Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 31

Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 31
RÁÐSTEFNA KVENLEIKSKÁLDA í ÁSTRALÍU Þriðja alþjóðlega ráðstefna kvenleikskálda verður haldin í Adelaide, Astraliu, dagana 3.-10. júlí 1994. A þessum vettvangi verð- ur gott tækifæri, fyrir konur jafnt sem karla, að kynna sér leikrit og leiklist kvenna alls staðar að úr heiminum. Adelaide, höfuðborg Suður-Ástraliu, er þekkt fyrir hvers konar listir og menn- ingu og þaðan liggur greið leið að mörgum helstu náttúrufyrirbærum landsins. Kvennalist á sér afar langa hefð í Ástralíu. í fjörutíuþúsund ár hafa trúarlegir dansar ffumbyggjakvenna þróast og haff áhrif á listsköpun kynslóðanna. Á þessari öld hafa evrópskir Ástraliubúar þróað sinn eigin stíl og síðasta áratuginn hafa íbúar af asískum uppruna bæst í hóp listamanna. Mun þema ráðstefnunnar tengjast samruna þessara óliku listfonua en aðrir alþjóðlegir straumar munu vitaskuld einnig svifa yfir 3rc Intermtional Women Pbywriglus Conlcrence vötnunum. Hefðbundin leikritun verður ekki ein og sér til umljöllunar á ráðstefnunni heldur einnig leikrit sem tengjast munnlegri hefð, nú- tímalist, trúar- og dáleiðslulist, svo eitthvað sé nefnt. Tuttugu ástralskar konur, auk þrjátíu leik- skálda frá ýmsum löndum, eru meðal gestafyr- irlesara. T.d. má nefna Vijaya Mehta frá Ind- landi, Joan Littlewood frá Englandi, Justine Saunders frá Ástralíu, Griselda Gambaro frá Argentinu og Fatima Dike frá Suður-Afríku. Þeim sem áhuga hafa á nánari upplýsingum um ráðstefnuna er bent á aö skrifa til: THE TIIIRD INTERNATIONAL WOMEN PLAYWRIGHTS CONFERENCE INC, C/ICMS PTY, LTD, PO BOX 8102, HINDLEY STREET, ADELAIDE S-AUSTRALIA 5000, sími: 61 8 210 6776, fax: 61 8 212 5101. þýðing/útdráttur VSV Framleiðum brúðu- körfur, barnastóla, barnakörfur, dýrakörfur o.fl. Fléttum einnig körfur að óskum hvers og eins. BLINDRA VINNUSTOFAN KÖRFUGERÐ Hamrahlíð 17 - Reykjavík Sími 91-687335 - Fax 91-687336 Hefurþúséð ElJSF í dag?

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.