Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 35

Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 35
Flugfreyja Þórdís hefur unnið sem flugfreyja öðru- hvoru eftir stúdentspróf, en getur ekki hugsað sér að vinna eingöngu við það. Aðalástæðan er sú að hún hefur meiri áluiga á öðru, auk þess sem ílugfreyju- starfið er slítandi, vinnutíminn óregluleg- ur og starfið frekar einhæft þegar til lengdar lætur. Þórdís telur viðhorf almennings til flugfreyjustarfsins undar- leg, til dæmis voru margir hissa þegar hún gerðist flugfreyja því hún var talin svo jafnréttissinnuð en það þótti ekki sam- rýmast starfínu. Hún segist hafa m.a. litið á þetta sem leið til að komast oftar út í heim, eins og margar flugfreyjur gera. - Að vissu leyti hentar fíugfreyjustarfíð nútímakonum vel, þær hafa visst frelsi, eru alls ekki illa launaðar, fá dagpeninga og frímiða og geta þar af leiðandi ferðast. Þær standa því jafnari karlmönnum held- ur en margar aðrar konur. En þessi ímynd af fallegu, ungu flugfreyjunni lifir góðu lífi. Þvílík ihaldssemi! Það eru margs konar konur í þessu starfí sem eðlilegt er. Það eina sem er mikilvægt í sambandi við líkamlegt atgervi flugfreyju er að hún sé ekki of feit, til að komast þægilega á milli sætaraðanna. Annað sem viðkemur feg- urð er aukaatriði. Fyrirsæta Þórdís var í stoppi í New York þegar maður frá umboðsskrifstofú fyrir fyrir- sætur stoppaði hana á götu og bauð henni að verða fyrirsæta. - Þannig slæddist ég útí þetta fyrir tilvilj- un. Mér datt í hug að þetta gæti verið góð leið til að eignast peninga. En þessi bransi á ekki við minn karakter. Þetta snýst allt i kringum útlitið og maður verður að fórna öllu fyrir það. Frá morgni til kvölds, alltaf að vera hugguleg, alltaf að vera indæl, þessi brosandi, sæta og fína stelpa, sem Þefur engar áhyggjur og pælir ekki í neinu öðru. Þá var drengjalegur vöxtur í tísku, stelpurnar urðu að vera eins og þráður í laginu og voru þess vegna með megrun á heilanum. Ég var 23 ára og með stóran Þrjóstkassa, brjóst og mjaðmir og þurfti því að hafa mikið fyrir þessu, helst ekki uö borða ncitt nema salat, eina jógúrt og e>tt epli á dag. Þórdís stoppaði ekki lengi í fyrirsætu- starfinu. Henni fannst þetta ekki fyrir- hafnarinnar virði. ' Dagurinn fór í viðtöl. Ég var á hlaupum milli skrifstofa og mér fannst fremur litið a 111 ig seni hlut en manneskju, það var horft á mig en aldrei talað við mig. «Farðu úr iotunum, snúðu þér í hring, hver eru málin, hvað crtu há, hvað ertu þmig, hvernig er húðin?“ Fyrirsætur verða að hafa töluverða peninga á bak við sig til að halda sér uppi meðan þær byggja upp möppu með myndum af sér, því fæst- ar fá vinnu strax og það er dýrt að búa í Ncw York. Ég hætti, kannski af því að þetta var ekki það sem ég hafði ætlað mér eða þráð allt mitt líf, og fór heim til Is- lands. Hér fór ég að vinna á framköllunar- stofu og siðan sem leiðsögumaður, en ég lauk Leiðsögumannaskólanum vorið 1984. Ljósmyndun - Ég hafði lengi haft áhuga á ljósmyndun og kom mér snemma upp ágætri mynda- vél og myrkraherbergi. Seinna fór ég að lcita fyrir mér með skóla og langaði jafn- vel til Finnlands en fór til Frakklands, enda hafði ég verið skiptinemi þar og kunni málið. Fyrir valinu varð ríkisljós- myndaskólinn École Nationale de la Pho- tographie í Arles. Skólinn er bæði bóklegur og verklegur og Þórdís segir að mikil áhersla hafi verið lögð á hvaða tilgangi myndin þjónar í samfélaginu, hvemig hægt er að lesa myndir og hvaða skilaboðum er verið að koma á framfæri með þeim. - Við lærðum merkingarfræði, heimspeki, félagsfræði, lista-, ljósmynda- og kvik- myndasögu, en allt í tengslum við mynd- ina sem miðil. Það var lögð jafn mikil áhersla á þennan þátt eins og þann verk- lega. Við lærðum alla myrkraherbergis- vinnu, úti- og innimyndatökur og vorum i vikunámskeiðum, t.d. í blaða- og tísku- ljósmyndun. Við lærðum einnig að setja upp sýningar með öllu sem því fylgir. Nemendurnir hittust vikulega í litlum hópurn og ræddu það sem þeir voru að gera hver fyrir sig. Að vasast í mörgu - Eftir að ég lauk námi árið 1989 hef ég aðallega starfað sem „free-lance“ ljós- myndari, en líka sem leiðsögumaður og flugfreyja. Þannig hef ég skipt mér niður á milli verkefna og eiginlega landa því að maðurinn minn er franskur. Mér finnst stundum þreytandi að lifa svona „skiptu“ lífí. Maður hefur ekkert ljárhagslegt ör- yggi og annað slagið finnst mér sem ég nái ekki nægilegri dýpt í neinu en þetta gefur manni á hinn bóginn mikla reynslu og íjölbreytt líf. Hvernig gengur að tengja þessi ólíku störfsaman? - Flugfreyjustarfið gefur mér tækifæri til að fara með myndavélina mína á staði sem ég gæti ekki farið til annars. Ég hef lengi verið með mikla ferðabakteríu og fæ vissa útrás fyrir hana í leiðsögninni og flugfreyjustarfinu. En ljósmyndunin er aðal ástríða mín. í Sousse, norðausturhluta Túnis. Þar eru konur sveipaðar blæjunni hvort sem er á ströndinni eða annars staðar. Hægt er að fara í nokkurra daga ferðir á úlföldum um eyðimörkina og er þá gist í tjöldum. Börnin á leið úr skóla. í Túnis ganga nær öll börn í skóla, sem er nokkuð ólíkt því sem gerist víða í löndunum í kring. Yfirvöld í Túnis hafa fengið sérstaka viðurkenningu frá UNICEF fyrir uppbyggingu í skóla- og menntunarmálum. I'

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.