Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 9

Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 9
Ljósm. Alda Lóa KVENNALISTINN TIL VALDA Kristín (aðstoðarkona borgarstjóra), Steinunn, Ingibjörg Sólrún og Guðrún þann 13. júní síðastliðinn. Sigur Reykjavíkurlistans í borgarstjómarkosningunum í Reykjavík í vor markar tímamót í íslenskum stjómmálum. Ekki aðeins vegna þess að bundinn var endir á nær sam- felldan sextíu ára valdaferil Sjálfstæðisflokksins, heldur vegna þess að nú komst Kvennalistinn til valda í Reykja- vík - í fyrsta skipti á tólf ára ferli sínum. Þegar Kvennaframboðið í Reykjavík bauð fyrst fram vorið 1982 var hlutur kvenna í sveitarstjórnum 6,2% en fór upp í 12,5% eftir kosningamar. Kvennaframboðið fékk tvo borgarfulltrúa af 21 og vann sinn stærsta kosn- ingasigur í Reykjavík þangað til núna. 1 kosningunum 1990 beið Kvennalistinn töluverð afhroð og mátti í raun þakka að halda borgarfulltrúa sínum. Nú bregður hins vegar þannig við að Kvennalistinn „á“ tvo borgarfúlltrúa og borgarstjórann. Kvennalistinn er loksins kominn í valdaaðstöðu og þarf nú að sýna að hann getur axlað þá ábyrgð. Það var ekki eingöngu í Reykjavik sem kvennalista- konur komust inn í sveitarstjórnir. Að minnsta kosti 13 aðrar kvennalistakonur náðu kjöri, tvær af kvennalistum, fimm af sameiginlegum listum og sex vom kosnar óhlut- bundinni kosningu. Þær hlutu allar þau örlög að lenda í minnihluta, nema Valgerður Gunnarsdóttir sem er forseti „Systumar" Anna J. Krístjánsdóttir, Bryndis Guöinundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Margrct Sæmundsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðrún Sæmundsdóttir frá Hafnarfirði á vorþingi bæjarstjórnar á Húsavik og Sigríður Jensdóttir sem er að hefja þriðja kjörtímabil sitt sem bæjarfulltrúi á Selfossi og annað kjörtímabilið sem forseti bæjarstjómar. Kvenna- listakonur geta verið ánægðar með hlut sinn og þá ekki síður það að helstu baráttumál Kvennalistans bar hátt í umræðunni fyrir kosningar. En hvaða dilk munu kosningaúrslitin draga á eftir sér? Er sérstöðu Kvennalistans hætta búin af samstarfi við aðra flokka og hvaða afleiðingar mun samstarfið í Reykjavík hafa? Miklar umræður spunnust um það á vorþingi Kvennalistans sem haldið var á Selfossi dagana 3.-5. júní síðastliðinn. Meðan sumar konur líta á úrslit kosninganna í Reykjavík sem stórsigur fyrir Kvennalistann óttast aðrar að þau rnarki upphafið að endalokunum. Að sögn Sigríðar Jensdóttur var það gagnrýnt töluvert þegar kvennalistakonur fóm í sameiginlegt framboð á Sel- fossi 1990, en hún segist vera í stjómmálum til að hafa Erla Guðmundsdóttir syngur afmælissöng fyrir Maríu Þorsteinsdóttur á vorþingi. áhrif og taldi þetta vænlegri lcið til þess. En afleiðingin varð sú að það fækkaði töluvert í Kvennalistanum og fremur dauft hefur verið yfir grasrótinni hin síðari ár. Það var greinilegt á umræðunum á vorþinginu að það var einmitt þetta sem margar konur óttast, að sameiginleg framboð grafi undan Kvennalistanum. Mikil áhersla var því lögð á að það yrði að halda uppi öflugu Kvennalista- starfi, ekki síst þar sem farið var í sameiginlegt framboð. Uppi voru háværar raddir urn að ímynd Kvennalistans bíði hnekki í sameiginlegum framboðum þar sem áhersl- urnar etu oft á skjön við hugmyndir Kvennalistans. Vinnubrögðin sem vom viðhöfð innan Reykjavíkurlistans voru talin mjög ókvennalistaleg og áherslan sem lögð var á persónu Ingibjargar Sólrúnar í kosningabaráttunni „ógeðfelld foringjadýrkun“, eins og ein orðaði það, sem fellur mjög illa að hugmyndafræði Kvennalistans. Var minnt á það að Kvennalistinn hefði valið framboðsleiðina til að hafa áhrif á eðli stjómmála, en ekki eingöngu til að

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.