Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 43

Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 43
niá sjá að tekjur 65 ára og eldri hækkuðu milli áranna 1991 og 1992 og að tekjur 30 ára og yngri lækkuðu. I töflu IV í sömu grein má sjá að tekjuskattstofn 52% hjóna var hærri en 2,4 milljónir króna árið 1992. Að sjálfsögðu eru einstaklingar í hópi 65 ára og eldri sem veitti ekki af launahækkuninni en í hópnum eru einnig einstaklingar sem höfðu nóg fyrir. Það að tekjuskattstofn 52% hjóna hafi verið a.m.k. 2,4 milljónir króna segir að brúttómánaðartekj- ur heimila þeirra hafi a.m.k. verið 200.000 kr. Eg efast ekki um að margt heimilið kemst vel af með þær tekjur, en það þýðir ekki að svo sé um þau öll: Það verður m.a. að líta á hve mörgum er framfleytt af fénu. í töflu IV má og sjá að 49% ein- hleypra og 69% ein- stæðra foreldra hafi árið 1992 haft tekjuskattstofn á bilinu 721.000 - 2.400.000 kr. Miklu máli skiptir hvort skattstofn fólks er nær 721.000 eða 2.400.000 kr. Einhleypingur með tekju- skattstofn hátt í 2,4 milljónir króna getur lifað ágætu lífi og fjárhagsáhyggjur eiga ekki að svipta hann nætursvefni. En einhleypingur með um milljón í tekjuskattstofh gerir ekki meira en greiða skatta og aðrar skyldur og reyna að koma sér upp heimili. Auk tekna ein- stæðs foreldris skiptir máli hve mörg börn eru a framfæri þess. Foreldri með barn/börn á framfæri og tekjuskattstofn um milljón dregur fram lífið á lánum, en foreldri með um 2,4 milljónir króna í tekjuskattstofn og viðráðan- leg lán á að geta notið lífsins. Flestir geta líklega verið sammála um að greiðslubyrði fólks er sjaldan þyngri en þau ár sem það er að koma sér upp heimili og því þyngri er byrðin sem óhjákvæmilegur kostn- aður vegna heimilisins er stærri hluti tekna þess. Eg hef lengi verið þeirrar skoðunar að ef jafna á kjör fólks (ekki bara tala um það) verð- Ur að hætta að gefa sér að ein hjúskaparstétt standi hallari fæti íjárhagslega en önnur og að einn aldurshópur hafi lægri ráðstöfunartekjur en annar. Það er svo margt annað sem máli skiptir. Það verður m.a. að reikna út hvað það kostar að eignast og reka heimili og viður- kenna þá staðreynd að stór hluti útgjalda heim- 'Hs kemur því ýmist ekkert eða lítið við hve margar sálir búa á heimilinu. Meðal þessara gjalda eru afborganir, vextir og verðbætur af húsnæðislánum, fasteignagjöld, húseigenda- °g innbústrygging, afnotagjald síma, hljóð- varps og sjónvarps, viðhaldskostnaður á hús- eign, rafmagn og hiti. Fólksfjöldi á heimili er ekki sá þáttur sem ræður úrslitum um afkomu heimilismanna heldur tekjur heimilisins. Þess Vegna er rangt að fúllyrða að auknar álögur á almenning bitni harðast á barnaljölskyldum og emstæðum foreldrum. Auknar álögur bitna karðast á þeim heimilum sem ráða ekki við að greiða meira en þau þegar greiða. Því miður næst það göfuga markmið seint að öll heimili hafi það háar tekjur að þær einar og sér nægi til að reka heimili og framfleyta heim- ilismeðlimum. Þess vegna þarf að vera öflugt og vel rekið velferðarkerfi fyrir öll þau heimili sem þurfa á því að halda. í dag er það ekki svo og það sem verra er, það stendur sumum þeim opið sem geta vel bjargað sér sjálfír. Eg tek heilshugar undir með þeim sem gagnrýna nú- verandi valdhafa fyrir að eyðileggja velferðar- kerfið skipulega, en ég gagnrýni fleiri. Um langt skeið hefur verið þráttað og prúttað um velferðarkerfið við gerð kjarasamninga. Eg andmæli því ekki að greiðslur úr velferðarkerfmu eru þáttur í lífsafkomu margra heimila og skil ég þess vegna vel að samtök launafólks skuli líta til velferðarkerfisins í leit að kjarabót fyrir félagsmenn. Það er hins vegar ekki hlutverk samtaka launafólks og atvinnu- rekenda að semja um aðgang landsmanna að velferðarkerfínu. Þeir eiga að semja um laun fyrir vinnu og rétt og skyldur launafólks og launagreiðenda. Fyrir vinnu á að greiða laun og það er síðan fólks að ákveða hvernig það ver launum sínum. Það má heldur ekki horfa fram hjá því að með því að semja um vel- ferðarkerfið er verið að veikja hvort tveggja, velferðarkerfið og samtök launafólks, þær tvær stofnanir sem eiga að vinna að bættum kjörum allra þeirra sem eiga undir högg að sækja. Því er stundum sleg- ið upp í ijölmiðlum sem eins konar undri að launafólk skili sér illa á félagsfundi og taki al- mennt ekki þátt i baráttu félags sins fyrir bætt- um kjöruni. Þetta er sjaldan jafnaugljóst og í lélegri þátttöku í hátíðarhöldum verkalýðsfé- laga 1. maí, alþjóðabaráttudags verkafólks. En er þetta svo skrítið? Eg held ekki, þegar málið er skoðað frá víðu sjónarhomi. Heildarlaun ráðast nefnilega af ýmsu öðru en launataxta og þess vegna á fólk mismikið undir því komið að kauptaxtar hækki: Sumir eiga allt sitt undir því, fyrir aðra skiptir það ekki sköpum. Það vita allir að laun margra eru sett saman úr ýms- um þáttum, þ.e. peningum, óunninni yfirvinnu, bíla- og bensínstyrk, niðurfellingu afnota- gjalds sima, hljóðvarps og sjónvarps, afslætti á tryggingum (starfsmenn tryggingafélaga) og ýmsum öðmm sporslum. Sumar sporslur em kynbundnar, karlar fá þær frekar en konur. Sporslukerfið hefur sundrað launafólki og haldið kauptöxtum lágum og það mismunar launafólki af sama kyni; einn fær laun skv. taxta + eitthvað, annar fær bara laun skv. taxta. Sporslukerfið er stórhættulegt eins og sást vel á síðasta ári í deilu heilbrigðisráðherra og for- eldra bama sem em á dagheimilum sjúkrahús- anna. Foreldrar bamanna, sem jafnframt eru starfsmenn sjúkrahúsanna, héldu því réttilega fram að það að segja bömunum upp á dag- heimilum jafngilti því að segja þeim upp starfi, því dagheimilispláss bamanna væm hluti af launum foreldranna. Velferðarkerfið er tæki stjómvalda til að tryggja öllum mannsæmandi líf. Velferðar- kerfið á að vera sveigjanlegt svo allir rúmist innan þess og það á að laga sig að þjóðfélags- breytingum. Það þarf að tryggja að öll heimili sem á þurfa að halda hafi aðgang að vel- ferðarkerfmu og jafnframt að enginn geti misnotað það. Eg tel víst að þeir sem eiga þeirra hagsmuna að gæta að hlutimir verði óbreyttir andmæli mér en ég vona að mér hafi tekist að vekja aðra til um- hugsunar um að breytinga er þörf, að endur- meta þarf þær forsendur sem stefnan í kjara- og velferðarmálum byggist á. n Upplýsingar úr skýrslu Ujóúhagsstofnunar fyrir félags- málaráúherra hefur höf. úr Tímanum frá 7. maí 1994. Höfundur er opinher starfsinaÖur Tölur sem segja meira en þúsund orð • Árið 2025 verða samtals 1.700.000.000 konur i heiminum á bameignaaldri • 45% kvenna á bameignaaldri í heiminum nota getnaðarvamir, en aðeins 11 % kvenna í Pakistan. 78% ítalskra kvenna nota getnaðar- vamir þó kaþólska kirkjan sé því andvíg • Meðalaldur kvenna við giftingu í Bangla- desh er 11,6 ár • 2.736.000 fóstureyðingar em framkvæmdar á degi hverjum í heiminum • 685 konur deyja á degi hverjum eftir fóstur- eyðingar • Það er 200 sinnum líklegra að afrísk kona látist af bamsförum en evrópsk kona • 40% vændiskvenna í Tælandi em yngri en 16 ára Þaö er ekki hlutverk samtaka launafólks og atvinnurekenda ab semja um abgang landsmanna ab velferba rkerf i nu. ...skuldir heimila lágtekjufólks eru álíka miklar og heimila hátekju- fólks.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.