Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 36

Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 36
Hirðingi af Berbaættum í Douz. Þeir búa í eyðimörkinni og færa sig milli landsvæða eftir árstíðum og leigja úlfaldana sína undir ferðamenn. Þórdís er nýflutt til Parísar og er að reyna að koma sér á framfæri þar. Hún segist alveg gera sér- grein fyrir að það verði ekki auðvelt þar sem svo margir séu um hituna. - Þótt ég sakni mjög margs, eins og Qölskyldu, vina og íslenskrar náttúru, þá hefur mig lengi lang- að til að reyna fyrir mér í París. Stórborgarlíf hentar mér betur eins og er. Héma, vegna fá- mennis og einangrunar, hefur þróast svolítið einhæft lífs- mynstur, það eru alltaf þeir sömu úti á lífinu, hinir eru heima eða í vinnunni. Það er líka skemmtilegt að hafa tæki- færi til að sjá myndlistarsýning- ar og fara á tónleika með lista- mönnum frá öllum heimshorn- um sem er sjaldgæft hér. Svo er satt að segja ekkert sérstakt að vera Ijósmyndari hér. Markaðurinn er þröngur, skemmtileg verkefni eru fá og litlir peningar í boði. Menn þurfa að taka öllu sem býðst og geta gert allt og ná því ekki góð- um tökum á neinu ákveðnu. Ljósmyndunin verður rútína og þó menn verði góðir tækni- menn þá er það ekki það sama og að vera góð- ur Ijósmyndari. Þórdís er ekki lengi að hugsa sig um þegar hún er spurð hverjar væru kjöraðstæður hennar sem ljósmyndari á íslandi. - Eg væri mjög ánægð ef ég gæti einbeitt mér að fáum afbrigðum Ijósmyndunar. Öll heim- ildaljósmyndun finnst mér spennandi, að „skrá niður“ atburði og staði með myndavélinni. Vinna myndaraðir út frá ákveðnu þema, t.d. hótel á Islandi eða bændur í Norður-Múla- sýslu, eða byggja upp myndasögur. Einnig finnst mér alltaf gaman að vinna portrett, bæði í stúdíói og utan þess, mynda mannlíf og jafn- vel tísku. Að skrifa meb myndavélinni -1 upphafi sagðist ég ætla að nota myndavélina eins og listamenn nota pensil og ég var sann- færð um að ljósmyndun væri „list“. Eftir þrjú ár í Arles var ég næstum „hætt við“ ljósmynd- un, mér fannst eins og allt hefði verið gert. En svo jafnaði ég mig. I dag finnst mér ekki skipta höfuðmáli hvort ljósmyndun sé list eða ekki. Hún er miðill, mjög gagnlegur á vissan hátt og hrífandi og það er alveg nóg. Ljósmyndin getur verið sjálfstæður miðill og einnig er hægt að Þórdís er fararstjóri í Túnis í sumar á vegum Samvinnuferða-Landsýn- ar, en þar hefúr hún unnið sem flug- freyja í leiguflugi milli Túnis og Evrópu. Því liggur beinast við að- spyrja hana að lokum hvemig hún „skrifaði“ Túnis með myndavél- inni. - Ég gerði það á minn hátt. Ég fór með mynda- vélina og skráði landið, eins og ég sá það og skynjaði. Ég var þar í hálft ár, frá mars til sept- ember 1993, og hafði nógan tíma til að kynnast landi og þjóð. Fólkið er mjög opið og ég gat auðveldlega talað við það þar sem franska er þeirra annað mál, því Túnis var nýlenda Frakka til 1957. Mér finnst andrúmsloftið sem ég skynjaði koma í gegn á myndunum. Auðvitað er hægt að setja saman margar syrpur úr mynd- unum, til dæmis það sem Túnis var lyrir mér eða syrpur um böm, konur, karla, hús. .. n Viðtal: RV Ljósmyndir: Þórdís Agústsdóttir nota hana með skrifuðum texta. Ef á að tengja hana við eitthvert eitt listform eða sköpun þá er það texti. Rithöfúndurinn skrifar sínar mein- ingar og hugmyndir en ljósmyndar- inn sýnir þær með myndum. Auð- vitað er ljósmynd „heftari“ en orð, en hún er samt ekki endurspeglun raunveruleikans heldur sá veruleiki sem ljósmyndarinn velur að fjalla um. Það sem mér finnst mest spennandi við ljósmyndun í dag er að skrifa með myndavélinni, skrá það sem „er“ eða jafnvel skapa eða setja á svið hugsanir og hugmyndir og nota ljósmyndir til að koma þeim á framfæri.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.