Vera - 01.07.1994, Blaðsíða 38
fiskur og hákarl úr næsta hjalli, aðalblá-
ber í ágúst, tómatamir úr gróðurhúsi
staðarins - að ég ekki tali nú um mjólk
beint úr kúnum, flatkökur af hlóðunum,
kleinur úr pottinum, rúgbrauð seytt í
næsta hver, rófur bóndans úr kálgarðin-
um bakvið búðina. Oftast er of gott úr-
val af því sem framleitt er í Reykjavík
til úti á landi og of gott úrval af erlend-
um mat í Reykjavík. Sérstaklega er
erfitt að komast yfir fisk til kaups í
sjávarplássum. Vonandi særi ég nú
engan með slíkum hugleiðingum, betur
væri að einhverjum dyttu einhverjar úr-
bætur í hug.
Nestið okkar er alltaf í stifum um-
búðum. Við erum með tvær körfur og
alls kyns dunka til að losa innkaupa-
pokana. Sjálfur getur maður verið sáttur
við að verða þvældur og blautur á
ferðalögum en þvælt og klesst nesti
gengur illa niður í hungraðan ferðalang.
Að heiman tökum við piparkvömina,
saltið, olíu, krydd í marghólfa boxi,
sykur og fleira í þeim dúr. Annað kaup-
um við jafnóðum og lesum beint úr
náttúrunni: nýir sveppir, blóðberg til að
krydda með, smári, mjaðurt og aðalblá-
berjalyngsstönglar út í teið, ber út á
skyrið, purpurahimna (þörungur) utan
um soðnu grjónin, hundasúrur og
hvönn í salatið. Ég hef aldrei lært að
sjóða súpu úr lækjarslíi og kannski mis-
minnir mig að mamma hafi gert það
áður fyrr...
Við höfum alltaf heitt vatn á tveim-
ur brúsum. Annar er þægilcga lélegur
til þess að halda velgju á þvottavatni
sem furðulega oft þarf að grípa til (við
emm með 3 böm, öll yngri en 9 ára).
Hinn brúsinn innihcldur sjóðheitt vatn
til að útbúa neskaffibollann, kakóboll-
ann, súpuna, teið eða hvað það nú verð-
ur þann daginn.
Á morgnana finnst okkur gott að
smyrja staðgóðar samlokur sem hægt er
að grípa til hvenær sem er. Þær má nota
í tíukaffi, hádegissnarl eða millibita. Ef
fyrirhugaðar eru stífar göngur snemma
í langferðinni er mjög fyrirhafnarlítið
að hafa með kalt soðið slátur eða hangi-
kjöt að heiman i þessum tilgangi.
Á prímus undir tjaldskörinni er ekki
hægt að elda flóknar uppskriftir en ef
keypt er skipulega meginefni og með-
læti til hverrar máltíðar fyrir sig og not-
að krydd til tilbreytingar má ná langt.
Fiskbúðingur, niðursoðnar baunir,
snöggsoóin grjón, bjúgu, pasta og fleira
má elda í logni. Grænmeti er best lítið
soðið hvort eð er. En ef útigrill er við
höndina (við tökum það aldrci með
sökum óþrifnaðar og hvað það er pláss-
frekt) má framreiða ljúffengar krásir.
Þá er öllu hráefni pakkað fyrir hvem og
einn inn í álpappír og leyft að soðna í
eigin safa og smjöri. Fiskur með fersk-
Finnur, Fífa og Einar
um tómötum, lauk, kartöfium, kryddi;
grænmetisréttir með grilluðu kjöti og
lykt sem veldur miklu munnvatns-
rennsli. Þá er líka eitursnjallt að kaupa
tilbúna rétti til að hita í kolaholu eða
baka kartöflur í álbréfi. Utilegan gengur
ekki út á það að eyða hálfum deginum í
að elda en eitthvað bitastætt þarf í
svangan ferðalanginn.
Styttri feröir
Ef við förum t.d. upp í Heiðmörk fyrir
kvöldmat finnst okkur best að taka með
kaldan mat sem hægt er að græja á
staðnum frekar en að eyða besta tíman-
um í að smyrja nesti heima áður en lagt
er af stað. Það eru ágætis rólegheit eftir
flugdrekaflug, boltaleiki, skógargöng-
ur, feluleiki eða annað að dreifa matn-
um á skrautlega plastdúkinn okkar og
fá sér það sem mann langar í. Við höf-
um fyrir því að taka með alvöru glös,
mál, diska og hnífapör því að einnota
draslið vill ijúka. Allt fer í eina stóra
körfu sem auðvelt er að setja í skottið
og taka fram. Það geta verið brauðboll-
ur og ostur, nokkrir mismunandi ávext-
ir eða stór biti af vatnsmelónu (og allir
mega skjóta steinunum út í loftið),
lifrarkæfan hans Einars, hnetusmjör,
mikið kex og gotterí eða poppkorn
(óþarfi að taka sig hátíðlega í öllum
ferðalögum).
Mér finnst sumarbústaðavinir líka
hafa gaman af heimsóknum eina kvöld-
stund sérstaklega ef maður leggur eitt-
hvað með sér í sameiginlega máltíð. Því
eins og segir hér að ofan: Það besta við
að ferðast er að blanda geði við annað
fólk.“
Laugavegurinn
„Á erfiðri göngu eykst matarlistin,"
segir Gróa Halldórsdóttir „og matar-
skammtarnir ættu að vera stærri en
venjulega, um 3000-4000 hitaeiningar
á dag. Helmingur fæðunnar ætti að vera
kolvetni, þ.e. sykur og treljaefni, hvíta
er mikilvægasta næringarefnið fyrir
vefi líkamans og fita er einnig orkumik-
il.
Mjög mikilvægt er að borða vel á
morgnana áður en lagt er upp og muna
að drekka mikið. Á göngunni er ágætt
að vera með orkuríka fæðu og mikil-
vægt að stoppa reglulega og fá sér að
drekka. Kvöldmáltíð er aðalmáltið
dagsins og henni má aldrei sleppa."
Eftirfarandi er listi yfir heppilegt inni-
hald matarskjattans.
Matur fyrir 4-5 daga göngu-
ferð (óætluö þyngd 4-5 kg)
•Flaframjöl (múslí) með rúsínum og
púðursykri
•Brauð, t.d. flatkökur eða annað þétt
brauð
•Smjör og álegg (kæfa, ostur, mysing-
ur, hangikjöt o.fl.)
•Súkkulaði, þurrkaðir ávextir, hnetur,
rúsínur o.fl.
•Frostþurrkaður matur (kjöt og græn-
meti)
•Kjötmeti eða saltfiskur
•Te, kaffi, kakó, ávaxta- eða grænmet-
isdrykkir
•Mjólkurduft
•Hrísgrjón og spaghetti
•Krydd, salt, pipar, karrí o.fl.
•Varamatur (brauð, haframjöl, frost-
■mrrkaður matur)
LÉLEGT MATARÆÐI
FLYTIR FYRIR
GELGJUSKEIÐINU
Blæðingar byrja tyrr og brjóst stækka fyrr
hjá stúlkum sem borða óhollan mat. Hóp-
ur hollenskra vísindamanna greindi frá
þessu nýverið. Ef ávextir, grænmeti og
korn eru aðaluppistaðan í fæðu þeirra er
minni hætta á þessari þróun. Þar sem
meiri líkur virðast vera á brjóstakrabba
hjá þeim sem cru komnar á gelgjuskciðið
mjög ungar er áríðandi að stúlkur borði
hollan mat.