Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 32

Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 32
ATHAFNAKONUR TENGSLANETIÐ KÖNGULLÓIN Tengslanetið Köngullóin er gagnabanki fyrir konur á Islandi. Markmið Köngul- lóarinnar eru að hvetja konur til frum- kvæðis í atvinnumálum, koma á tengsl- um milli kvenna sem reka fyrirtæki eða starfa að menntunar-, félags- og atvinnu- málum kvenna og sfyðja konur til at- vinnusköpunar. Safna skal víðtækum upplýsingum um konur - m.a. um mögu- leika þeirra til eigin atvinnusköpunar - og miðla þeim milli kvenna, t.d. með fréttabréfi til félagskvenna. Köngullóin er fyrir allar konur sem vilja skapa sér betri möguleika á atvinnu og menntun. Félagar í Köngullónni eru nú á þriðja hundrað. Fréttabréfið Vefur- inn kemur út sex sinnum á ári. Þar er meðal annars kynning á fyrirtækjum kvenna, fúndum, ráðstefnum, útgefnu efni sem viðkemur konum, félagasam- tökum og námskeiðum. Askrift er ókeypis. Verkefnisstjóri er Þóra Þórar- insdóttir sem býr á Skeggjastöðum i Bakkafírði. „Köngullóin er einn afrakstur ráðstefn- unnar Að taka málin í eigin hendur sem haldin var á Akureyri i júní 1992. Þar hélt ég erindi um nauðsyn á tengslaneti fyrir konur. Konumar átján sem hlýddu á erindið ákváðu að hrinda hugmyndinni í framkvæmd og Köngullóin varð til eftir að skipuð hafði verið framkvæmdastjórn og sótt um sfyrk í 15 milljón króna sjóð- inn,“ segir Þóra. Félagsmálaráðuneytið hefúr staðið straum af kostnaði við Köngullóna fram að þessu. Nú hefur verið sótt um styrk til atvinnu- og iðnþróunarfélaganna, en þau eru tiu á landinu. Segist Þóra vonast eftir góðum undirtektum. „Nýsköpunin og ferskleikinn er hjá kon- um,“ segir Þóra. „En margar þeirra em einangraðar. Félagar í Köngullónni fá upplýsingar um það sem aðrar konur em að gera í atvinnumálum sínum og um möguleika kvenna til að afla fjármagns og rekstrarráðgjafar vegna verkefna. Þær komast í kynni við aðrar konur sem em að vinna að samskonar málefnum, fá fréttir af námskeiðum, klúbbum og fé- lagastarfsemi fyrir konur. Og þar fást upplýsingar um ýmis verkefni sem unnin HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Handavinna fyrir alla Heimilisiðnaðarskólinn Laufásvegi2 Sími 17800 eru um eða fyrir konur. I hverjum Vef kynnum við nokkur fyrirtæki. Þannig geta konur séð hvort einhver er að gera eitthvað svipað og þær, haft samband og skipst á upplýsing- um. Nú eru að spretta upp handverks- hópar um allt land og það er mjög mikil- vægt að þeir hafi samstarf sín á milli svo allir séu ekki að gera það sama. Með því að koma handverkshópunum í samband við hvem annan geta þeir miðlað af reynslu sinni, t.d. í sambandi við upp- byggingu og skipulag félagsskaparins og haft samráð um vöruval og vöruþróun. Það er kominn vísir að sérhæfingu milli hópanna og er það vel, því allir eru jú að framleiða fyrir heimamarkað. Það sem háir flestum em markaðsmálin og þau þarf að taka föstum tökum, t.d. með sölusamtökum sambærilegum við SIF (Sölusamband íslenskra fiskframleið- enda). Mikilvægt er fyrir konur að ein- beita sér að völdum verkefnum í stað þess að vera alltaf að breyta til. Þannig þróast hluturinn og vinnutækni við fram- leiðslu hans svo hámarks afköst og vöru- vöndun náist. Fyrir sumum er þetta at- vinna, fyrir öðmm afþreying. Það hefúr auðvitað sín áhrif á viðhorfið til vinn- unnar og þá ekki síst á verðlagningu hennar. Konur verða að fá eitthvað fyrir sinn snúð og það er ekkert vit í því að vera með atvinnustarfsemi sem skilar ekki hagnaði. Köngullóin sinnir öllum konum og við þjónustum nánast hvað sem er. Nýlega hringdi t.d. í mig kona sem er skólabílstjóri og hún vildi komast í kynni við aðrar skólabílstýmr. I næsta Vef verður nýr dálkur, smáauglýsingar. Það ætti að auðvelda konum að finna sina líka, konur sem em að fást við það sama í vinnu- eða frítíma. Það er mikil þörf fyrir tengslanet, ekki aðeins úti á landi heldur einnig á höfuðborgarsvæðinu. Það er tímafrekt og dýrt að hver og ein sé að finna upp hjólið. Þess vegna, meðal annars, er Köngullóin svo mikilvæg. Þar er safnað upplýsingum um konur fyrir konur, til að auðvelda þeim að ná settu marki.“ Viðtal og ljósmynd: RV

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.