Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 30

Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 30
UR SIÐU ADAMS SKAMMARLEG OG ÖRYGGISLAUS TILVERA • • Orlög enskra miðstéttarkvenna eru hörð, þær eru öfundsjúkar ef þær eru heimavinnandi og sömuleiðis ef þær vinna úti, segir James Buchan í nýlegri grein í The Spectator. Greinin fjalfar um óhamingju enskra kvenna sem Buchan telur vera andstyggilegt og jafnframt sérkenni- legt einkenni á bresku samfélagi. Kon- ur þyrpast út á vinnumarkaðinn, ann- að hvort til að afla sér viðurværis, eða til að öðlast virðingu, en þær verða einnig að sjá um heimilishaldið og það ólaunað. Það eina sem aðgreinir þær frá kynsystrum þeirra í fyrrum Sovétríkjunum er að þær eru ve- sælli og hafa aðgang að getnaðar- vörnum. James Buchan hefur áður skrifað um þetta efni og segir að margir sem lásu ekki grein hans þá (The Specla tor 25. júlí 1992) hafi dregið þá ályktun að hann væri kvenhatari sem vildi draga ensk- ar konur inn í eld- húsin, en hann seg- ir að svo sé alls ekki. Gefum hon- um orðið: „Eg fæ sjaldan kvöldverðarboð en þigg gjaman ásamt eiginkonu minni þegar svo ber undir. Við samræður kvenn- anna kemur staða þeirra fljótlega í ljós. Þær fengu menntun á sínum tíma, hafa jafnvel áætlun um verkefni í framtíð- inni (bók eða verslun), en þeirri áætlun átti að hrinda í framkvæmd fyrir löngu. Eg forðast að tala um atvinnu en í sann- leika sagt er sama hvað ber á góma: börn, skóli, hús, hugmyndir, peningar, eldamennska; þær verða feimnar og vandræðalegar. Eiginmenn þeirra tala hins vegar digurbarkalega á meðan, þeim leiðast konurnar og mér finnst andrúmsloftið stundum svo pínlegt að ég læt mig hverfa. Þessar konur eru nið- urdregnar vegna þess að þær hafa ekk- ert starf. Þegar þær voru ungar var þeim ekki sagt að þær yrðu að vinna sér inn peninga til þess að verða einhvers metnar af samfélaginu, og að gæta bús, eiginmanns og barna er ekki fullt starf heila mannsævi. Þær skynja óljóst, því hagtölur eru þeim framandi, að þjóðfé- lagið þarfnast vinnuframlags þeirra á friðartímum, eins mikið og það þarfn- aðist framlags mæðra þeirra á stríðstím- um. Og að þess vegna hefur heimilis- haldið verið vélvætt, pakkamatur fyllir eldhússkápana og fæðingatíðni jafn lág og raun ver vitni. Ævistarfi þeirra hefur verið sóað; hvaða vit er í að berjast fyr- ir stöðu ijölskyldunnar í samfélagi sem er í upplausn. Eiginmenn þeirra, sem eiga að hafa Qármálavit, hafa tek- ið óhagstæð lán og sökkt sér í skuldir, svo konur þessar e r u staur- blankar. Þær eru lélegir kokkar og slæmar húsmæður. Þær öfunda mæður sínar og sömuleiðis úti- vinnandi konur. En þær sem vinna úti eru líka óánægðar. Vegna þess að enginn sagði þeim að vinnumarkaðurinn væri svona erfiður viðureignar; að karlmenn væru svona mikil kvikindi og að í starfi þeirra væri ekki gert ráð fyrir tíma í barneignir; þessum sex til sjö árum sem þarf til að koma börnum á legg áður en aftur er haldið út á vígvöllinn. Þær gera allt í hálfum skömmtum; vinnan fær annan helminginn af tíma þeirra, börnin hinn, eða tæplega það, því tími og orka fer í að flytja sig sífellt á milli vinnu, bamfóstru og heimilis. Þær sjá greini- lega að hliðstæðan við launavinnu þeirra er iójuleysi karlmannsins. I verkamannastétt er það atvinnuleysi, á meðal faglærðra er það leti karlmann- anna. Því að á heimilunum njóta karl- menn ekki aðeins launa eiginkvenna sinna heldur einnig nokkurra klukku- stunda frítíma í viku hverri. Þeir hjálpa ekki til við uppeldi bama sinna nema lítillega og á yfirborðslegan máta, og þeim er ekki treystandi fyrir þeim hvort sem er! Þeir taka ekki einu sinni að sér smáviðgerðir innanhúss og bera því við að konan hafi rift gamla hjúskapar- samningnum og geti því bara gert við sjálf. Og niðurstaðan er sú að þessar konur vinna sleitulaust allan liðlangan daginn, heima og á skrifstofúnni, og það er skárra en að vinna ekki, enda skuldirnar miklar. En ég efast urn að þessar konur lifi eiginmenn sína eins og formæður þeirra gerðu. Þær em lé- legir kokkar og húsmæður. Þær öfúnda mæður sínar og einnig heimavinnandi húsmæður. Martröð enskra kvenna er ekki sú að þær séu einangraðar og útilokaðar vegna bameigna heldur að þær sitja uppi með alla vinnuna; launaða og ólaunaða, á meðan karlmenn horfa á sjónvarp, eða dópa sig eins og í Harlem, eða syngja eins og á eynni Súmötm. Konur verða að gera meiri kröfur til karla. Þær verða að krefjast aukinnar ábyrgðar af þeirra hálfu og þátttöku þeirra við uppeldi og heimilisstörf. Bömin þrífast best við umönnun bæði móður og föður. Foreldrar eiga ekki að vanrækja uppeldishlutverkið vegna framapots. Lengi býr að fyrstu gerð, og njóta jafnt foreldrar sem börn góðs af því ef vel tekst til við uppeldið fyrstu árin. Bamið þarfnast umhyggju og ástar framar öllu, því aðeins elskuð böm geta elskað og ástin er lykillinn að ánægju í lífinu. Umrætt vandamál ætti að heyra sögunni til þegar öllum verður þetta ljóst. Gifta konan sem þarf að koma bömum sínum fyrir öllum stundum ætti að geta andað léttar, rétt eins og eigin- maðurinn sem kemur heim kvöld eitt, eftir 30 ár í borginni, og finnur ryk- fallna eiginkonu sína í sorgarklæðum og bömin flogin úr hreiðrinu." The Spectator, 23. aþríl 1994, þýðing og útdrátt- ur: VSV

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.