Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 37
ISLAND
SÆKJLIM ÞAÐ HEIM
VEGANESTI í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU
Það hefur varla farið fram hjá tesendum Veru
að i gangi er sérstakt ferðaátak innanlands þar
sem landsmenn eru hvattir til að ferðast um
eigið land. Tilefnin eru þrjú: Fimmtíu ára af-
mæli lýðveldisins, ár fjölskyldunnar og tuttugu
ára afmæli hringvegarins. Það er löngu tíma-
bært að vekja athygli á mikilvægi innlendrar
ferðaþjónustu og stuðla að ferðalögum ístend-
inga um eigið land. Sá tími er vonandi liðinn að
menn þeystu hringinn á þremur sólarhringum
eða fóru i útilegu i Þórsmörk og fóru aldrei út
úr tjaldinu. Það er ýmislegt hægt að gera þótt
enginn sé jeppinn. Möguleikarnir eru óþrjót-
andi og óþarfi að leita langt yfir skammt. Aðal-
atriðið er kannski að hafa augun opin, kynna
sér það sem í boði er og vera klæddur miðað
við aðstæður.
Að þessu sinni er matarsíðan helguð
íslenskri útivist, jafnt lautartúrum með fjöl-
skyldunni sem lengri gönguferðum með úti-
legubúnaðinn á bakinu. Hvað á að taka með i
ferðina til að gera hana sem lystilegasta?
María Hildur Maack og eiginmaður hennar
Finnur Árnason eru iðin við að fara með börnin
þrjú í lautarferðir jafnt sem lengri ferðalög og
miðla af reynslu sinni til lesenda Veru.
Nokkurra daga gönguferðir um hálendi
Islands verða æ vinsælli enda fátt hollara
sálartetrinu en friðsældin á fjöllum. Nýgræð-
ingar i útivist eiga þó oft erfitt með að ákveða
hvað taka skuli með matarkyns í slikar ferðir,
þvi ekki mega kílóin vera of mörg sem fara í
bakpokann og maturinn þarf að vera sérlega
ríkur af hitaeiningum. Vera fékk Gróu Halldórs-
dóttur hjá Ferðafélagi íslands til að koma með
góð ráð um matseðil fyrir fjögurra daga göngu
niður „Laugaveginn", einnar vinsælustu
gönguleiðar á landinu, milli Landmannalauga
og Þórsmerkur.
Fer&agörnin ^
„Við ijölskyldan höfum eingöngu ferð- j
ast innanlands frá því að börnin fædd- «
ust og lendum yfirleitt í óvæntum
ævintýrum sem við kunnum misjafn- |
lega vel að meta eftir aldri og húmor "S,
, hverju sinni,“ segir María Hildur 5
Maack. g
„Það sem okkur finnst að jafnaði -g
þó skemmtilegast er að hitta góða 2
heimamenn eða glaða ferðalanga sem
gefa sér tíma til þess að blanda geði við
aðra. Þess vegna skipuleggjum við hæfi-
lega lítið í upphafi: Landshluta, nokkra
áhugaverða staði og hvað við megum
nota mikla peninga (þessar áætlanir
standast yfirleitt ekki!).
Það er hægt að kaupa sér margar
nætur á hótelum fyrir andvirði eins
sumarbústaðar eða fellihýsis, ennþá
fleiri á hlýlegum farfuglaheimilum. Gist-
ingu kjósum við alltaf að hafa í bland,
stundum tjald, stundum hótel, bænda-
gistingu og farfuglaheimili. Við eigurn
mjög lítinn viðleguútbúnað og engin
ferðasett, og sjáum ekki ástæðu til að
fjárfesta í því sem þarf að geyma níu
mánuði ársins í geymslulausri íbúðinni.
Ekkert er eins leiðinlegt og lyktar-
laust landslag séð gegnum bílrúðu úr
aftursæti. Þess vegna eru sumir ferða-
dagar sögu- og snældudagar, þ.e. þegar
við rembumst við að hafa ofan af fyrir
okkur inni í bílnum á löngum vegalengd-
um eða fara langt meðan börnin sofa á
kvöldin. Aðra daga höldum við kyrru
fyrir þar sem krakkarnir finna sér leik-
svæði við læki og fá að sulla að vild,
kynnast jafnvel börnum á bæjum þar
sem við gisturn og fá að fara í fjósið
meðan stóra fólkið fer i gönguferð.
Suma daga förum við stutt, stoppum oft
og hreyfúm okkur nrikið.
Nánar um ferðamatinn
Langar ferðir
Auðvitað kaupum við okkur stundum
máltíðir á matsölustöðum út um allt
land, en það er ekki mikil tilbreyting í
íslensku grillfæði hvar sem er á landinu.
Frönsku kartöflurnar eru yfírleitt úr inn-
fluttu kartöfludufti, kókið alls staðar
eins. Mikið vildi ég sjá meira af hráefni
staðarins á boðstólum hverju sinni. Mér
finnst til dærnis undarlegt að ekki sé
hægt að kaupa steiktan nýjan fisk á X-
firði þegar allar trillumar hafa nýlega
landað nokkrum tonnum á bryggjunni
sem blasir við úr gluggum grillskálans.
Eins þætti mér vænt um að sjá frekar
mjólkurvörur með bláberjabragði og
vínarbrauð með rabarbarasultu heldur en
innfluttum mangódropum og vanillu-
mauki. Öll mjólkursamlög á landinu búa
til jarðarberjajógúrt en hvergi sjást
krækiber notuð í slíkurn tilgangi.
Að vísu virðist þetta vera að snúast
við en surnt rnætti fara að sjást aftur í
hillum kjörbúða: súrsaðir selshreifar í
smökkunarumbúðum, köld svið, harð-
37