Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 47

Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 47
Hverjir hafa lagt sitt á vogarskál jafnréttis undanfarið? Hverjir hafa unnið jafnréttisbaráttunni mest gagn og ógagn? HVAÐ FINNSTÞÉR? Sendu Veru linu eða taktu upp símtólið og láttu skoðun þína í Ijós. PLÍJS Reykvíkingar I nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum nýttu Reykvíkingar sér það gullna tækifæri að kjósa konu sem borgarstjóra. Ingibjörg Sólrún er fyrsta konan sem er kjörin borgarstjóri í Reykjavík. Jafnframt kornust konur í fyrsta skipti í meirihluta í borgarstjórn. Nú sitja átta konur í borgarstjóm, fimm fyrir Reykjavíkurlistann og þrjár fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Vera óskar þeim öllunr velfarnaðar í starfi. Eitt samfélag fyrir alla A alþjóðlegri ráðstefnu um málefni fatlaðra, sem haldin var í Háskóla- bíói í júní, vora konur mikið í sviðsljósinu. Á setningarathöfninni töl- uðu Ásta B. Þorsteinsdóttir fonnaður landsamtakanna Þroskahjálpar, Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands, Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra og Ólöf Ríkarðsdóttir fonnaður Öryrkjabandalagsins. Loks þegar þær höfðu talað, komst fyrsti karlmaðurinn að, Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra. Það vakti athygli að aðalræöumað- urinn á fyrsta degi ráðstefnunnar var kona í hjólastól. Hún heitir Jeanne Elliott og er lögfræðingur frá Kalifomíu og talaði urn mikilvægi mann- réttindabaráttu fatlaðra. Þórunn Pálsdóttir Þórunn Pálsdóttir, sem skipaði 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, skrifaði grein í Morgunblaðið 29. apríl sl. um mikilvægi sveigjanlegs vinnutíma fyrir ijölskylduna og samfélagið. Það er gleðilegt að fleiri en kvennalista- konur leggi þessu baráttumáli kvenna lið. En Kvennalistinn heíúr ítrek- að flutt tillögur til þingsályktunar um sveigjanlegan vinnutíma en þær hafa ekki verið afgreiddar. íslenskar konur Þrettán hundruð íslenskar konur ætla á Nordisk forum í Ábu í sumar! Jafnrétti Það er jákvætt hversu mikla umíjöllun málefni ijölskyldunnar og jafn- réttis fengu í nýafstöðnum sveitarstjómarkosningum. Svo virðist sem ráðamenn séu loksins að gera sér grein fyrir vilja kjósenda. Saenskir karlar Sænskir karlmenn hafa nú verið skikkaðir til að taka fæðingarorlof og þurfa að greiða sekt ef þeir sinna ekki föðurlegum skyldum sínum. Hvemig væri að taka Svía til fyrirmyndar í þessu? MÍMU2 ÁrniJohnsen y Árni Johnsen skrifaði í Morgimblaðió 8. júní sl.: „Það hefur verið deilt um [í kosningabaráttunni] hve hratt ætti að eyða biðlistum á dagheim- ilum í Reykjavík fyrir 2 - 5 ára böm, ... borgarstjóraefni R-listans sagðist... telja að vandamálið væri ekki aðeins bundið við þann aldur, heldur einnig öll böm á fyrstu tveimur áram ævinnar. Er það sem sagt markmiðið að sótt sé um fyrir ófædd börn á stofnunum samfélagsins, hvemig þjóðfélag ætlar þetta fólk að skapa inn í framtíðina?" Ámi ætti frekar að spyrja sig hvernig þjóðfélagið er nú, sérstaklega þar sem hann er alþingismaður. Veit hann ekki að fæðingarorlof er sex mánuðir og að það heyrir til undantekninga að það sé á færi feðra að nýta sér það? Hvað á að gera við börnin frá sex rnánaða til tveggja ára aldurs? Ætlar Ámi að passa eða gerast talsmaður lengingar fæðingar- orlofs sem foreldmm verði frjálst að skipta á milli sín? Listahótíð í Reykjavík Á vegum Listahátíðar eru tíu einkasýningar myndlistannanna. Ekki ein einasta kona er í þeirn útvalda hópi. Sveitarstjórnarkosningarnar Konum í sveitarstjórnum íjölgaði aðeins um 3% á landsvísu í nýaf- stöðnum kosningum og eru þær nú um Ijórðungur fulltrúa. Hugsun í kreppu VSÍ, Morgunblaðið og ríkisstjórnin hafa sameinast um að taka undir mjög vafasamar hugmyndir ættaðar frá Nýja-Sjálandi. Nú keppast þeir við að sannfæra hver annan urn að velferðarkerfið og of há laun verka- fólks séu stærstu vandamál eíhahagskerfísins. Nú þarf bara að lækka launin og losa okkur við samtryggingu velferðarkerfisins, og hókus pókus, þá fáum við óleysanleg vandamál, enn fleiri en við glímum við nú. Atvinnuleysi Mesta atvinnuleysi sem mælst hefur á árinu var 22. rnars sl. en þá voru 3606 á skrá. Þann 9. júní hafði sú tala lækkað í 2700. Á þessu tímabili hafði körlum á skrá fækkað urn 836 en konurn aðeins um 70. Hvemig væri að sinna atvinnulausum konur betur, t.d. með átaksverkefnum sem henta þeim? Skagfjörð „Ódauðleikinn byggir ekki á skyndilausnum, heldur úthugsaðri blöndu næringar- og styrkingarefna sem jafnvel tíminn vinnur ekki á. ... Kon- an er eilíf með vandaðri viðarvörn frá Woodex." Þökkunr ábending- una, gott að vita hvernig við geturn orðið eilífar. íslenska þjóóin Samkvæmt skoðanakönnun Gallups líta lslendingar, einkum í yngri kantinum á ofbeldi á eiginkonunr því næst sem sjálfsagðan hlut! Við sláum út Bandaríkjamenn þar sem glæpir og ofbeldi em eitt alvarlegasta þjóðfélagsmeinið.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.