Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 19
Fyrsta embættisverk hins nýja borgarstjóra var að vígja Lýðveldisgarðinn á homi Hverfisgötu og Smiðjustígs. Með Ingibjörgu Sólrúnu á myndinni eru m.a. Guðrún Ágústsdóttir,
Þorvaldur S. Þorvaldsson forstöðumaður Borgarskipulags, borgarfulltrúamir Guðrún Ögmundsdóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Guðrún Zoéga og Alfreð Þorsteinsson. Hjörleifúr
Sveinbjömsson upplýsingafulltrúi BSRB og tveir af þingmönnum Reykjavíkur Kristín Ástgeirsdóttir og Svavar Gestsson.
pólitík er aö fólk geti unnið saman.
Nú hafa andstœðingarnir þrástagast á
þvi að Ingibjörg Sólrún sé Jyrrverandi
Kvennalistakona.
- Hún er í K.vennalistanum og hún er
komin þangað sem hún er komin í póli-
tík gegnum starf sitt þar.
Eða þrátt Jýrirþað?
- Það er Kvennframboðið og Kvenna-
listinn sem hafa mótað hana sem stjóm-
niálakonu. Við vitum ekki hvaða afleið-
ingar það kann að hafa að hún er komin
í þessa stöðu, en við megum ekki
gleyma því að þetta er stórkostlegt tæki-
færi fyrir hana, Kvennalistann og konur almennt. Þetta er í fyrsta skipti
sem kona er kjörin til að gegna starfi borgarstjóra. Við höfúm alltaf sagt
að það skipti miklu máli að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti
vegna þeiiTar fyrirmyndar sem þar skapaðist. Það er svo mikilvægt að
bæði strákar og stelpur alist upp við að sjá konur í öllum mögulegum
stöðum. Hér hafa aðeins þrjár konur verið ráðherrar og það skiptir auð-
vitað máli fyrir kvennabaráttuna að það séu margar konur í borgarstjóm
°g að kona gegni embætti borgarstjóra. Eg er sannfærð um að Ingibjörg
Sólrún muni fylgja eftir stefnumálum Kvennalistans og nýta tækifæri sitt
sem borgarstjóri kvenfrelsisbaráttunni til framdráttar.
Sumir vona og aðrir óttast að Reykjavíkurlistinn sé upphajið að einhverju
nýju.
- Það er auðvitað allt of fljótt að segja til um það. En íslenska flokkakerf-
'ð er nátttröll. Marga dreymir unt að sameina félagshyggjuöflin til að
fólk geti haft áhrif á mótun samfélagsins í stað þess að vera alltaf í
minnihluta. En um hvað á að sameinast og til hvers? Hlutverki Kvenna-
•istans er hvergi nærri lokiö og þegar við horfum til landsmálanna þá er
mjög langt í það að þessi öfl sem stóðu að Reykjavíkurlistanum geti
sameinast í landsmálum. Eins og ég hef margbent á þá er framboðsleið-
m engin eilíf leið í kvennabaráttunni. Við hljótum alltaf að spyrja okkur
þeirrar spumingar hvemig kvennabar-
áttunni verði best borgið.
Hejur framboðsleiðin gengið sér til húð-
ar? Mörgum Jinnst allt starf Kvenna-
listans miðast við þingflokkinn og þœr
raddir heyrast að þörf sé á nýrri og öfl-
ugri kvennahreyjingu.
- Eg held að við séum að komast að
þeirri niðurstöðu að þessi framboðsleið
og almenn kvennahreyfing fara ekki vel
saman. Það er svo mikil vinna að vera í
pólitík að allt of lítið grasrótarstarf
þrífst í kringum Kvennalistann. Við
höfum valið framboðsleiðina og meðan
við teljum að hún skili okkur árangri
verðum við að megninu til í henni. En af hverju verður ekki til almenn
baráttuhreyfing kvenna utan Kvennalistans? Kvennahreyfmg sem stæði
fyrir aukinni umræðu, ráðstefnum og uppákomum. Það er full þörf á að
skoða nánar samspil opinbers lífs og einkalífs og spurning hvort ekki sé
tímabært að stofna umræðuhópa eins og vom svo vinsælir á áttunda ára-
tugnum.
Ætti Kvenréttindafélagið að vera vettvangur fyrir þetta?
- Eg hef aldrei haft neina sérstaka trú á KRFl. Þótt fullljóst sé af sögu fé-
lagsins að það hafi komið ýmsu til leiðar þá tel ég að það fonn sem
Kvenréttindafélagið hefur valið sér henti ekki nútíma kvennabaráttu.
Mér fínnst félagið ekki skila kvennabaráttunni núna nokkrum sköpuðum
hlut. Það þjónar sáralitlum tilgangi.
Einokar Kvennalistinn kvennamálin á Alþingi?
- Nei, en það er enginn annar sem sinnir þeim þar. Það heyrir því miður
til undantekninga að konur úr öðrum stjómmálaflokkum flytji tillögur
sem snerta konur, því þau mál eiga greinilega ekki upp á pallborðið hjá
flokksbræðmm þeirra. Þær virðast ekki treysta sér til að sameinast um
neitt nema þá sárasaklaus mál. Það em til konur sem em kvenfrelsissinn-
aðar eða vilja beita sér fyrir baráttumálum kvenna. Svo em aðrar konur
Kristin Jónsdóttir, Ina Gissurardótir og Sigrún Sigurðardóttir