Ritmennt - 01.01.1999, Page 19
RITMENNT
ÍSLENSK BÓK í ÞÝSKU BÓKASAFNI
hluta af Frakklandi, Þýskalandi vestan Rínar, Vestur-Saxlandi,
Vors, Valdres, Hringaríki og hluta Agða, Reiðgotalandi og
Gotlandi, og síðar einnig öllu Garðaríki. í lok sögunnar er loks
gerð grein fyrir afkomendum Hálfdanarsona yngri.
Söguþráðurinn virðist einkum spunninn út frá tveimur stutt-
um köflum í Flateyjarbók. Kaflarnir eru annars vegar lýsing á
byggingu Noregs („Huersu Noregr bygdiz", I. bindi Flateyjar-
bókar, bls. 21-24) og hins vegar, í beinu framhaldi, ættartala
Haðar á Haðalandi til Niflunga („Ættartala fra Haud", bls.
24-26). Höfundur Hálfdanar sögu vísar einu sinni í Hyndluljóð
sem fara á undan nefndum kafla um Noregsbyggingu og ætt
Haðar.12 Þau eru einungis varðveitt í Flateyjarbólc. í þeim eru í
12.-28. vísu nefndir margir sömu menn og Hálfdanar saga fjallar
um. Enn fremur vísar höfundur einu sinni til Völsungakviðu.13
Tvisvar er lauslega irnprað á atriðum sem lcoma fyrir í Þorsteins
sögu Víkingssonar og er þar vísað til hennar á spássíu.14
Ætt Haðar á Haðalandi er einnig að finna í Skáldskaparmálum
Snorra-Eddu15 og mun Flateyjarbókartextinn líklega runninn frá
Snorra-Eddu fremur en öfugt.16 Heimild Hálfdanar sögu er þó
nær örugglega Flateyjarbók eins og sést á eftirfarandi orðalags-
líkingum (stafsetning samræmd í Hálfdanar sögu):
Hálfdanar saga (Korbach-handrit, 6v):
Lét hann þá blóta áður til langlífis sér, að hann fengi að lifa CCC. vet-
ur í konungdómi, eins og sagt var að lifað hefði Snær hinn garnli, forfað-
ir hans. En þá var Hálfdan vel tvítugur er hann blótaði. Fréttin sagði svo,
að hann mundi ekki lifa nema einn mannsaldur mikinn,17 en þaðan frá
mundi verða 300 vetra sem eigi mundi korna ótiginn rnaður í ætt hans,
og eigi kona.
12 „Álfur Dagsson ... var kallaður Álfur hinn gamli, sem segir í Hindla ljóðum",
Hálfdanar saga 42. kafli, 45r. Sjá 18. vísu Hyndluljóða (Bugge 1867:155, einn-
ig nmgr. við sömu vísu). Kvæðið er venjulega talið til Eddukvæða og prentað
með þeim.
13 „... kóngar á Pýskalandi voru allir Norðmannakyns, sem Völsunga kviður
um geta", Hálfdanar saga 42. kafli, 45v. Völsungakviða er einnig nefnd Helga
kviða Hundingsbana II. Sjá Bugge 1867:179-201, sbr. einnig Jónas Kristjáns-
son 1988:51.
14 Hálfdanar saga, 9. kafli (lOr) og 23. kafli (24r), sbr. 8. og 17. kafla Þorsteins
sögu Víkingssonar (Guðni Jónsson 1950b).
15 Sbr. útg. Finns Jónssonar 1931:181-84.
16 Sama rit, bls. lvi.
17 Þetta orð eru þó Hálfdanar saga og Snorra-Edda saman um, andstætt Flateyj-
arbók.
15