Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 25
Á maður að vera hrærður?
Um hvað var svo samið? Öll laun hækka um
2.700 krónur á mánuði og að auki hækka
laun undir 84.000 sérstaklega. Laun undir
48.000 hækka um þúsund krónur sem
lækkar um hundrað kall fyrir hverjar 4.000
krónur. Þessi sérstaka hækkun miðast við
föst laun fyrir dagvinnu að meðtalinni yfir-
borgun. Það þýðir að atvinnurekendum er
heimilt að reikna yfirborgun á móti þessari
„sérstöku" launahækkun! Er nema von að
kátt hafi verið í höllinni við Garðastrætiö? í
reynd þýðir þetta að gólfið hjá einum er þak-
ið hjá öðrum. Þetta eru lágmarkssamningar
og fyrirtækin geta borgaö meira ef þau vilja.
Vilja fýrirtækin það? Já svo sannarlega.
Skýrsla Jafnréttisnefndar um launamyndun
og launamun kynja, sem kom út í miðjum
samningaviðræðunum, sýnir að I landinu
eru tvö launakerfi: taxtakaupið og einstak-
lingssamningar. Þeir sem aðallega fá taxta-
kaup eru láglaunafólk og konur. Karlar, eink-
um í efri stigum þjóöfélagsins, eru þeir sem
helst njóta einstaklingssamninga. Skýrslan
staðfestir að karlar njóta jákvæðrar mis-
mununarvegna kynferðis síns. Það hlýturað
vera íslenskum konum áhyggjuefni að við
gerð þessara kjarasamninga var ekki tekið
mið af skýrslu Jafnréttisráðs frekar en hún
væri ekki til. Jú, reyndar lofar ríkisstjórnin að
veita allt að þremur milljónum á árinu til aö
draga úr launamun karla og kvenna. Á mað-
ur að vera hræröur?
Á snældu skal hann stinga sig...
Fjárlagahalli upp á annan tug milljarða er
vont mál og það er ábyrgöarhluti að auka
hann. Samningurinn kostar ríkissjóð um 3
milljarða á ári þegar hann er að fullu kominn
til framkvæmda. Af því fé fara um þrír fjórðu
hlutar til skattalækkunar vegna lífeyris-
sjóösiðgjalda, en sú breyting færir hátekju-
manninum langtum meira en lágtekjumann-
inum. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að
útgjöldunum verði mætt meö auknum tekj-
um og/eða niðurskurði. Kjörtímabilið hefur
einkennst af stórfelldum niðurskurði á vel-
ferðarkerfinu. Það vill oft gleymast í umræð-
unni að velferöarkerfið hefur mjög mikil-
væga kvennapólitíska vídd. Konureru háðar
velferðarkerfinu um þjónustu og stuðning
vegna umönnunar barna, aldraðra, fatlaðra
og sjúkra sem af hefð eru kvennastörf. Þær
eru líka háðar velferðarkerfinu sem vinnu-
veitanda. Það eru fyrst og fremst konur sem
eru að missa vinnuna vegna niðurskurðar
ríkisstjórnarinnar á velferðarkerfinu. Spurn-
ingin sem skiptir máli er þessi: hvar verður
peninganna fýrir samninginn aflað? Verður
skorið af risnu ráðamanna og dagpeningum
til maka ráðherra? Verða fjármagnstekjur
skattlagöar eða verður áfram höggvið í
sama knérunn? Þessu þurfa íslenskar kon-
ur að hafa vakandi auga með á næstu miss-
erum.
Það er Ijóst að í launabaráttu kvenna þýð-
ir ekkert „elsku amma“. Skýrsla Jafnréttis-
ráðs og nýlegir kjarasamningar sýna að
draugur karlrembunnar leikur lausum hala.
En ég sé ekki betur en að vörn hafi verið
snúið í sókn: Það eru fýrst og fremst konur
sem hafa veitt viðspyrnu og sýnt vígtennurn-
ar í kjarabaráttunni undanfarið - meina-
tæknar, sjúkraliðar og síðast kennarar þar
sem konum fer fjölgandi. Nú þarf að halda
áfram á sömu braut, brýna raustina og virkja
baráttugleðina af alvöru. Þaö þarf að
hnekkja láglaunastefnunni og afnema for-
gjöf karla í launamálum. Hvernig væri að
hneppa karlrembudrauginn t álög - uns
hann lætur sér segjast? Á snældu skal
hann stinga sig I
L . T E N C AT E
Lady Highleg 3813 S,M,L,XL Rio 3812
Verð 5 stk. kr. 3.500.- Hv., Sv., Beige
DESIREE 3703 S,M,L
Verð 5 stk. kr. 3.300,-
Verð 5 stk. kr. 3.000,-
ATH. ÖLL VERÐ MIÐAST VID PÓSTKRÖFU
M. Magnúsdóttir sf.
sími 568 9450 / fax 568 9456
kj^rasamningar