Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 29
Marcia Muller - Sharon McCone
svo langt að leggja áherslu á að hún eigi ekki einu sinni
pottablóm.
Þetta eru óvenjulegar konur og viðfangsefni þeirra eru
önnur en gengur og gerist meðal kvenna. Þrátt fyrir það
eru þær fyrst og fremst konur og miklu kvenlegri en þær
virðast við fyrstu sýn. V. I. Warshawski er þar fremst í
flokki, hún á rándýr og flott föt og elskar skó með háum
hælum. Þær eru yfírleitt lítið fyrir húshald, taka sjaldan til
og kaupa enn sjaldnar til heimilisins. Ofáar þeirra eru
duglcgar að skokka, fara út eldsnemma á nrorgnana, og
svo þurfa þær að æfa skotfími sína öðru hverju. En þær
eru flestar lítið tæknivæddar umfram þjófalykla og byssu
og bílamir sem þær aka á eru gjaman ryðbrunnar og
beyglaðar druslur sem eru að syngja sitt síðasta.
Hvað er svona skemmtilegt vi& þessar bækur?
Þær eru góð tilbreyting frá hinum velþekktu karlhetjum
og andhetjum sem voru í tísku fýrir nokkrum árum. Um-
hverfí kvennanna er allt annað og kvenlegra, og jafhframt
því sem þær em að glíma við sakamál þá em þær líka að
glíma við hversdagsleg vandamál sem allar konur þekkja,
eins og að ná í fatahreinsun fýrir lokun. Málin sem þær
fást við eru öðruvísi, tengslum fólks á annan veg farið og
svo nota þær aðrar aðferðir því þær beita sínu kvenlega
innsæi. Ef við viljum vera fræðilegar þá em þetta svo
sannarlega femínískar bókmenntir. Skilningur höfund-
anna á veruleika kvenna skín alls staðar í gegn og
feminísk viðhorf era undirtónninn í sögunum. Kvenhetj-
urnar eru sjálfstæðar konur sem bjóða karlheiminum birg-
inn þó ekki sé nema fyrir það eitt að hafa valið sér þetta
starf sem samkvæmt ríkjandi skoðun er „ekki kvenmanns-
verk“ svo vísað sé til titils á bók P. D. James um Cordelíu
Gray. Okkar konur eru þrjóskar og þráar, háðskar og orð-
heppnar, þær ögra körlum og eru ógn við aðrar konur.
Hvers vegna lesum við þessar bækur?
Þessu höfum við velt svolítið fyrir okkur og þá auðvitað
líka því hvenær við höfurn fengið áhuga á slíkum sögum.
Og þegar við lítum lil baka þá höfurn við ilestar komist að
því að sögur af þessu tagi hafa alltaf höfðað til okkar.
Hver man ekki eftir Nancy Drew og Beverly Grey? Stúlk-
unum sem upplýstu dularfull mál sem alltaf var nóg af í
kringunr þær. Frá þeim héldum við áfram yfír í liina
dæmigerðu reyfara, yfirleitt með karlkynshetjum í aðal-
hlutverki, en þegar við uppgötvuðum bækur Sue Grafton
og Söm Paretsky þá þóttumst við hafa hirnin höndum tek-
ið. Kvennakrimmarnir eru góð afþreying og hvíld frá öðru
lesefni, þeir eru góðir ferðafélagar, sérstaklega fýrir konur
sem ferðast mikið innanlands, því þegar Flugleiðir og
veðurguðirnir leika okkur grátt þá verður biðin á flugvell-
inum bærilegri ef við höfum V. I. Warshawski eða ein-
hverja stöllu hennar í farteskinu.
Og svo skulum við bara játa að það er þrælgaman að
bregða sér inn í heim þessara hraustu og úrræðagóðu
kvenna sem láta ekkert stöðva sig í því að tryggja að rétt-
lætinu sé fullnægt.
Krimmakonur á Akureyri:
Elín Stephcnscn
Guðný Gerður Gunnarsdóttir
Gyða Haraldsdóttir
Lonc Jenscn
Valgcrður Magnúsdóttir
Sharon McCone er einkaspæjari og vinnur hjá lögfræðifyrirtæki
sem selur þjónustu sína afar ódýrt eða gefúr hana. Hún býr í lé-
legu hverfi í San Francisco og á foreldra og systkini langt í burtu.
Bræður hennar eru alltaf i fangelsi, systumar óléttar og móðirin
afskiptasöm og ósanngjörn. Bækumar em skrifaðar á áttunda
áratugnum og standast tímans tönn mjög vel.
Val McDermid - Linsey Gordon
Linsey er rannsóknarblaðamaður í Bretlandi, gagnrýnin á kerfið
(anti establishment) og uppljóstranir hennar leiða til þess að hún
er oft í lífshættu og þarf að fara huldu höfði. Hún tekur virkan
þátt í starfi kvennahreyfíngarinnar og morðin gerast iðulega í því
umhverfi. Linsey er lesbía og inn í söguna blandast flækjur í
einkalífínu, m.a. þegar fyrrverandi ástkona hennar er myrt.
Carol er rannsóknarlögreglumaður í Sydney í Ástralíu. Hún er
myndarleg og snyrtileg kona sem nýtur virðingar fyrir dugnað og
góðan árangur í starfi en í einkalífinu em hins vegar ýmsir erfið-
leikar. Carol er lesbísk og býr með Sybil en vill ekki að eðli sam-
bands þeirra sé á allra vitorði, því hún er hrædd um að það myndi
hafa skaðleg áhrif á starfsferil hennar. Feluleikurinn er Sybil ekki
að skapi og veldur ýmiskonar togstreitu og afbiýðisemi í sam-
bandinu. Að öðm leyti lifa þær fremur hefðbundnu lífi, eiga fal-
legt og vel hirt heimili og tvo ketti.
Sara Paretsky - V. I. Warskawski
Sögusviðið er Chicago nútímans. V. I. lærði lögfræði, giftist
bekkjarbróður sínum en skildi fljótt og hætti í lögfræðiíýrirtæki
eiginmannsins og fór að starfa sjálfstætt sem einkaspæjari. Hún
er sérkennileg blanda af viðkvæmni og hrjúfleika, ósvífin og
óttalaus, gefur skít í hefðimar og tekur alls konar áhættu til að
upplýsa þau mál sem hún vinnur að. En svo veður hún inn í
brennandi hús til að bjarga nokkrum kristalsglösum sem
Gabriella móðir hennar heitin hafði átt, því þau eru það sem hún
veit dýrmætast í lífi hér.
Deborah Powell - Hollis Carpender
Nýleg í hópi kvenna sem rannsaka glæpamál er hin hressa og
meinfyndna Hollis Carpender. Sögusviðið er Houston, Texas,
árið 1936, þar sem Hollis starfar sem rannsóknarblaðamaður á
Houston Times. Hún er hörkutól sem lætur engan vaða yfir sig,
er lesbísk, lítur út eins og Marlene Dietrich og drekkur órnælt
gin. Hún telur ekki eftir sér að beita skuggalega karaktera fanta-
brögðum ef svo ber undir.
Joan Smith - Loretta Lawson
Loretta er kennari við háskóla í London. Hún er femínískur bók-
menntafræðingur sem hefúr spæjarastörfin þegar hún finnur lík í
íbúð sem hún dvelur í í París þar sem hún er stödd á fundi rit-
stjóra kvennatímarita. Um sama leyti hverfur samkennari hennar
og höfuðandstæðingur í fræðunum. Loretta er fráskilin, en fyrr-
verandi eiginmaður sem er blaðamaður reynist henni hjálplegur
við upplýsingaöflun.
Þetta er auðvitað bara lítið sýnishorn af því sem til er af bókurn af
þessu tagi, það em miklu fleiri konur sem skrifa kvennakrimma!
Fyrir þær sem vilja kynnast þeim má frá prýðilegt yfirlit í bók-
inni Private Eye, sem er safn af smásögum og er hverjum höf-
undi gerð stuttlega skil. Sara Paretsky ritstýrði og skrifar fróðleg-
an og skemmtilegan inngang. GOÐA SKEMMTUN!
Claire McNab - Carol Ashton