Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 12

Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 12
12 KONUR í STJÓRNMÁLUM TIL SJÁVAR OG SVEITA Kvennalistakonur voru kosnar í hreppsnefndir, bæjar- og sveitarstjórnir víða um land og sló Vera á þráðinn til nokkurra þeirra og rakti úr þeim garnirnar um aldur og fyrri störf, pólitík, kosningamar, stöðu kvenna í sveitarstjómum og margt fleira. Hér er stiklað á stóru. Katrín Pálsdóttir er nýkomin í bæjarstjóm á Sel- tjamarnesi, en hún var í þriðja sæti á óháðum lista Bæjarmálafélagsins, sem bætti við sig miklu fylgi, en er áfram í minnihluta. Hún er hjúkmnar- fræðingur með meiru, hefur undanfarin ár verið i vinnu og námi og starfar nú á slysadeild Borgar- spítalans. Katrín hefur stutt Kvennalistann frá upphafi en hóf að starfa að alvöru þegar leitað var til kvennalistakvenna á Seltjamarnesi varðandi sameiginlegt framboð 1990 og varð þá fyrsti vara- maður. „Samstarfið hefur verið með miklum ágætum og málefnaágreiningur enginn. Þess vegna er ég sannfærð um að þetta er það sem koma skal, mun betra að samnýta bæði krafta og peninga, því þetta kostar nú ekki lítió, auk þess sem mikill ijöldi atkvæða dettur niður dauður þegar margir listar eru í boði.“ Starfið framundan leggst vel í Katrínu. Hún telur brýna þörf á að koma upp hjúkrunarheimili fyrir eldri borgara í bæjarfélaginu, málefni unglinga krefjist umijöllunar sem og atvinnu- og skipu- lagsmálin. Valgerður Gunnarsdóttir var kjörin í bæjarstjóm Húsavíkur af sameiginlegum lista Kvennalista, Alþýðubandalags og óháðra og hefur nú sitt þriðja kjörtímabil. „Sameiginleg framboð eru ár- angursríkari til að koma málum fram. Við getum að vísu látið heyrast meira í okkur sem stök rödd en til aó hafa áhrif er sameiginlega leióin væn- legri.“ Hún var í 2. sæti en alls voru 5 kvennalista- konur á listanum. Myndaður var meirihluti ásamt framsóknarmönnum eftir kosningar og var Val- gerður kjörin forseti bæjarstjómar fyrir kjörtíma- bilið. Hún er íslenskukennari við framhaldsskól- ann á Húsavík og hefur tekið virkan þátt í starfi Kvennalistans frá Upphafi. „Kosningabaráttan var lífleg, við brydduðum upp á ýmsum nýjungum, eins og að færa bæjarbúum birkiplöntur með stefnuskránni og bjóða ungu fólki til grillveislu og viðræðna. Það var greinilegt að unga fólkið er áhugasamt um bæjarmálin.“ Valgerður segir að atvinnumálin verði for- gangsverkefni nýrrar bæjarstjómar. „Mér líst vel á að fá að vinna að því að byggja atvinnulífið upp á ný. Skóla-, dagvistar-, menningar og umhverfis- mál em einnig mín hjartans mál.“ Guðrún A. Stefánsdóttir er fyrsta kvennalistakon- an til að sitja í bæjarstjóm Isafjarðar. Hún er fædd og uppalin að mestu á Isafirði, kynntist þar eigin- manni sínum og á nú fjögur uppkomin börn. Guð- rún hefur sinnt ýmsum störfum gegnum árin en lauk fyrir stuttu prófi í uppeldis-, menntunarfræð- um og námsráðgjöf við Háskólann og starfar nú sem námsráðgjafi og áfangastjóri við Framhalds- skóla Vestíjarða. Guðrún fékk stjómmálaáhugann á háskólaár- unum, fór að sækja fúndi Kvennalistans í vetur og ákvað að taka l. sætið á lista fyrir orð ýmissa mætra kvenna. „Kosningabaráttan var skemmti- leg og það verður gaman að takast á við þetta, en ég hefði auðvitað gjaman viljað vera í meiri- hluta.“ Það kom til greina að fara í sameiginlegt framboð gegn sjálfstæðismönnum en Framsókn var ekki til í slaginn. „Raunar finnst mér fáránlegt að vera með fimm framboðslista í svona litlu bæjarfélagi.“ Guðrún segist munu vinna að þeim málum sem lögð var áhersla á í kosningabaráttunni en það em skóla- og umhverfismál. „Það þarf einnig að styrkja atvinnulífið, finna leiðir til að vinna afl- ann betur og leita á önnur mið því þorskkvótinn fer sífellt minnkandi, styrkja smáfýrirtæki og hlúa að ferðamálum.“ Sigríður Jensdóttir er að hefja sitt þriðja kjörtíma- bil í bæjastjórn Selfoss og þá sem forseti bæjar- stjómar. Kvennalistinn bauð i annað sinn fram sameiginlega með Alþýðubandalagi og Alþýðu- flokki og var Sigríður efst á lista í bæði skiptin. Þau era í meirihlutasamstarfi með sjálfstæðis- mönnum en Framsókn er í minnihluta. Sigríður er jafnframt oddviti héraðsnefndar Amesinga. „Kosningabaráttan var fremur dauf enda beindist athyglin mikið til að kosningunum i Reykjavík. Annars held ég að fólk hafi almennt verið sátt við gang mála hér síðustu árin og ekki fundið sig knúið til að taka einarða afstöðu með eða á móti. Við höfum unnið mikið að málum sem snerta fjölskylduna, eins og skóla- og dag- vistarmálum auk umhverfismála. Sumir vilja þakka það auknum fjölda kvenna í bæjarstjóm.“ Síðustu tvö kjörtímabil hafa þær verið þrjár en verða nú fjórar. Sigríður hugðist reyndar draga sig í hlé enda í mörg horn að líta, hún á fimm börn og vinnur fulla vinnu hjá Vátryggingafélagi Islands, en erfitt rcyndist að fá konur í framboð. „Þær báru fyrir sig reynsluleysi og þýddi lítið fyrir mig að benda þeim á að þannig hefði ég nú byrjað. En vinnuálagið á konum er enn gífurlegt og þetta er ekki hægt nema með góðum stuðningi heiman að.“ Helga Sigurjónsdóttir var kjörin í bæjarstjórn Kópavogs af Kvennalista. Hún hefur lengi haft af- skipti af kvenréttindabaráttu, var ein stofnenda Rauðsokkahreyfingarinnar en gekk síðar til liðs við Kvennaframboðið og var ein þeirra sem sköp- uðu hugtakinu „kvennamenning“ sess í íslenskri hugsun. Helga er menntuð í íslensku og sálar- og kennslufræðum og hefur kennt við Menntaskól- ann í Kópavogi um árabil. „Mín hjartans mál eru kjör kvenna og bama en segja má að skóla- málapólitík sé grannurinn að mínum pólitíska á- huga. I raun hefði ég áhuga á komast í landsmálin Katrín Pálsdóttir Valgerður Gunnarsdóttir Guðrún Á. Stefánsdóttir Sigríður Jensdóttir Hclga Sigurjónsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.