Ritmennt - 01.01.1999, Page 15
RITMENNT
ÍSLENSK BÓK í ÞÝSKU BÓKASAFNI
Bibliothek der Alten Landesschule Korbach.
Bólcin úr safni Christians
Bunsens.
(1769-1836), æskuverk hans að áliti P.E. Miillers1 og samin á ís-
landi sennilega rétt um aldamótin 1800 eða nokkru fyrr. „Þessi
saga er uppdiktuð af sýslumanni sál. J. Espólín, og heldu sumir
hana í fyrstunni fornrit, en aðrir neituðu, þangað til hann sjálfur
við gekk að hafa samið hana frá stofni", segir við lok sögunnar í
einu handrita hennar, ÍB 618 8vo í Landsbókasafni.2 Ekki hefur
þetta verið kunnugt löndum Espólíns í byrjun 19. aldar enda lét
hann að fornum sið hjá líða að setja nafn sitt undir söguna. Sag-
an er að efni samkynja fornaldarsögum og gerist á sama óræða,
forsögulega tímaskeiði og þær. Hún er að mestu laus við yfir-
náttúruleg fyrirbæri, sem eru meðal einkenna slíkra sagna, en
sver sig þó nægilega í ættina til þess að margir töldu hana gamla
og ,ósvikna'.
Fyrstu kunnu ummælin uni söguna eru í bréfi Bjarna
Thorarensens til Gríms Thorkelíns dagsettu í Reykjavík 25.
ágúst 1812: „Finn Magnussen vil nok fortælle Herr Etatsraaden
[þ.e. Grími] at Saga Halfdanar gamla er funden her i Landet",
segir Bjarni og býðst til að senda Grími „et nogenlunde correct
Exemplar" af henni næsta ár ef hann óskar þess.3 Finnur Magn-
ússon kom til Kaupmannahafnar 1812 eftir ellefu ára dvöl á ís-
landi en virðist ekki hafa haft Hálfdanar sögu með í farteskinu
þó að honum væri kunnugt um hana. Bjarni hefur því líklega
1 Múller 1818:674.
2 Sigurður L. Jónasson og Finnur Jónsson 1885:183, sbr. Jón Helgason 1986:348.
3 Jón Helgason 1986:9.
11