Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 42

Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 42
KJARA- OG VELFERÐARMÁL r I'jyrri hluta greinarinnar, sem birt- ist í síðasta tbl. Veru, jjallaði ég um skýrslu Þjóðhagsstofnunar frá desember sl. um tekjur landsmanna árin 1991 og 1992 og dreifingu þeirra (því miðurféll undirfyrirsögn- in „fyrri hluti” niður en ég vona að það komi ekki að sök). I þessum hluta œtla ég að velta kjara- og velferðar- málum fyrir mér og leita rökstuðnings jyrir skoðunum mínum í áðurnefnda skýrslu og aðra nýrri sem Þjóðhags- stofnun vann fyrir félagsmálaráð- herra. Um kjara- og velferðarmál verður ekki rætt af skynsemi og sanngirni nema taka með í um- ræðuna efnahagsstefnu síðustu áratuga. Á það hefur skort í opinberri umræðu. í tíma og ótíma er landslýð sagt frá því hve skuldir þjóðarinnar eru miklar; af því leiðir að laun sumra (alls ekki allra) verða að vera lág, helst á mörkum fátæktar og inn- heimta verður háa vexti, verðbætur og bankakostnað af lánum sem ungt fólk er tilneytt að taka. Vogi fólkið sér að and- mæla þessu ástandi með því að fara fram á launahækkun, birtast þeir sem völdin hafa í ijölmiðlum og spyrja skuldum vaf- ið fólkið, sem reynir að koma sér upp heimili, hvort það vilji taka lán út á börn sín og veðsetja næstu kynslóðir. Svo veruleikafirrtir eru mennimir að þeir virðast ekki átta sig á því að þeir sem spurðir eru þurfa laun til að lifa og til að greiða skuldir annarra; skuldir þeirra sem veðsettu þá. Þetta er kjami málsins. Vegna kolrangrar efnahagsstefnu gat fólk tekið lán út á börn sín og ófædda afkomendur. Dag einn vöknuðu ráðamenn upp við vondan draum; áfram yrði ekki haldið á sömu braut, nú skyldi greiða niður skuldirnar og það skyldi vera verk komandi kynslóða, þær skyldu greiða lán sín með vöxtum, verðbótum og ýms- um öðmm kostnaði. Vegna efnahagsstefnu- seinni hluti Helga Garðarsdóttir skrifar leysis fyrri ára er hér á landi annars vegar fólk sem skráð er fyrir miklum eignum, bæði í formi steinsteypu og verðbréfa, og hins vegar fólk sem skráð er fyrir miklum skuldum í formi húsnæðis- og námslána. Aðstæður þessara kynslóða eru að stórum hluta ósambærilegar, fram hjá því verður ekki litið. Fyrrnefndi hóp- urinn getur ekki þakkað, nema að hluta, eigin dugnaði því hve mikið hann „á” og þeirn síðar- nefnda verður ekki borin lánasýki á brýn. Eg undirstrika að ekki græddu allir á verðbólg- unni. Sumt aldrað fólk hefur unnið hörðum höndum fyrir sínu. Allt fram á þennan dag hafa ráðamenn bruðlað með fé almennings og séð kynslóðum framtíðarinnar fyrir nógu að greiða; hver vitleysan af annarri hefur viðgeng- ist í framkvæmdum ýmiss konar (það er víst kallað óarðbærar fjárfestingar á fínu máli). Ég læt mér nægja að nefna hér Kröflu. Svo illa hefur verið haldið á spöðun- um í efnahagsmálum að þjóðin er ill- fær eða ófær um að takast á við at- vinnuleysið sem nú veður yfir landið og bitnar verst á ungu fólki sem er með lán vegna húsnæðiskaupa á bak- inu (þetta sagði mér starfandi prestur í Reykjavík). I nýrri skýrslu Þjóð- hagsstofnunar má sjá að 70% lána fólks er vegna húsnæðiskaupa og að skuldugasta fólkið er á aldrinum 31 - 35 ára. I skýrslunni kemur einnig fram að í byrjun níunda áratugarins hafi hvert heimili í landinu skuldað um 25% af ársráðstöfunartekjum sínum, u.þ.b. þriggja mánaða tekjur, en að á síðasta ári hafi skuldir hvers heimilis numið um 116% af árs- ráðstöfunartekjum þess, u.þ.b. 14 mánaða tekj- ur. M.ö.o. þá hafa skuldir hvers heimil- is nær fímmfaldast á rúmum áratug. Tölumar eru meðaltal og þess vegna eru til heimili sem ekkert skulda, önnur sem skulda mun meira en tölurnar sýna og enn önnur sem skulda mun minna. Það er þó staðreynd að mestu skuldirn- ar hvíla á herðum 31-35 ára gamals fólks og að meirihluti lánanna er vegna húsnæðiskaupa. I skýrslunni kemur og fram að lægst launaða fólkið skuldar tvö- til íjórföld heildarárslaun sín, um 3,5 milljónir að meðaltali. Síðast en ekki síst má sjá í skýrslunni að skuldir heimila lágtekju- fólks eru álíka miklar og heimila hátekjufólks. En meðalskuldir heimilis sem hefur milljón eða minna í árstekjur eru nánast jafnmiklar og heimilis sem hefur 2-3 milljónir í árstekjur. Þótt flest fólk á ákveðnum aldri hafí lágar eða háar tekjur eru einstaklingar innan um sem öðruvísi er ástatt um. Ef meðaltalið eitt er haft að lciðarljósi dettur það fólk niður á milli og gleymist. Sama er að segja ef einblínt er á hjú- skaparstétt. I töflu II í fyrri hluta greinarinnar Svo illa hefur verið haldið á spöðunum í efna- hagsmálum aZ> þjóðin er illfær eöa ófær um ab takast á vió atvinnuleysið sem nú veöur yfir landið og bitnar verst á ungu fólki sem er meö lán vegna húsnæbiskaupa á bakinu.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.