Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 11

Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 11
Guðný Guðbjömsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Jóhanna María Lárusdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir, Dóra Hlín Ingólfsdóttir, á bakkanum Þórhildur Þorleifsdóttir og Anna Kristín Olafsdóttir koma einstaka konu til valda. Þess vegna mætti aldrei gleyma því veganesti sem Kvennalistinn lagði af stað með. Helga Sigurjónsdóttir telur að margir karlar í áhrifastöðum vilji eyðileggja Kvennalistann og lykilatriðið i því sé að sundra samstöðu kvenna. Töldu sumar meiri líkur á að það gerðist í sameiginlegum framboðum, en sá ótti virðist fremur bundinn við höfuðborgarsvæðið en landsbyggðina þar sem lengri reynsla er fyrir sameiginlegum framboðum. „Það er staðreynd að Kvennalistanum hefur gengið illa í sveitarstjórnarkosningum allar götur frá 1982 en núna vinnum við stórsigur,'1 segir Kristín Astgeirsdóttir. „Þessar kosningar eru því „gennembrud" fyrir Kvennalistann. Og það eru konur af sameiginlegum framboðslistum sem komast inn, þannig að við getum elcki sagt annað en það að báðar þessar leiðir skila árangri, það fer eftir aðstæðum á hverjum stað og tíma. Grundvallarspurningin er livað við ætlum okkur og hvernig við náum þeim markmiðum." Kristín Astgeirsdóttir flutti erindi um hugmyndafræði Kvennalistans. Rætt var um hvað hefði staðist tímans tönn og hvað ekki. I dag er t.d. lítið gert úr tengslum kvenna við náttúru, en hér áður fyrr var mikið talað um að konur væru friðsamari en karlar vegna tengsla þeirra við lífíð. Hin síð- ari ár hefúr Kvennalistinn einkum verið gagnrýndur fyrir mæðrahyggju, íhaldssama þjóðernisstefnu, einangrunar- stefnu og að einoka kvennabaráttuna. Kristín benti á að hugmyndafræðin hefði verið mótuð fyrir rúmurn tólf árum og staðið nánast óbreytt síðan. Mikið vatn hefur hinsvegar runnið til sjávar og konur virtust sammála um að full þörf væri á að kryfja hugmyndafræðina til mergjar. Á að leggja áherslu á það sem sameinar konur, eða á margbreytileika kvenna? Þórhildur Þorleifsdóttir óttast að áhersla á margbreyti- leikann muni drepa konum á dreif. Hún varpaði einnig Snjólaug Guðmundsdóttir og Sigurbjörg Ásgeirsdóttir fram þeirri spurningu hvort hinu ríkjandi kerfí hafi tekist að beina sjónum kvenna að þeim sjálfum þannig að þær leiti nú skýringa þar í stað þess að leita þeirra í fyrirstöð- unni. Guðný Guðbjörnsdóttir lagði áherslu á að Kvenna- listinn yrði að vera í takt við það sem væri að gerast í kvennafræðunum. Með því að leggja áherslu á hið sameig- inlega værum við að undirstrika kúgunareinkennin, en ef áherslan væri á hið margbreytilega þá klifum við það upp. Hún sagði að kvennalistakonur yrðu að velta því fyrir sér hvað væri líklegt til að fleyta þeim áfram sem kvennabar- áttuafíi. Drífa Hrönn Kfistjánsdóttir benti á að kvennapóli- tísk umræða væri á mörgum nótum og margar konur sæju sig ekki í kvennabaráttunni eins og hún væri rekin í dag. Hún minnti á að það væri ekki sjálfgefið að allar konur hefðu alltaf sömu hagsmuna að gæta og nefndi sem dæmi umræðuna um sam- eða sérsköttun hjóna, en Kvennalist- inn hefur aldrei getað fundið viðunandi lausn á því máli. Það sem yrði að gera væri að finna hvar konur næðu sam- an og vinna út frá því. Kristín Ástgeirsdóttir benti á að Kvennalistinn væri fyrst og fremst pólitísk kvennahreyf- ing og það væri ekki hægt að reka hana öðruvísi en á sam- Ása Richardsdóttir og Guðný Guðbjömsdóttir eiginlegri stefnu. Kvennalistinn vildi koma hugmyndum sínum á framfæri og ef hann hefði ekki hljómgrunn þá dytti hann uppfyrir. „Kvennalistinn er tæki en ekki mark- mið í sjálfu sér,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og lagði áherslu á að nú yrðu Kvennalistakonur að standa vel saman. í stað þess að fara í gegnumlýsingar ættu þær að ígrunda vel hvað það væri sem þær vildu og vinna af krafti og gleði að því. Vorþingið var fjölmennt og bar töluven á nýjum konum sem og konum sem hafa ekki verið virkar í Kvennalistan- um árum saman. Félagsfundir Kvennalistans í Reykjavík hafa einnig verið með fjölmennara móti undanfarið og gæti hvort tveggja bent til þess að þátttakan í Reykjavíkur- listanum og sú staðreynd að Kvennalistinn er kominn til valda í Reykjavík hafi kveikt í konum nýjan áhuga og kraft. Vorþingskonur voru á einu máli um að Kvennalist- inn væri nú á tímamótum. Þau tímamót þurfa alls ekki að marka upphafið að endalokunum. Allar þessar nýju konur, þær „gömlu" sem hafa nú mætt aftur til starfa og þær sem hafa verið virkar hin síðari ár, marka frekar upphaf nýrra tíma. Sigur Kvennalistans í Kópavogi, á ísafirði, sigur Reykjavíkurlistans og sá árangur sem sameiginlegu fram- boðin náðu er sigur kvenna - þeirra er framtíðin. Ljósm. og texti: RV

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.