Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 46
raddir slitinna tauga æsa og róa til skiptis.
Silfrið finnst, það finnst, þú verður bara að
bíða þar til plássið losnar, ég get ekki verið
alls staðar í einu - hvar hefur hún náð í háralit,
hefúrðu ekki tekið eftir því, hún er búin að lita
á sér hárið - og dymar flengdust upp og þær
stóðu eins og saksóknarar og störóu í svörð-
inn á henni og svo veinaði Olöf Guð minn
góður og kveikti sér í ijörutíuogníu.
Plássið losnaði. Eins dauði, annars lán.
Hún settist á rúmstokkinn um morguninn með
skjattann sinn í kjöltunni og hélt fast um
hann, þögul og ósveigjanleg. Þær komu í
dymar, bældu gleði sína og sögðu henni að
hún þyrfiti ekkert með sér. Æ, sagði svo Olöf,
leyfúm henni að hafa þetta. Hvað, vildi Jór-
unn vita, er hún með i töskunni?
Leyfðu mér að sjá hvað þú ert með,
amma, sagði hún og togaði í höldin. Jómnn
gamla sleppti ekki. Leyfmér að sjá! sagði hún
og togaði fastar. Látt’ana í friði, sagði móðir
hennar og stúlkan sneri sér snöggt og
fleipraði: Hún getur verið með silfrið, þá sjá-
um við það aldrei aftur, því verður stolið af
okkur á elliheimilinu! Svo náði hún til
rennilássins og renndi frá. Jómnn gamla hafði
sett tennumar sínar efst, ofan á óhrein nærföt.
Ojjbara, sagði blessað bamið og renndi fyrir
aftur. Þær lögðu kápu yfir herðar hennar,
leiddu hana niður og óku henni á elliheimilið.
Þar settist Jómnn á bríkina, hélt um skjattann
og beið.
Mæðgumar bmnuðu í Hátún og byltu
fyrrverandi íbúð Jómnnar gömlu. En þar var
ekkert silfur, engin peysuföt, ekkert bitastætt
og samt mundi Olöf ekki betur en móðir
hennar hefði átt einhverjar skeiðar líka og sitt-
hvað annað sem hún hafði alltaf kallað verð-
mæti, þótt megnið af því hefði sjálfsagt verið
rusl. Síðla kvölds féll gmnur á Guðmundu
grannkonu, sem þarna haföi verið inn og út
um árabil og eflaust sökkt sínum blóðlökkuðu
nöglum í góss Jórunnar gömlu um leið og
menn snem sér undan. Þessi kenning var
viðmð við lögregluna morguninn eftir og
þegar Guðmunda hélt því fram að Jómnn
hefði sjálf komið og sótt sitt dót í íbúðina,
fékkst samstundis húsrannsóknarheimild.
Leit leiddi ekkert annað í ljós en gúmmíverjur
í náttskúffu Guðmundu, sem færði öllum við-
stöddum heim sanninn um innræti hennar og
vom yfirheyrslur hertar. Þær höfðu enn engan
árangur borið þegar boð bárust frá elliheimil-
inu: Jómnn hafði horfið þaðan 48 stundum
áður.
Þótti nokkuð seint frá sagt, en stofnuninni
var ekki aðeins illa við að týna vistmönnum
sinum, þeim var enn verr við að segja frá því.
Atburðurinn leiddi til þess að Vestfirðingur
hringdi til DV og kom af stað fjölmiðlafoki á
annars tíðindalitlum tímum um mæti þess að
elliheimili og aðrir geymslustaðir fyrir einskis
nýtt fólk hefðu á sínum snæmm leitarhunda,
sem samstundis gætu fundið þá innlimi sem
stofnanimar glopmðu út um gættir sínar.
Jómnn gamla fannst aldrei. Sjö ámm síðar
var hún talin af. Silfrið líka.
Silfrið var ekki beinlínis glatað. Því skartaði
ung kona af góðu fólki og lét þess oft getið, að
þær mæðgur hefðu keypt það þjóðhátíðarárið
af gamalli konu fyrir offjár, því það var yfir
hundrað ára gamalt og smíðað af honum Hall-
dóri fyrir norðan. Allir hreyfðu höfúðið í
andagt fýrir Haldóri og vissi þó enginn hver
hann var.
I öðm húsi i bænum var Halldór fyrir
norðan oft nefndur á nafn, þá í tengslum við
fjóra litla silfúrramma, sem frúin hafði borið
gæfu til að höndla af gamalli konu sem var að
safna fýrir útförinni sinni. Vinnukona frúar-
innar hafði litið aftan á þá þegar hún fékk þá til
fægingar og séð þar enska verksmiðjustimpla,
en ekki haft orð á, henni nægði að hjúfra sig
upp að vitneskjunni þegar hún deildi launun-
um sínum milli reikninga.
I enn öðru húsi hékk dmngaleg mynd af
hraungrjóti í myrkri. Agæti hennar var fólgið í
rauðmáluðum stöfum neðst í hægra homi:
Kjarval.
Kniplingar, blúndur, nærhöld, skeiðar,
dúkar, minjagripir og annað dót var dreift um
Stór-Reykjavíkursvæðið, þar sem það var
meðhöndlað af gætni og natni sem það hefði
aldrei orðið fyrir í höndum réttmætra erfingja
sinna. Ef ekki vegna annars, þá verðsins sem
goldið hafði verið fyrir það.
Leitin af silfrinu og Jórunni bar ekki ár-
angur vegna þess að ekki var leitað á réttum
stöðum. Menn og hundar gengu fjörur og
Öskjuhlíðina, því að það var alkunna að elli-
ært fólk henti sér í sjóinn eða utan í hitaveitu-
stokk. Eftir því sem á leið hölluðust menn
óviljugir að því, að geimfarið hefði komið aft-
ur og haft gömlu konuna á brott. Mörgum
unglingum í bænum þótti það óréttlátt, töldu
að aðrar reikistjömur hefðu verið betur settar
með ungt og aðlaðandi fólk frá jörðinni. Ólöf
var manna viljugust að trúa á geimfarskenn-
inguna, það var snyrtileg lausn, hún fjarlægði
alfarið eina vitnið að subbulegum getnaði
hennar, sem annars hefði rifjast upp á hverjum
jólum við siðskylduheimsóknina í kirkjugarð-
inn.
Kenningin var ekki alröng. Jómnn gamla
hafði horfið upp í loftið. Vegna staðfestu
hugarfars allra sem að rannsókn málsins
stóðu, datt engum í hug að hafa samband við
flugfélagið. Enginn tók heldur eftir því, að
vegabréf Jómnnar úr Spánarförinni forðum
var horfið, einfaldlega vegna þess að enginn
mundi eftir að hróið átti vegabréf.
Jórunn flaug því trauðlalaust með tennum-
ar í töskunni til Mílanó, þar sem hún keypti sér
einlit, smekkleg föt. Daginn eftirtók hún jám-
brautarlestina niður til Bari, þar sem hún fékk
far með fiskibát yfir til Albaníu. Þaðan hélt
hún ferðinni áfram fótgangandi. A leiðinni
hitti hún gamla, tannlausa konu, sem hún gaf
fölsku tennurnar sínar, þótt hún efaðist um að
gómar væm gefnir út í one size fits all. Það
virtist hins vega útbreidd skoðun í Albaníu.
Rétt áður en hún kom að landamærum Grikk-
lands, áskotnaðist henni lítill drengur. Hann
hafði reynt að lauma hendinni ofan í tösku
hennar, en hún gripið um og haldið þétt í
augnablik. Þegar hún sleppti, stóð hann kyrr.
Þegar hún lagði af stað aftur, elti hann. Hún
bandaði honum heim til sín, hann fór ekki.
Nokkm síðar rann upp fyrir henni, að það
þýddi ekki að senda fólk heim sem hvergi átti
heima.
Drengurinn reyndist fróður um
landamæragæzlu og þau gengu yfir á gríska
gmnd eftir einstígi smyglara, sem samkvæmt
gagnkvæmu samkomulagi var óvarðað. Piltur
var lipur í grísku og auðveldaði þeim ferðina
til suðurs. Það var líka hann sem fann enn ann-
an fiskibát sem flutti fólk án leiðigjarnra
formsatriða og síðla dags í byrjun þriðju viku
vináttu þeina stigu þau á land á eyju sem var
hvorki of stór né of lítil. Jórunni sýndist fólk
þar lifa á landbúnaði og fiskveiðum, hvoru-
tveggja kom kunnulega fýrir, ef eitthvað, þá
hélt hún það gæti verið auðveldara að lesa vín-
ber og ólívur af trjánum en að grafa upp kart-
öflur og rófur í sudda. Reyndist það rétt.
Fólkið á eyjunni hafði vanist því að sýna
aðgát í nærvem sálna sem ekki sendu póskort.
Það áleit, að fólk sem ekki fengi bréf frá for-
tíðinni hefði kvatt hana og að það hefði leyfi
til þess. Garnir voru þvi ekki raktar úr Jórunni,
sem gerði henni kleift að eiga engin leyndar-
mál. Hún lét tinnusvart hár sitt vaxa og hnýtti
það upp að hætti kvenna á eyjunni og þótt
henni þættu suðrænir sauðir seigari undir tönn
en norrænir, þá kom það ekki að sök, nýju
tennumar hennar vom sterkari og órýrðari af
sykurjapli og skyrbjúgi.
Haustmorgun einn vaknaði hún við óþæg-
indi í kviðarholi og það tók hana andartak að
átta sig á gömlum kunningja. Þá vissi hún fýr-
ir víst, að hún hafði valið og fengið.
Mynd: Sigurborg Stefánsdóttir
Sjii góðar siigukonur hafa spunnió sögu|>ráó fyrir les-
endur Veru. Jóuiiii Steinsdóttir liyrjafti og svo tóku
þœr við ein af annarri; Asta Olafsdóttir, Villmrg Dag-
hjartsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Elísaliet
Jiikulsdóttir og Steinunn JóJiannesdóttir
Auður Haralds er með óstöðvandi ritræpu
að eigin sögn en fæst nú aðallega við smíð-
ar og klippir neglumar á sér sjálf. Hún
dvaldist í mörg ár á Italíu þar sem hún sá
m.a. um pistla fýrir Dægurmálaútvarp Rás-
ar tvö. Auður hefur samið fjölda bóka fýrir
fullorðna og börn: Hvunndagshetjan 1979,
Lœknamajían 1980, Hlustið þér á Mozart?
1982 og Ung, há, feig og Ijóshærð 1987.
Unglingabókin Baneitrað samband á
Njálsgötunni kom út árið 1985 og bækurn-
ar um Elías á ámnum 1984-1987. Auk þess
hcfur Auður samið fjölda greina fyrir blöð
og tímarit og gert útvarpsþætti, m.a. um
boðorðin tíu.