Vera - 01.05.1995, Qupperneq 6

Vera - 01.05.1995, Qupperneq 6
ksningarnar NIÐURSTÖÐUR KOSNINGANNA 1995 A BYRJUNARREIT EFTIR KRISTÍNU ÁSTGEIRSDÓTTUR Kvennalistakonur hafa iðulega gert grín að því að undirrituö hafi nánast frá upphafi mætt á stórfundi Kvennalistans með ræðu sem hefur að megininntaki aö nú standi Kvennalistinn á krossgötum. Þegar ég horfi yfir 12 ára sögu Kvennalistans finnst mér að krossgöturnar hafi veriö margar sem reyndar er ekkert undarlegt fyrir stjórnmálahreyfingu sem hefur veriö að feta sig eftir braut sem enginn annar hefur far- ið. Hvort sem fyrri krossgötur voru raunveruleg- ar eða ímyndaðar þá er svo mikið víst að núna stendur Kvennalistinn frammi fyrir stórum spurningum um hlutverk sitt og framtíð eftir að úrslit kosninganna liggja fyrir. Kosningaúrslitin voru okkur Kvennalista- konum mikil vonbrigöi þótt skoðanakannanir hafi sýnt allt frá síðast liðnu hausti að fylgi okk- ar fór minnkandi. Viö vonuðumst til aö geta unnið fylgistapið upp í kosningabaráttunni. Við héldum aö enn væri það mikil trú á því meöal kjósenda okkar að Kvennalistans væri þörf og sérstaða okkar það mikil að skellurinn yrði ekki jafn stór og raun bar vitni. Þegar upp er staðiö blasir viö mikið fylgistap í Reykjavík og á Reykja- nesi svo og afar lítið fylgi úti á landi. Inni á þingi sitja þrjár Kvennalistakonur allar af höfuðborg- arsvæöinu rétt eins og í upphafi. Við erum komnar aftur á byrjunarreit hvaö varðar þing- styrk, en reynslusjóöurinn er digur. Við okkur blasir sú spurning hvernig viö eigum að verja þessum fjórum árum sem framundan eru. Eig- um viö aö halda áfram á sömu braut sem al- hliða stjórnmálasamtök með mikla virkni í þing- inu? Eigum við aö söðla um og snúa okkur alfarið aö kvennabaráttu í þeim skilningi að ein- beita okkur aö flutningi tillagna sem snerta hag kvenna, reyna að rífa upp kvennaumræðuna og láta annað lönd og leið? Eða hvað? Ég ætla hér á eftir að gera tilraun til að greina úrslit kosninganna, skoöa stöðu kvenna á Alþingi í sögulegu Ijósi og aö leita skýringa á útkomu Kvennalistans. ^ Aukinn hiutur kvenna Það má segja að tilgangur Kvennalistans hafi frá upphafi verið af tvennum toga. Annars veg- ar að rétta hlut kvenna og fjölga þeim í valda- stofnunum þjóðfélagsins í samræmi við lýð- ræöislegar kröfur, hins vegar að setja fram nýja hugsun, kvennapólitík hugsaða af konum fýrir konur, karla og börn. Þegar litið er yfir 12 ára sögu okkar verður ekki annað sagt en að veru- legur árangur hafi náöst á báöum þessum svið- um þótt hraðar mætti ganga. Konum á þingi og Guöný Guðbjörnsdóttir - ný þingkona í sveitarstjórnum hefur fjölgað verulega og þau málefni sem við höfum talið brýnust fyrir konur hafa veriö á dagskrá bæði síðast liöiö vor í sveitastjórnarkosningunum og nú í alþingis- kosningunum þegar launamál kvenna urðu eitt aðalumræðuefniö. Þegar Kvennalistinn bauö fyrst fram í kosn- ingunum 1983 átti það framboð sér aðeins nokkurra mánaða aödraganda. Miklar umræð- ur urðu innan Kvennaframboðsins í Reykjavík um það hvort rétt væri að stíga annað skref á framboðsleiöinni. Minnihlutinn létsérekki segj- ast, stofnaði Kvennalistann og náði að bjóöa fram í þremur kjördæmum. Viö skynjuðum þaö margar aö við vorum búnar að hleypa af staö hreyfingu sem ekki varð stöövuö, enda staöa og hlutur kvenna í íslenskum stjórnmálum svo Það er fróðlegt að velta því fyrir sér hvort út- skiptin á tveimur reyndustu þingkonum Kvennalistans sem áttu sér stað upp úr miðju kjörtímabilinu 1987-1991 hafi haft áhrifá fylgi Kvennalistans á þessum tíma en þau hafa verið mjög umdeild og bar enn á góma í þeirri kosningabaráttu sem nú er ný- lega afstaðin. skammarlegur að ekki varö við unaö og þörfin á nýjum áherslum í kvennabaráttunni mikil. Niö- urstaðan varð þrjár konur á þing og konum fjölg- aði úr 5% þingmanna í 15% á Alþingi. í kosning- unum 1987 var boðiö fram í öllum kjördæmum og Kvennalistinn naut frábærs starfs frumherj- anna þriggja. Fylgiö nær tvöfaldaðist og Kvennalistakonurnar urðu sex. Konum á þingi fjölgaöi upp í 20,6% þingmanna. ► Með storminn í fangiö Eftir stjórnarmyndunarviðræöurnar voriö 1987 fórfylgi Kvennalistans í skoöanakönnunum upp úr öllum veðrum eða yfir 30% og hefur aldrei náð þeim hæðum síðan. Þar var aö verki sann- færandi afstaöa þingkvenna sem settu lög um lágmarkslaun sem skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátt- töku og vildu þar með standa við það sem þær höföu sagt í kosningabaráttunni. Áriö 1988 var Kvennalistinn hins vegar með storminn í fangið eftir að hafa hafnaö stjórnarþátttöku og smátt og smátt fór fylgiö minnkandi. Árið 1991 fékk Kvennalistinn 8,3% atkvæöa og 5 konur kjörn- ar. Konum á Alþingi fjölgaöi þó enn og urðu 23,8% þingmanna. Ein bættistviö á kjörtímabil- Kristín Ástgeirsdóttir - bakslag ef Kvennalist- inn hefði dottið út. inu þannig að hlutfallið fór upp í 25%. Það er fróðlegt að velta því fýrir sér hvort út- skiptin á tveimur reyndustu þingkonum Kvenna listans sem áttu sér staö upp úr miöju kjörtíma- bilinu 1987-1991 hafi haft áhrif á fylgi Kvennalistans á þessum tíma en þau hafa ver- iö mjög umdeild og bar enn á góma í þeirri kosn- ingabaráttu sem nú er nýlega afstaðin. Hvað um þaö, fylgið fór aftur upp á við í skoðana- könnunum og var á bilinu 15% - 20% þar til líöa tók á sumarið 1994 þegar Jóhanna Sigurðar- dóttir fór á kreik og setti allt hið pólitíska litróf á annan endann. Niðurstaða kosninganna 1995 varðandi konur er sú að tala þeirra er óbreytt á Alþingi íslendinga og erum viö enn langt á eftir öörum Norðurlöndum. ► Fjórflokkurinn blífur Ef litiö er á fjórflokkinn sem verður enn einu sinni aö teljast sigun/egari kosninganna er staöa kvenna á þeim bæ vægast sagt dapur- leg. Sjálfstæðisflokkurinn sem auglýsti jafnrétt- isstefnu sína grimmt undir forystu Sjálfstæðra kvenna fékk 25 þingmenn, þar af eru fjórar kon- ur, ein þeirra ný á þingi. Framsóknarflokkurinn fékk 15 þingmenn þar af eru 3 konur, fjölgun um eina hvorki meira né minna. Alþýöubanda- lagið sem lagöi nokkra áherslu á stöðu kvenna í kosningabaráttunni fékk 9 þingmenn, þar af eru 2 konur eins og áöur, en önnur þeirra er ný á þingi. Alþýðuflokkurinn fékk 7 þingmenn, þar af er ein kona, en þær voru þrjár á síðasta kjör- tímabili áöur en Jóhanna gekk út. Þjóðvaki fékk 4 þingmenn þar af 3 konur, tvær þeirra nýjar. Loks kemur svo Kvennalistinn með sínar 3 kon- ur. Niöurstaða: konum fjölgar afar hægt á þingi og heföi Kvennalistinn dottið út hefði oröiö um bakslag aö ræöa. Konur eiga enn sem fyrr afar erfitt uppdráttar í gömlu flokkunum þótt nú hafi gerst þau tíöindi að konur voru í efstu sætum fyrirgömlu flokkana í þremur kjördæmum. Niðurstaöa kosninganna er sem fyrr segir staðfesting þess aö gamla flokkakerfið stendur traustum fótum, hvaö sem hver segir um upp- lausn þess og þörf uppstokkunar. Sjálfstæðis- flokkurinn gnæfir yfir alla hina með gríöarlegt fylgi og Framsóknarflokkurinn nálgaðist nú fyrri stöðu, meðan Alþýöuþandalag og Alþýöuflokk- ur eru heldur í lægö ef litið er aftur í tímann. Þjóövaka mistókst herfilega að veröa hreyfing fólksins og heldur ólíklegt að þau samtök eigi framtíð fyrir sér í óbreyttri mynd. Kvennalistinn fékk skýr skilaboð frá kjósendum um að aörir væru beturtil þess fallnir að stjórna landinu og > t

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.