2
LEIÐARI
VERA
TÍMARIT UM KONUR OG KVENFRELSI
DAVÍÐ OG GOLÍAT
3/1994-13. árg.
VERA
blað kvennabaráttu
Pósthólf 1685
121 Reykjavík
Kt. 640185-0319
Sími: 91-22188
Fax: 91-27560
Utgefandi:
Samtök um kvennalista
Forsíöa:
Bára
Sagan er órjúfanleg framrás tímans,
jafn óáþreifanleg. En á stundum
upplifir maður söguna. Hún ein-
faldlega brýst fram úr fylgsni sínu og
umvefur mennina. Söguleg augnablik
varða leiðina inn í nýtt tímabil. Svona
eins og þegar Berlínarmúrinn féll.
Augnablik sem skiptir sköpum. Með
falli múrsins breyttist pólitískt and-
rúmsloft heimsins. Kalda stríðinu var
lokið, skeið gífurlegra breytinga hafið.
Breytinga sem enginn sér fyrir endann á
og eru mjög sársaukafullar. Allar fyrri
forsendur eru brostnar, ástandið er
óþekkt og á sér ekkert mynstur til að
fara eftir. Markmiðið er skýrt: vonin um
betra líf. En aðferðirnar eru afar mis-
munandi, allt frá hægfara þjóðfélagsum-
bótum til gegndarlauss ofbeldis.
I apríl sl. urðu slíkar grundvallar-
breytingar í Suður-Afríku. Þær áttu sér
langan aðdraganda og skýr markmiö og
fullkomnuðust þegar Afríska þjóðarráð-
ið undir forystu Nelsons Mandela vann
kosningasigur í fyrstu lýðræðislegu
kosningunum þar í landi. Svarti meiri-
hluti þjóðarinnar er nú kominn til valda.
Nelson Mandela er ekki öfundsverður af
hlutskipti sínu því hans bíða mjög
vandasöm verkefni. Stjórnmálaskýrend-
ur óttast að fyrrverandi kúgaður meiri-
hluti hafi ekki næga biðlund. Meirihluti
sem hefur ekki húsaskjól, ekkert jarð-
næði, ekki atvinnu og mun minni
menntun en hvíti minnihlutinn. En fólk-
ið á nú málsvara, málsvara sem það
valdi sjálft og átti þátt í að koma til
valda. Þjóðin er nú samábyrg fyrir fram-
tíð sinni.
Skömmu eftir að Nelson Mandela
vann kosningasigur var meirihluta
Sjálfstæðismanna í Reykjavík steypt í
sveitarstjórnarkosningum. Fjórir flokk-
ar, undir forystu Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur, sameinuðust í fyrsta sinn í
sögunni. Borgarbúar tóku því fagnandi
og Reykjavíkurlistinn náði meirihluta.
Kosninganóttin var eitt af þessum sögu-
legu augnablikum. Uúbbs, Jón Steinar
þylur upp tölur í Ráðhúsinu og maður
veit að nú gerist eitthvað. Sextíu ára
einsleitri valdatíð er lokið, fólkið hefur
tekið ráðin í sínar hendur. Hér er ekki
verið að líkja Reykvíkingum við kúgað-
an meirihluta svartra i Suður-Afríku.
En þó má benda á að Sjálfstæðisflokkur-
inn náði á þessum sextíu árum margoft
meirihluta án þess að hafa meirihluta at-
kvæða á bak við sig. Meirihluti Reyk-
víkinga sætti því á tíðum stjórn sem
minnihluti borgarbúa hafði kosið sér.
Tvær klisjur komu oft fyrir í kosn-
ingabaráttunni. Önnur var „glundroði“,
sem átti að lýsa Reykjavíkurlistanum en
hin „styrk og örugg stjórn“ sem vísaði
til Sjálfstæðisflokksins. Sú fyrri var
notuð til að hræða borgarbúa. Það var
talið neikvætt að fólk sameinaðist til
góðra verka. Hugmyndin var fjarstæðu-
kennd, samkomulag hlaut að leiða af sér
glundroða, styrk og örugg stjórn varð að
vera eini farvegurinn fyrir lýðræði eða
var það upplýst einveldi?
Þessi áróður var ekki nýr enda hefur
hann haft djúpstæð áhrif á viðhorf til
stjórnar borgarinnar. Einn vinsælasti
stjórnmálamaður þjóðarinnar, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, þurfti að leggja pers-
ónu sína að veði til að sannfæra borgar-
búa um að lýðræði væri gott, það væri
eðlilegt að stjórnvöld fullnægðu þörfum
þegnanna. Og viti menn, eitthvað stór-
kostlegt gerðist, valdhöfunum var ógnað
og þeir fóru að kyrja vilja fólksins í von
um að þeir hlytu náð fyrir augum þess.
Þeir höfðu nú allt í einu skilning á
skóla- og dagvistarmálum, jafnvel jafn-
réttismálum.
Baráttan snérist að lokum um tvær
persónur, Arna Sigfússon og Ingibjörgu
Sólrúnu, sem var einfaldlega trúverð-
ugri. Fyrir tólf árum settist hún í minni-
hluta í borgarstjórn og talaði máli
kvenna og fjölskyldufólks. Þá þótti hún
hlægileg. Dagana fyrir kosningar var
hún ekki hlægileg, hún var hættuleg,
hún ógnaði veldi sjálfstæðismanna. Hún
varð hlutgerfingur vilja fólksins, viljans
sem fellir múra og afneitar aðskilnaði.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Ritnefnd:
Björg Ámadóttir
Guðrún Olafsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Lára Magnúsardóttir
Ragnhildur Helgadóttir
Rannveig Traustadóttir
Ritstýrur
og ábyrgðarkonur:
Nína Helgadóttir
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Skrifstofustýra:
Vala S. Valdimarsdóttir
Starfskonur:
Björk Þórarinsdóttir
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Utlit og tölvuumbrot:
Kristin Ragna Gunnarsdóttir
Myndir:
Þórdís Ágústsdóttir,
Bára o.fl.
Auglýsingar:
ÁslaugG. Nielsen
Sírni: 91-641816
Fax: 91-641526
Filmuvinna:
Prentþjónustan hf.
Prentun:
Frjáls Fjölmiðlun
Bókband:
Flatey
Plastpökkun:
Vinnuheimilið Bjarkarás
©VEFtA
ISSN 1021-8793
Ath.
Greinar í Veru em birtar á ábyrgð
höfúnda sinna og em ekki endilega
stefna útgefenda.