Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 21
Það hefur verið geri grín að Kvennalistakonum fyrir að líta á það sem
hlutverk sitt að vera siðbœtandi afl í pólitík.
- Já, en þá hefur verið snúið út úr málum.
Við erum ekki að setja ofan í við óknytta-
drengi - eins og ein orðaði það - málið er al-
varlegra en það. Kvennalistinn hefur alltaf
gagnrýnt spillingu, misbeitingu valds og
skort á lýðræði, t.d. setningu bráðabirgða-
laga og aðrar aðgerðir gegn vinnandi fólki.
Einnig höfum við gagnrýnt annarlegar
stöðuveitingar og nýlega kom þingflokkur-
inn með tillögu um að útlán bankanna verði
rannsökuð. Þar eru mýmörg dæmi um
hreina og klára spillingu þar sem enginn er
dreginn til ábyrgðar.
Það hefur borið nokkuð á því í vetur að þing-
konur greiði atk\’œði sitt á hvað. Hér áður
vakti það athygli að Kvennalistakonur
komust að sameiginlegri niðurstöðu um nœr
öll mál, heyrir samstaðan fortíðinni til?
- Auðvitað erum við sammála í stórum
dráttum, cn það hefur gerst á þessu kjörtímabili að við höfum gert það
sem hverri og einni finnst rétt. Það hefur gerst í kjölfar Laugarvatnssam-
þykktarinnar 1992. Sú samþykkt var leið til að leysa stórt og mikið á-
greiningsmál, en að gera það að almennri reglu að hver og ein megi gera
það sem henni sýnist gengur ekki. Eg sé það alltaf betur og betur að það
sem skiptir máli í stjórnmálastarfí er samstaða, það að geta unnið saman
og tryggð gagnvart hreyfingunni og hver annarri. Auðvitað geta komið
upp stór mál sem þá þarf að fara með inn í Kvennalistann, en að þetta
eigi að vera reglan gengur ekki. Það er ekki
hægt að halda sarnan pólitískri hreyfíngu ef
við erum ekki sameinaðar um stefnu, starfs-
hætti og áherslur. Svo að ég vitni í Jón
Baldvin þá skiptir stefnufesta rnestu máli í
stjórnmálum þannig að fólk viti að hverju
það gengur í kosningum. Við vitum að
Kvennalistinn hefur byr í þjóðfélaginu og
við verðurn að undirbúa næstu kosningar
vel, móta stefnuna, taka á þeim málum sem
við þurfurn að taka á, undirbúa okkar vel í
sjávarútvegsmálum, velferðannálum, land-
búnaðarmálum og Evrópumálunum - sem
eru e.t.v. þau mikilvægustu sem Island hef-
ur þurft að takast á við. Við þurfum enn á
ný að spyrja okkur fyrir hvað Kvennalistinn
stendur, að hverju stefnir hann og um hvað
sameinumst við? Hversu mikla áherslu á að
leggja á samstöðuna og hvenær verður hún
svo útvötnuð að hún eyðir allri pólitík? Það
er löngu tímabært að krytja hugmyndafræðina, sem hefur staðið lítið
breytt frá 1982, til mergjar - þó það kunni að kosta átök, en mikilvægast
er að komast að sameiginlegri niðurstöðu og standa saman um hana.
Viðtal RV
Ljósmyndari Bára
Laufey Jakobsdóttir og Ingibjörg Þorgeirsdóttir
Gerum
hreintí
umferðinni!
BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF.
^að er eitthvað bogið við nvi'J
'sskápalínuna frá Whirlpool
HLUTFÓLL HURD HÆÐ BREIDDDÝPT VERDst.GR.
190/122 2 180 60 60 82.555
242/83 2 180 60 60 82.555
202/96 2 179 55 60 66.405
204/60 2 159 55 60 61.655
Bogadregin línun í hurðunum
;i nvju ískápalínunni frá
\\ hirpool gefur nútímalegt
yfirbragö. I ni leið er |>að
afturhvarf til fortíðar og því
má segja að gainli og nýi
tíininn niætist í nýju Soft
Look línunni Irá W hirlpool.
%
W*
jgg
gs?
fig
SfK
9
KOMDU OO 5*°°
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 OO
:Ar- ;.4S^
Umboösmenn um land allt.